Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 71
35FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 Skjótar ákvarðanir eru lykillinn að árangri Flug- leiða eftir 11. september. Stjórnarformaður félagsins segir hæfileikann til aðlög- unar mikilvægastan. Skjótar ákvarðanir og sveigjanleiki eru lykilþættir þess að Flugleiðum hefur tekist að skila hagnaði á sama tíma og mörg önnur flugfélög hafa barist í bökkum. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Hann- esar Smárasonar, stjórnarfor- manns Flugleiða, á fundi félags við- skipta- og hagfræðinga í gær. Hannes sagði að þær ákvarðanir sem stjórnendur Flugleiða tóku í kjölfar atburðanna 11. september 2001 hefðu skipt sköpum um fram- tíð fyrirtæksins. „Forsendurnar fyrir því leiðakerfi sem menn höfðu verið að byggja upp frá 1989 voru horfnar á einni nóttu.“ Hann segir félagið hafa staðið frammi fyrir því að tapa milljarði á mánuði. „Félagið stóð frammi fyrir tveimur kostum. Fara í afgerandi uppskurð á rekstrinum eða loka dyrunum og henda lyklunum.“ Félagið gekk í gegnum róttæka endurskoðun og niðurskurð í kjöl- farið. „Menn tóku þá djörfu ákvörð- un að halda áfram með markaðs- starf á fullu til að halda uppi eftir- spurninni.“ Þessar aðgerðir hafa skilað því að félagið skilaði sama hagnaði 2003 og samanlagður hagnaður allra flugfélaga í Bandaríkjunum. Hannes segir að hraði og þor í ákvarðanatöku skipti verulegu máli í rekstri almennt. „Það ríkir oft sú hugsun að löng ákvörðunartaka sé góð ákvörðunartaka. Ég er ekki sammála því. Hins vegar er lykil- atriði að það fari fram öflug grein- ing áður en ákvörðun er tekin.“ Hann segir hraða ekki sama og fljótfærni. Hraðinn í viðskiptum er mikill og umhverfi fljótt að breyt- ast. Hannes segir að þótt söguleg gögn kunni að vera mikilvæg sé enn mikilvægara að búa yfir hæfi- leikanum til þess að laga sig hratt að nýjum aðstæðum. - hh H V ÍT A H Ú S I‹ / S ÍA Burðarás hf., kt. 510169-1829, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, tilboðs- gjafi, býður hluthöfum í Kaldbaki, hf., kt. 670169-3679, Hafnar- stræti 91-95, 600 Akureyri, að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu. Tilboð þetta er sett fram í samræmi við VI. og VII. kafla laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti. Samkvæmt 32. grein laganna er meðal annars kveðið á um að aðilum sem eignast 40% atkvæðisréttar í hlutafélagi, sem skráð er á skipulegum verð- bréfamarkaði, er skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Burðarás á 76,77% hlutafjár í Kaldbaki og gerir hluthöfum í Kaldbaki tilboð í hluti þeirra. Tilboðsverðið er 0,637841438 hlutir í Burðarási fyrir hvern einn hlut í Kaldbaki. Verðið er það hæsta sem Burðarás hefur greitt fyrir hluti í Kaldbaki síðastliðna sex mánuði. Burðarás hyggst gefa út nýja hluti til að greiða fyrir hlutina í Kaldbaki. Tilboðið gildir frá klukkan 9.00 mánudaginn 15. nóvember 2004 til klukkan 16.00 mánudaginn 13. desember 2004. Stefnt er að því að sameina Burðarás og Kaldbak undir nafni Burðaráss og munu samþykktir Burðaráss gilda um hið sam- einaða félag. Sameiningin verður lögð fyrir hluthafafund í Kaldbaki þann 18. nóvember 2004. Með samruna félaganna er tryggt að ekki komi til skattlagningar söluhagnaðar við skipti á bréfum í félögunum, en mögulegt er að sú verði raunin við skipti á hluta- bréfum samkvæmt yfirtökutilboði. Í ljósi skattalegs hagræðis hluthafa Kaldbaks af samruna í stað yfirtöku er hluthöfum bent á að ef hluthafafundur Kaldbaks samþykkir samruna við Burðarás mun yfirtökutilboð þetta falla niður og allir hluthafar Kaldbaks fá hluti í Burðarási í krafti samþykktar hluthafafundarins. Hluthafar eru hvattir til að bíða með að svara yfirtökutilboðinu fram yfir hluthafafund í Kaldbaki því verði samruni Burðaráss og Kaldbaks samþykktur á hluthafafundinum er ekki nauðsynlegt að hluthafar sendi inn samþykki fyrir tilboðinu. Verði samruna hins vegar hafnað á hluthafafundi Kaldbaks, mun yfirtökutilboðið gilda til klukkan 16.00 mánudaginn 13. desember 2004. Þeim hluthöfum sem vilja taka tilboðinu gefst tækifæri til að senda inn samþykki sitt fram að þeim tíma. Umsjónaraðili yfirtökutilboðsins fyrir hönd Burðaráss er Fyrir- tækjaráðgjöf Landsbankans, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, sími 410 4000. Nánari upplýsingar um yfirtökutilboðið er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila. TILBOÐ TIL HLUTHAFA Í KALDBAKI HF. Burðarás • Sigtúni 42 • 105 Reykjavík • Sími 578 7800 • www.burdaras.is 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Fljótir og læra stöðugt Jón Ásgeir Jóhannesson segir Bónushugsunina ríkja í fyrirtækinu. Lært af degin- um í dag og breytt ef þarf á morgun. Snöggur að því var yfirskrift er- indis Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga. „Við þykjum snöggir til ákvarðana og snöggir að klára mál,“ sagði Jón Ásgeir. Hann sagði að á stærri mörkuðum veitti það mönnum ákveðið samkeppn- isforskot. „Við vinnum í anda Bónushugsunarinnar. Við hugsum sem smásali. Við þurfum að meta daginn í dag og læra af honum og breyta á morgun.“ Hann segir slíkan þankagang mikilvægan í fjárfestingarstarfsemi. Jón Ásgeir segir einn lykil- þátta árangurs fyrirtækisins vera að það er einkafyrirtæki. „Ég hef sagt að markaðurinn steli 90 dög- um frá forstjórum.“ Bæði í að fylgjast með gengi og hverjir eru að kaupa, auk krafna um upplýs- ingagjöf. „Meðan þeir eru að þessu erum við að skoða verkefn- in. Verði af kaupum Baugs á Big Food Group verður Baugur stærsta einkafyrirtæki á Bret- landi með veltu á áttunda hundrað milljarða króna. Jón Ásgeir segir lykilatriði að stjórnendur komi inn í hluthafahópinn og að þeir haldi fókusi á rekstrinum. Þannig hafi Baugur Group sent sitt fólk í samninga um kaup á fyrirtækjum og haldið stjórnendunum frá samningunum, þannig að þeir gætu einbeitt sér að rekstrinum. Áherslan er á kaup á vel rekn- um fyrirtækjum og vandaðri áreiðanleikakönnun. „Við lærðum okkar lexíu með kaupum á Bonus Stores í Bandaríkjunum, sem eru líklega dýrasta námskeið sem tekið hefur verið á Íslandi.“ - hh HLUSTAÐ EFTIR UPPSKRIFTINNI Fjölmenni hlýddi á Jón Ásgeir Jóhannesson greina frá hugsunarhættinum sem liggur að baki árangri fyrirtækisins hér heima og erlendis. FORSENDUR BRUSTU Hannes Smárason segir forsendur hafa brostið fyrir þáverandi rekstri Flugleiða 11. september 2001. Félagið hafði val um róttækan niðurskurð eða að leggja upp laupana. Skjótar ákvarðanir björguðu Flugleiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.