Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 68
Íslenskur málsháttur segir að gott sé að telja peninga úr pyngju ann- ars. Því miður virðist mörgum sveitarstjórnarmönnum þykja slík talning full ánægjuleg. Eitt af því sem margir þeirra þreytast ekki á að tala um þessa dagana eru svo- kallaðir „ónýttir tekjustofnar“ margra sveitarfélaga. Nýting þess- ara tekjustofna á svo að verða til þess fallin að efla sveitarfélagið og gera því kleift að mæta útgjöldum sínum. Og ekki er undarlegt þó margir velti því fyrir sér hvort það sé virkilega svo að ónýttir peningar liggi fyrir manna og hunda fótum sem sveitarstjórninar þurfi einfald- lega að „nýta“ og þar með sé marg- víslegum fjárhagslegum vandræð- um lokið. En málið er víst aðeins flóknara en svo, því miður. Það er nefnilega svo að þegar sveitarstjórnarmenn tala um ónýtta tekjustofna eru þeir að vísa til þess að ýmis sveitarfélög fullnýta ekki lögvarðar heimildir sínar til þess að leggja skatta á íbúa sína. Sum þeirra rukka til dæmis ekki há- marks útsvar og hafa ef til vill ekki lagt á hið margfræga holræsagjald. Þegar talað er um að sveitarfélag eigi „ónýtta tekjustofna“ er sem sagt verið að vísa til þess að því sé lagalega stætt á því að hækka skatta. Veruleikinn er auðvitað sá að hinir svonefndu ónýttu tekjustofn- ar eru alls ekki ónýttir. Fólkið í landinu er að nota fjármuni sína til þess að reka heimilin, ala upp börn- in og búa í haginn. Ef sveitarfélag tekur upp á því að nýta hina „ónýt- tu tekjustofna“ þarf að taka pening- ana af íbúunum, svo einfalt er það. Ég trúi því að það fólk sem situr í bæjarstjórnum á Íslandi vilji sveitarfélagi sínu allt hið besta og sé að reyna að láta gott af sér leiða. Og ég þakka þeim fyrir þeirra mikilvægu störf. En margt þessa fólks virðist hafa allt aðra sýn en ég á hlutverk sitt. Ég lít svo á að sveit- arfélög eigi að sníða sér stakk eftir vexti, rétt eins og heimilin í landinu þurfa að gera. Ef endar ná ekki saman þarf að skera niður útgjöld. Auðvitað eru nokkur sveitarfélög í landinu svo illa stödd að þau geta varla skorið niður útgjöld, nánast allar þeirra tekjur fara í verkefni sem þeim er lögskylt að sinna. En þar kann lausnin að vera fólgin í hagræðingu og umfram allt ráð- deild. Undir engum kringumstæð- um eiga slík sveitarfélög að fara út í áhættufjárfestingar með peninga íbúanna eins og því miður hefur gerst á Íslandi allt of oft. Við ykkur sem sitjið í sveitar- stjórnum vítt og breitt um landið hef ég þetta að segja: Ekki tala við okkur íbúana eins og við séum kján- ar. Ef þið teljið að lausnin á vanda sveitarfélagsins felist í skatta- hækkunum, segið það þá bara. Ekki fela ykkur á bak við frasa eins og „ónýtta tekjustofna“. Reynslan hef- ur sýnt að sterkust verða þau sveitarfélög sem gæta strangs að- halds í fjármálum og hafa það ætíð að markmiði að halda álögum í lág- marki og sníða sér stakk eftir vexti. Höfundur er formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR32 BRÉF TIL BLAÐSINS F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 NÝ SENDING Opið virka daga 10-18 Laugardaga 10-16 Mikið úrval Mörkinni 6. Sími 588 5518 Leðurúlpur Rússkinnsúlpur Dúnúlpur Pelskápur Hattar og húfur Ég er í 10. bekk í grunnskólanum í Búðardal. Eins og allir vita byrj- uðu grunnskólakennarar á Íslandi í verkfalli þann 20. sept. Og hef ég og fleiri nemendur verið skóla- laus í all nokkurn tíma. Þessi tími er mjög mikilvægur fyrir grunn- skólanemendur og allavega ekki síst fyrir nemendur í 10. bekk út af samræmdu prófunum. Mín skoðun er sú að fella eigi niður samræmdu prófin í 10. bekk, þetta ár ( vorið 2005, ) og frekar eigi að styðjast við vetrareink- unnina hjá nemendunum. Samkvæmt landslögum þá ber menntamálaráðuneytinu að sjá grunnskólanemendum fyrir þeirri menntun sem þeir eiga rétt á og tel ég að verið sé að fremja mann- réttindabrot á okkur. Þá er ég ekki að reyna að taka málstað kennara í verkfallinu, langt í frá, því sam- úð með grunnskólakennurum úti í samfélaginu er lítil. Því tala ég beint til háttvirtra alþingismanna og ráðherra og beini þessu erindi til þeirra. ■ Höfundur er grunnskólanemi. Austur-evrópska byltingin á Íslandi Kristján Sig. Kristjánsson skrifar: Það var um 1990 sem austur-evrópska byltingin barst til Íslands. Hún var svo friðsöm á Íslandi að deilt er um hvort hún hafi átti sér stað. Henni var komið þannig á að utanríkisráðherrann plataði óreyndan forsetisráðherrann þannig að áður en hann fékk ráð og rænu hafði ut- anríkisráðherrann læst landið inn í EES og látið þá hafa lykilinn. Helmingaskipta- regla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks- ins sem hafði verið í mótun alla öldina var komin í uppnám, þótt D- og B-listi færu saman í stjórn kom allt fyrir ekki, ekkert dugði, atvinnulífið og fjölmiðlarn- ir fóru í hendurnar á götustrákum, allar aðgerðir þessara lista hafa farið í handa- skol, (fjölmiðlalög t.d.). Fjárfestinga- bankinn fór í hundana, Búnaðar- og Landsbankinn sömuleiðis, Eimskipafé- lagið var rifið í sundur þrátt fyrir platsetu Kjartans Gunnarssonar og Einars Bene- diktssonar í Olís í bankaráði Landsbank- ans og efnahagsarmar stjórnarflokkana voru einfaldlega étnir af „Speedy Gonza- lez“ hins nýfrjálsa viðskiptalífs. Svona mun einnig fara með brölt D-listans með Símann og Skjá einn. Eins og títt er um þá sem lenda í roti ætla þeir aldrei að lenda aftur í roti; það skýrir andstöðu sumra gegn ESB. Þá erum við komin að olíumálinu, en það verður að skoða það mál í þessu samhengi. Í hálfa öld höfðu Shell, félag Sjálfstæðisflokksins, Esso, félag Fram- sóknarflokksins, og Olís, félag Alþýðu- flokksins, skipt olíumarkaðnum á milli sín eftir kjörfylgi. Þetta átti líka við alla aðra atvinnustarfsemi í landinu sl. 100 ár. Þeir sem ekki virtu þessa skiptingu voru umsvifalaust fangelsaðir, samanber Hafskipsmenn og smákaupmenn sem fóru út í frjálsa álagningu o.fl. Þeir voru „glæpamenn“ sinnar tíðar, „voru grunað- ir um að hafa ætlað að myrða Félaga Stalín“. Núna eru olíufélagsmenn úthrópaðir fyrir að hafa rekið sín félög af samvisku- semi innan settra reglna síns tíma og að- eins fram yfir þann tíma sem kalla mætti aðlögunartíma. Nákvæmlega sömu við- skiptahættir áttu við í öllum öðrum at- vinnurekstri; tryggingum, matvöru, út- gerð, fiskvinnslu, landbúnaði og verslun við útlönd. Austur-Evrópu var stjórnað á sama hátt nema þar var aðeins einn flokkur. Austur-Evrópu er í dag enn eins og Íslandi stjórnað af félögum úr gömlu kommúnistaflokkunum, þar eins og hér tíu árum seinna heyrðist talað um nýja tegund „glæpamanna“ á borð við olíu- forstjóranna. Ég veit ekki til þess að þar hafi neinn verið dreginn fyrir rétt og hlot- ið fangelsisdóm fyrir stjórn í atvinnulífinu á sovéttímanum. Jeltsín gekk líka í ölæði með Rússland inn í sitt „EES“ og eftir- manni hans hefur lítið gengið að snúa til baka. Þó fékk hann í gegn „fjölmiðlalög“ og hans „Jón Ásgeir“ situr inni. Það sýnir hug manna til málsins að það er ekki rætt sem viðskipti heldur sem stjórnmál. PRÓFTAKA Samræmdu prófin krefjast undirbúnings. Engin samræmd próf Hugmyndin um „ónýtta tekjustofna“ HAFSTEINN ÞÓR HAUKSSON LÖGFRÆÐINGUR UMRÆÐAN TEKJUR SVEITARFÉLAGA SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Saman deilum við völdum í lýð- ræðissamfélagi í formi kosn- ingaréttar en við útilokum börn frá þessu valdi. Torfi H. Tulinius prófessor spyr hvort við ættum ekki að færa börnunum hlutdeild í valdinu með því að gefa þeim kosn- ingarétt og svarar hann hér þeirri spurn- ingu og þeim mótrök- um sem hugmyndinni mætir. Réttur barna bættur Ég kynntist þessari hugmynd í bók eftir félagsfræð- inginn Stein Ringen þar sem hann færði rök fyrir því að ef börn fengju kosn- ingarétt myndi það bæta hag þeirra í sam- félaginu. Rann- sóknir sýna að hvernig gæðum er skipt í sam- félaginu fer að einhverju leyti eftir kosninga- rétti. Í flestum lýðræðissam- félögum fer t.d. miklu meira í umönnun aldr- aðra heldur en í umönnum barna og þó að ég geti ekki staðhæft um stöðu mála hérlendis, þá áætla ég að við séum á svipuðu róli og önnur lönd. Eina haldbæra skýringin á þessu að mati Ringen er sú að börn hafa ekki kosningarétt. Þá væri ekkert verkfall Stjórnmálamenn, sem ráða því hvernig gæðunum er skipt, verða að standa reikningsskil af gerðum sínum gagnvart eldra fólki en ekki gagnvart börnum. Stórt skref í rétta átt væri að gefa börnum kosningarétt. Hugsanlega hefði staða eins og við stöndum frammi fyrir núna með áframhaldandi verkfall grunnskólakennara, aldrei orðið til því það væru miklu meiri peningar í þessum geira. Til þess að bæta rétt barna og stöðu þeirra tel ég vel koma til greina að gefa þeim kosninga- rétt, jafnvel við 12 ára aldur, því þá tel ég að börn séu orðin nægi- lega þroskuð til að vita af heim- inum í kringum sig og ættu að geta tekið skynsamar ákvarðan- ir. Það hefur alltaf verið þannig að það hefur þurft að færa kosn- ingaréttinn út til hópa áður en staða þeirra hefur verið bætt. Vitsmunaþroski barna nægur Margir telja þó að börn búi ekki yfir nægilegum vitsmunaþroska eða hafi nægilega dómgreind til að bera til þess að geta tekið ákvörðun í kosningum. Einnig eru börn líklegri til að láta stjórnast af öðrum en fullorðnir. Það vill svo til að rök af þessu tagi eru nákvæmlega þau sömu og hafa alltaf verið notuð þegar kosningarétturinn hefur verið færður út til nýrra þjóðfélags- hópa. Fyrst var rétturinn bara í höndum eignamanna en færðist svo til eignalausra, kvenna, undirokaðra kynþátta og svo framvegis. Auk þess er vafa- samt að meta rétt fólks til að kjósa eftir vitsmuna- þroska. Eini mun- urinn á börnum og þessum hópum er að börnin munu jú fá kosningarétt í fyllingu tím- ans og því mætti segja að við getum hæglega hlíft þeim við því að hafa áhyggjur að gangi mála í samfélaginu. En þessi f o r r æ ð i s - hyggjurök af þessu tagi hafa einnig verið notuð gegn öðrum hópum. Sjálfræði og kosningaraldur fylgjast ekki að Kosningaréttinum þarf ekki að fylgja sjálfræði og ég tel ekki þörf á því að öll réttindi þurfi að miðast við sama aldur, enda er það ekki alltaf þannig. Fengju börn á aldrinum 12 til 17 ára kosningarétt myndi það án efa bæta hag þeirra en þau eru að sönnu svolítið utangarðs í þjóð- félaginu. Þegnar lýðræðissam- félagsins eiga að deila valdinu jafnt og það gildir einnig um börn. Barnafjölskyldur sem eru til dæmis með 3 börn undir kosningaldri eru ekki með eðli- lega hlutdeild í valdinu, og ekki nóg að hafa þessi tvö atkvæði fyrir alla. Þá mætti spyrja hvort foreldrarnir eigi ekki að fara með atkvæði barna sinna. Miða við 12 ára aldur Það er hæpið af ýmsum ástæð- um, til dæmis ef foreldrarnir kjósa ekki sama flokk eða ef um flóknar samsettar fjölskyldur er að ræða. Mér finnst réttara að leyfa börnum frá 12 ára aldri að koma að sameiginlegri ákvarðanatöku í samfélagi með því að gefa þeim sinn kosninga- rétt. ■ Börn hafa nægan þroska til að kjósa HUGMYNDIR OG KENNINGAR ÆTTU BÖRN AÐ HAFA KOSNINGARÉTT? TORFI H. TULINIUS PRÓFESSOR Til þess að bæta rétt barna og stöðu þeirra tel ég vel koma til greina að gefa þeim kosn- ingarétt, jafnvel við 12 ára aldur, því þá tel ég að börn séu orðin nægilega þroskuð til að vita af heiminum í kringum sig og ættu að geta tekið skynsamar ákvarðanir. ,, STEFÁN GUNNAR STEFÁNSSON SKRIFAR UM KENNARAVERKFALLIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.