Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 87
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 51 Kröftugar myndir Kristínar Eiríksdóttur Sigurður Guðmundsson myndlistar- maður hefur sagt að það sem ráði úrslit- um um góða listamenn séu ekki bara hæfileikar, kunnátta eða innblástur, heldur öðru fremur óslökkvandi þörf fyrir að tjá sig; ekkert getur stöðvað löngun þeirra til að klæða sköpun sína í listrænan búning. Og það ræður úrslit- um um framtíð bókmenntanna að ungt fólk klæði hugsun sína í orð – því far- vegir listarinnar eru margir og misjafn- lega fjölfarnir hverju sinni. Ljóðlistin er algengasta upphaf bókmenntasköpunar og góður mælikvarði á hvert hugurinn stefnir. Á áttunda áratugnum var ungt fólk að yrkja; tugir ljóðabóka komu út á hverju ári í sjálfsútgáfu auk þeirra sem forlögin gáfu út. Á tíunda áratugnum virtist mun minna um að ungt listafólk glímdi við kvæðagerð, kannski voru allir búnir að fá nóg af of löngum ljóðlínum og engum bragarhætti, einsog Nóbels- skáldið orðaði það eitt sinn. En það er aldrei óhætt að segja and- látsfréttir af bókmenntagreinum: Á allra síðustu árum hefur ungt fólkt aftur tek- ið til við að semja ljóð; hist, lesið upp, gefið út saman, stundað neðanjarðar- starfsemi eins og Medúsu hópur Sjóns og félaga forðum. Anga af þeirri sköpun mátti sjá í ljóðasamkeppni Fréttablaðs- ins og Eddu, þar sem margt skemmti- legt leit dagsins ljós og víða hattaði fyrir talenti. Sigurvegari keppninnar, Kristín Eiríksdóttir (f. 1981), hefur nú sent frá sér bók sem heitir Kjötbærinn og mynd- skreytir hana sjálf. Þessa bók, eða kver, er hins vegar allt eins hægt að kalla sögu; eina kvæðið í bókinni með stutt- um línum og bragarhætti er tilvitnun í sjómannasöng eftir Magnús Eiríksson. Kjötbærinn á brotakennda sýn og sterkt, persónulegt myndmál sameiginlegt með ljóðum, en þegar brotunum hefur verið raðað saman hefur lesandinn þá tilfinningu að það sé verið að segja honum sögu: Sögu af heitu ástarsam- bandi sem splundraðist, af vaxandi ein- semd og ofsóknaræði, af þeirri óendan- legu fjarlægð sem getur orðið milli tveggja einstaklinga. Þetta er saga Kötu og Kalvins og þó mest Kötu sem segir um sig: „Ég heiti Kata og er föl sökum inniveru, einræn sökum einveru inniveru ímyndunarveik- ur sendiboði sannleikans ung og ást- fangin.“ Sagan er sögð með sterkum myndum og kallast sumar skemmtilega á við aðrar bækur. Þannig hélt sögumað- urinn í Inferno eftir Strindberg, þessu nú- tímalega og þó aldargamla meistaraverki paranojunnar, líka að nágranni hans væri að ofsækja hann með rafmagni. Slíkar myndir hjálpa okkur lesendum að skynja hvernig Kata missir tök á vitund sinni; jakuxinn sem Kalvin er að ímynda sér í upphafi nær yfirhöndinni áður en yfir lýkur. Kannski var hún bara venjuleg stelpa í venjulegri blokk sem djöflar hug- arfylgsnanna náðu smám saman valdi á. Það er kraftur í þessari yfirlætislausu bók og lesandinn finnur að höfundurinn þarf að segja þessa sögu – og það skiptir öllu. Kristín hefur sjálf myndskreytt bókina, einkum þóttu mér rafmagns- snúrurnar og ónýtu innstungurnar flottar en ég var meira efins um kápumyndina. Kristín Eiríksdóttir hefur sýnt að hún var verðugur verðlaunahafi og á að halda áfram að skrifa. Og ef hún lætur ekkert stöðva þörfina fyrir að tjá sig, bíður hennar björt framtíð í listinni. BÓKMENNTIR HALLDÓR GUÐMUNDSSON Kjötbærinn Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Útgefandi: Bjartur Vinningar fyrir 10 frumlegustu pakkana: • 10 ársárskriftir að bókum frá Hugmyndabanka heimilanna • 10 gjafabréf með úttektum í versluninni Föndru Aukavinningar fyrir heppna þátttakendur: • Farseðill fyrir tvo til London með Iceland Express • 100 bækur frá Hugmyndabanka heimilanna Áskriftarsími 522-2100 Lestu meira um leikinn á klubbar.is eða á heimasíðu Innlits-útlits á s1.is! Hugmyndabanki heimilanna og verslunin Föndra leita að frumlegasta jólapakkanum 2004. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í þessum skemmtilega leik og er fjöldi vinninga í boði. Þátttakendur eru beðnir um að taka mynd af eigin pakka og senda til okkar í tölvupósti á hugmyndabanki@edda.is fyrir 5. desember nk. Einnig er hægt að senda útprentaðar myndir á heimilisfangið: Dómnefnd velur 10 frumlegustu pakkana og verða úrslit tilkynnt 14. desember. Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út og fær hann farseðil til London fyrir tvo með Iceland Express. Ta kt u þ át t í sk em m til eg um le ik! Dalvegi 18 • Kópavogi s. 568-6500 • www.fondra.is Hugmyndabanki heimilanna Suðurlandsbraut 12 108 Reykjavík Skilafrestur til 5. desember nk. edda.is JPV útgáfa hefur sent frá sér skáld-söguna Dauðans óvissi tími eftir Þráin Bertelsson. Víkingur Gunnars- son, yfirlögreglu- þjónn hjá rann- sóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík, þarf að upplýsa hrottaleg morð, bankarán og fleiri glæpi. Blóði drifin slóð þessara atburða liggur aftur til fortíð- ar þegar íslenskur athafnamaður stofnaði skipafélag sem fór á haus- inn. Hér fjallar höfundur um alkunna atburði sem öll þjóðin hefur velt fyr- ir sér og talað um. Kveikja þess ófrið- arbáls sem brennur á síðum þessar- ar bókar er raunverulegir atburðir. En sögupersónur sem logarnir umlykja eru hugarfóstur höfundar og eiga sér engar fyrirmyndir, lifandi eða dauðar. Hjá Vöku-Helgafelli er komin útMálsvörn og minningar eftir Matthías Johannessen. Málsvörn og minn- ingar er uppgjör Matthíasar við sam- tíma sinn. Hann var í áratugi í eldlínu þjóðfélagsumræð- unnar sem ritstjóri Morgunblaðsins . Nú horfir hann á vígvöllinn úr fjar- lægð sem veitir honum færi á að greina og túlka það sem hann sér. Hér er fjallað um skáldskap og trú, mennsku og list, stundlegan gróða og varanleg gildi, uppruna, rætur, tungumál og fjölmiðla nútímans. Ljóð og sendibréf, samtöl og ádrep- ur, allt fellur í einn farveg og mótar áhrifaríka málsvörn skáldsins sem hefur staðið af sér hryðjur og storma og hefur margs að minnast. Hjá Máli og menningu er kominút skáldsagan Fólkið í kjallaran- um eftir Auði Jónsdóttur. Klara ólst upp við frjálslyndi hippa- foreldra og átti skrautlega æsku, en er nú í sambúð með ungum manni á uppleið. Ákveðin atvik verða til þess að hún gerir upp við hugsjónir foreldr- anna, jafnframt því sem hún tekst á við gildismat eig- in kynslóðar. Um leið uppgötvar hún nýjar hliðar á sjálfri sér og eigin lífi. Fólkið í kjallaranum er kraftmikil skáldsaga sem brýtur til mergjar ýmsar venjubundnar hugmyndir um lífið og tilveruna og knýr lesanda til afstöðu. Hjá Máli og menningu er kominút bókin Fífl dagsins eftir Þorst- ein Guðmundsson. Þegar Siggi Tex, frægasti Íslending- ur samtímans, flyt- ur inn í stigagang- inn hjá sögumanni með undurfagurri konu sinni tekur líf hans hamskiptum. Hann gerbreytist. Fífl dagsins er fyndin, sárgrætileg og algerlega raunsæ saga um okkar tíma hér og nú. Hún er skemmti- harmsaga sem kallast jafnt á við Kafka sem Leiðarljós, Séð og heyrt sem Being John Malkovich. Fífl dagsins er fyrsta skáldsaga Þorsteins Guðmundssonar. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.