Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 55
Um þessar mundir er haldið upp á 50 ára af- mæli Torres Sangre de Toro og Torres Vina Sol, mest seldu vína Spánar. Þegar vín- gerðarmaðurinn Miguel Torres hóf víngerð fyrir hálfri öld var nær allt vín sem framleitt var í Katalóníu selt í tunnum til annarra framleiðanda og ekki mikil virðing borin fyrir því. Torres vildi gera vín með sterkum einkennum Spánar og valdi því nafnið nautablóð, Sangre de Toro. Í áratuganna rás hefur breyst mikið í takt við stöðugar framfarir í víngerð en Torres er þakkað það að hafa nánast einsömlum tekist að umbylta spænskri vín- gerð og koma henni í fremstu röð í heiminum. Torres Sangre de Toro Sterkur kryddilmur Mið- jarðarhafsins, með votti af sólberjailmi, einkennir þetta vín. Ljúf áferð tanníns er það sem menn verða fyrst varir við og svo kemur ber- lega í ljós ljúft bragð af lakkrís og dökkum berjum. Vínið hefur hlotið mjög góðar viðtökur og vann meðal annars gullverðlaun á „International Wine & Spirit Competition“. Hentar einkar vel með steikum og pottréttum en einnig með hefðbundnum spænskum réttum sem og ýmsum grillmat. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1.190 kr. Torres Vina Sol Ilmur af ferskum vín- berjum, ásamt þroskuð- um banönum, rósum og rósmarín einkennir þetta vín, sem er ákaflega létt og örlítið sætt. Hentar einstaklega vel með sjáv- arfangi, sérstaklega þorski og sil- ungi, en einnig skelfiski eða fiski með sætum sósum. Að auki er vínið tilvalið með mjúkum ostum og salati. Torres Vina Sol fékk nýverið 82 stig hjá hinu virta víntímariti Wine Spectator. Fæst í Heiðrúnu og Kringl- unni og kostar 990 kr. ● Holl vínráð! Verið óhrædd að smakka nokkrar tegundir af vínum og finnið bestu sam- setninguna. Gott er að vera með nokkur glös og skilja smálögg eftir í hverju glasi og bera saman. Þar hefur nefið mest að segja, það segir mun meira um vínin í samanburði að lykta af þeim frekar en að smakka þau í belg og biðu. Ef þið eruð nokkur saman að borða, hvort sem er heima eða á veitingastað, fáið ykkur nokkrar ólíkar tegundir. Það er mikill misskilningur að blöndun ólíkra tegunda af léttvíni ein og sér valdi óþægindum daginn eftir, yfirleitt er það nú magnið sem ræður mestu þar um. Þar sem víðar gildir hið forna að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Plasttappar þurfa ekki að bera vott um að vínið sé ekki nógu vandað. Það hafa orðið miklar framfarir í tappagerð undanfarin ár. Gamli korktappinn ber í raun vott um mikla íhaldssemi. Þvoið ekki kristalsglös upp úr sápu, látið volgt vatn duga og pólerið vel. Sápan drepur vínið. Gott er að nota kalt vatn til að ná miðanum af flöskunni ef að þið viljið geyma miðann til að muna eftir víninu. Geymið flöskur á hlið þannig að ekki myndist lofthólf milli tappa og víns í flöskunni. Ekki geyma flöskur þar sem er mikill hitamismunur, fáir staðir eru verri en fyrir ofan ísskápinn til dæmis. Oft er besti staðurinn í íbúðinni innst í fataskápnum þar sem lítil hreyfing er á hlutunum, hiti breytist lítið og ljós á ekki greið- an aðgang. Bjór og kampavín á undan og eftir matn- um. Frábært fyrir maga- sýrurnar. En ekki of mik- ið! Reynið að skrúfa upptakaranum aðeins á ská ofan í tappann, ekki beint ofan í því ef að tappinn er þurr er minni möguleiki á að hann brotni ef upptakar- inn fer á ská í gegnum hann. Mikið er af vondum upptökurum á markaðnum, jafnvel dýrum. Best er að nota upptak- ara sem eru með reglulega gormlögun en eru ekki steyptir með kjarna í miðj- unni eins og algengt er. Þetta sjáið þið með því að horfa í gegnum endann á gorminum, ef sést bein leið í gegn er gormurinn réttur en ef ekki sést í gegn þá er hann líklega með kjarna og kemur til með að þrýsta tappanum meira en góðu hófi gegnir til hliðanna. Þetta veldur því að tappinn stoppar í flösku- stútnum og brotnar auðveldlega. F219FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 R E S T A U R A N T w w w . v o x . i s ...nýr ómótstæðilegur matseðill með villibráðarívafi Sýnishorn af matseðli: Restaurant/Bistro Kryddjurtahjúpað hreindýracarpaccio með jarðsveppasósu og geitasosti. Villigæsabringur með steiktum eplum, pistasíum og rauðkáli. Framreitt með timían, krydduðum rjóma og bláberjasósu. Skyrfrauð “Tahiti” vanillukryddað með sultuðum bláberjum og pistasíu-crumble. Opið: V o x R e s t a u r a n t 1 1 : 3 0 - 1 4 : 0 0 / 1 8 : 3 0 - 2 2 : 3 0 V o x B i s t r o 1 1 : 3 0 - 2 2 : 3 0 VOX er fyrsta flokks veitingastaður þar sem metnaður, ferskir straumar og besta fáanlega hráefni mætast. Staðurinn skiptist í Bistro með áherslu á létta, nútímalega matreiðslu, og svo A la Carte restaurant þar sem leitast er við að gera hverja máltíð að einstakri upplifun. Vox Restaurant N o r d i c a H o t e l S u ð u r l a n d s b r a u t 2 1 0 8 R e y k j a v í k S í m i : ( + 3 5 4 ) 4 4 4 - 5 0 5 0 i n f o @ v o x . i sKÖ- H Ö N N U N / P M C TORRES50 ára afmæli nautablóðsins frá Torres
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.