Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.11.2004, Blaðsíða 28
28 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Norðurheimskautið aldrei hlýnað hraðar Vísindamenn eru sammála um hlýnun Norðurheimskautsins og spá umfangsmiklum breyting- um sem áhrif hafa á veðurfar um heim allan. Norðurheimskautsís bráðnar, Grænlandsjökull minnkar og sjávarborð hækkar. Hér gætu fiskveiðar aukist. Örar loftslagsbreytingar ógna lífsskilyrðum bæði dýra og manna í grennd við Norðurheim- skautið þar sem gróðurhúsaáhrif valda því að hlýnar nær tvöfalt hraðar en annars staðar á jörð- inni. Aukinn áhrif gróðurhúsa- lofttegunda eiga svo eftir að valda enn meiri hlýnun, að því er fram kemur í alþjóðlegri rann- sókn um 300 vísindamanna sem staðið hefur síðustu fjögur ár. Rannsóknarverkefnið ACIA (Arctic Climate Impact Assess- ment) var sett af stað árið 2000 á ráðherrafundi Norðurheims- kautsráðsins í Point Barrow í Alaska. Verkefnið var sett upp sem samstarfsverkefni undir- stofnana Norðurheimskautsráðs- ins og fleiri stofnana. Á morgun lýkur í Reykjavík alþjóðlegri ráðstefnu ACIA sem hófst á mánudag. Á ráðstefnunni er fjallað um loftslagsbreytingarn- ar kringum Norðurheimskautið og umhverfis- og félagslegar af- leiðingar þeirra. Í kjölfar ráð- stefnunnar funda svo utanríkis- ráðherrar ríkjanna átta sem að Norðurheimskautsráðinu standa. Næstu hundrað árin er búist við hraðari loftslagsbreytingum sem stuðla að stórfelldum breyt- ingum á umhverfi og flestum sviðum mannlífs. Rannsóknin sýnir að sumar þessara breyt- inga eru þegar hafnar. Fyrir árið 2100 er búist við að Norðurheim- skautssvæðið hlýni um 4 til 7 gráður á Celsius til viðbótar og að minnsta kosti helmingur sum- aríss Norðurheimskautsins bráðni, ásamt stórum hluta ís- hellunnar yfir Grænlandi. Í loka- skýrslu ACIA segir að ein afleiðinganna sé að sjávarborð hækki um heim allan. Spáin byggir á hóflegri áætlun um aukningu koltvísýrings og ann- arra gróðurhúsalofttegunda þar sem teknar eru inn niðurstöður frá fimm mismunandi spám um þróun veðurfars. Aukin fiskveiði „Fólk á Norðurskauti finnur nú fyrir áhrifum alheimshlýnun- ar,“ segir Robert Corell, formað ur alþjóðlega rannsóknarhóps- ins. „Yfir Norðurheimskautið ganga nú einhverjar hröðustu og umsvifamestu loftslagsbreyting- ar jarðarinnar og gera má ráð fyrir að áhrifa þeirra eigi eftir að gæta í mjög auknum mæli á komandi árum.“ Á blaðamanna- fundi sem haldinn var við upphaf ráðstefnunnar í Reykjavík sagði Corell að þótt vísbendingar hafi verið um hvert stefndi hafi hraði breytinganna verið mun meiri en ráð var fyrir gert. Hér á landi gerir úttekt rann- sóknarteymisins ráð fyrir hófleg- um áhrifum sem sumar gætu jafn- vel bætt lífsskil- yrði. Gert er ráð fyrir að loftslag á Íslandi og við Grænland hlýni næstu hundrað árin um 2 til 3 gráður á Celsius, en slík breyting gæti eflt þá fiski- stofna sem mikil- vægastir eru fyrir hagkerfi þjóðanna, svo sem þorsk og síld. „Við Norður- heimskautið eru veidd um 20 prós- ent af heildarfiskafla heimsins. Afleiðingar loftslagsbreyting- anna á veiðarnar velta á því hversu umfangsmiklar og hraðar þær verða,“ sagði Hjálmar Vil- hjálmsson, sérfræðingur Haf- rannsóknastofnunarinnar og einn meðhöfunda ACIA-skýrsl- unnar. „Hófleg hlýnun hefur já- kvæð áhrif á mikilvægustu fiski- stofnana, svo sem síld, þorsk, ufsa og fleiri tegundir, en hefur um leið slæm áhrif á kaldsjávar- tegundir,“ sagði hann og benti á að í upphafi tuttugustu aldar hefði ekki verið neinn þorsk að finna við Grænland, en upp úr 1920 og 1930 hefði þar verið fullt af þorski eftir að hlýindaskeið gekk yfir. „Gangi spáin um þessa vægu hlýnun hér eftir gæti út- flutningsverðmæti Grænlands tvöfaldast vegna aukinna veiða og landið því komist af án stuðn- ings frá Danmörku.“ Meðal þess sem er spáð er að sjór hækki um 10 til 90 sentí- metra vegna bráðnunar íshett- unnar yfir Grænlandi og Norðurheimskautinu. Robert Corell segir að miðað við það sem hann hefur sjálfur orðið vitni að um hraða bráðnunar Grænlandsjökuls ætti fremur að gera ráð fyrir að hækkun sjávar verði í efri mörkum þess sem spáð hefur verið, eða jafnvel enn meiri. „Við höfðum ekki séð fyrir hvað Grænland skiptir miklu máli þegar kemur að hækkun sjávarborðs,“ sagði Robert Cor- ell. Skýrsla rannsóknarhópsins gerir ráð fyrir að sjór gangi um 50 metra á land á flatlendi við hverja 50 sentímetra hækkun sjávarborðs. Slík hækkun ein kæmi til með að hafa veruleg áhrif á strandbyggðir landsins, Á ÞOTU Í SNJÓNUM Ole Scheffler, tveggja ára gamall drengur, rennir sér á sleða í austanverðu Þýskalandi nærri Oberhof. Fyrsti snjór vetrarins olli í gær vandræðum í umferðinni á nokkrum stöðum í suðurhluta landsins. Gert er ráð fyrir að umfang septemberíssins yfir Norðurheimskautinu, sem þegar hefur minnkað mikið, dragist enn frekar saman næstu áratugina. Myndirnar þrjár hér að ofan sýna meðaltal fimm útreikninga um framtíðarbráðnun sem gerðir hafa verið eftir mismunandi veðurfarsforsendum. Eftir því sem líður á öldina fjarlægist ísröndin strendur landanna við Norðurheimskautið og lengra inn á Norðuríshafið. Sumar spár gera ráð fyrir því að á þessari öld hverfi sumarís nær alveg af Norðurheimskautinu. Niðurstöður skýrslu ACIA Hærri meðalhiti Meðalhiti yfir vetrartím- ann hefur hækkað um allt að 3 til 4 gráð- ur á Celsius í Alaska, Vestur-Kanada og Austur-Rússlandi síðustu 50 árin. Næstu hundrað árin er gert ráð fyrir að meðalhit- inn hækki um 4 til 7 gráður til viðbótar. Sumarís hverfur Gert er ráð fyrir að sumarís yfir Norðurheimskautinu minnki um helming fyrir lok aldarinnar og gera sumar spár ráð fyrir að hann hverfi nær alveg. Afleiðingarnar verða að líkindum afdrifaríkar fyrir dýr sem lifa á ísnum og fyrir þá hópa fólks á svæðinu sem byggja afkomu sína á veiðum þeirra. Jöklar bráðna Hlýrra loftslag á Grænlandi ýtir undir örari bráðnun íshellunnar yfir landinu þannig að sjávarborð hækkar örar en áður. Til lengri tíma litið nægir vatnsmagn sem bundið er í Grænlands- jökli til þess að hækka yfirborð sjávar um eina 7 metra. Dýr í hættu Fari svo að Norður-Íshafið verði alveg laust við ís yfir sumartímann er líklegt að ísbirnir og sumar tegundir sela sem á ísnum lifa komi til með að deyja út. Byggðir í hættu Sjávarbyggðir og önnur mannvirki á norðurslóðum verða í meiri hættu vegna flóða og veðurskemmda eft- ir því sem sjávarborð hækkar, hafís minnkar og sífreðin landsvæði þiðna. Breyttur heimur Næstu hundrað árin verða loftslagsbreytingarnar hraðari en verið hefur og stuðla þannig að stórfelld- um breytingum á lifnaðarháttum fólks og vistkerfi dýra og ýta undir hagkerfisbreyt- ingar og samfélagsbreytingar á fjölda sviða. Fram kemur að margar þessara breytinga eru þegar byrjaðar. MERKI RANNSÓKNARHÓPSINS Kallað var eftir viðamikilli úttekt á loftslags- breytingum á norðurslóðum árið 2000 og skipað í alþjóðlegt rannsóknarteymi með um 300 vísindamönnum. Norðurslóðir: Kallað á rannsóknir NÁTTÚRUFAR Norðurheimskautsráðið og Alþjóðleg vísindanefnd um Norð- urheimskautið (International Arctic Science Committee, eða IASC) köll- uðu eftir úttektinni á áhrifum og umfangi loftslagsbreytinga á norð- urslóðum fyrir fjórum árum síðan. Norðurheimskautsráðið er vett- vangur stjórnvaldssamskipta þjóð- anna átta við Norðuheimskautið, en það eru Kanada, Danmörk/Græn- land/Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríki Norður-Ameríku. Þá eiga þátt í Norðurheimskautsráðinu sex samtök innfæddra hópa sem búa við Norðurheimskautið. Alþjóðlega vís- indanefndin um Norðurheimskautið er hins vegar alþjóðleg vísinda- stofnun sem vísindaakademíur átján þjóðríkja skipa í. - óká Ráðstefna um hlýnun á norðurslóðum: Ráðherrarnir taka ákvörðun um aðgerðir vegna hlýnunar NÁTTÚRUFAR „Ákvörðun um næstu skref verður tekin á ráðherra- fundinum 24. nóvember næst- komandi,“ segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofn- unar, um hver áhrif niðurstaðna alþjóðlega rannsóknarhópsins um hlýnun á norðurslóðum verða. Helgi er jafnframt formaður AMAP-vinnuhópsins sem er undir stjórn Norðurheimskautsráðsins og er einn hópanna sem falið var að vinna skýrsluna um hlýnun við Norðurskautið. Fundurinn sem Helgi vísar til er fundur utanríkisráðherra ríkj- anna átta sem mynda Norðurh- eimsskautsráðið, en á honum verða rædd viðbrögð við skýrslu ACIA um áhrif hlýnunarinnar sem fyrirséð er. „Við vitum ekki hvaða ákvarðanir verða teknar á þeim fundi, hvort rannsóknir verða auknar eða hvort ákveðið verður að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Þessar ákvarð- anir eru algjörlega á hendi ráðherranna. Við leggjum bara fram gögnin um hvað komi til með að gerast verði ekkert að gert,“ bætti hann við. Í inngangi skýrslu vísindamannanna kemur fram að um sé að ræða hóflega framtíðar- spá um aðstæður sem byggi á fyrirliggjandi gögnum, en ekki lýsingu á verstu aðstæðum sem uppi gætu orðið. - óká ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING LOFTSLAGSBREYTINGAR Á NORÐURSLÓÐUM M YN D /A C IA - C LI FF O R D G R AB H O R N 2010-2030 2040-2060 2070-2090 Spá um ísröndina við Norðurheimskautið ,,Yfir Norður- skautið ganga nú einhverjar hröðustu og umsvifamestu loftslagsbreyt- ingar jarðar- innar og gera má ráð fyrir að áhrifa þeirra eigi eftir að gæta í mjög auknum mæli á komandi árum. Hringurinn sýnir stöðu ísrandarinnar í september 2002. Á FUNDI Í REYKJAVÍK Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, stýrði fundi þar sem skýrsla ACIA var kynnt við upphaf ráðstefnu í Reykjavík. Við borðið situr Hjálmar Vilhjálmsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunarinnar og einn meðhöfunda skýrslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.