Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 89

Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 89
FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 Kvikmynd Carls Theodors Dreyer um Píslarsögu Jóhönnu af Örk þykir ein fegursta og magnaðasta afurð þögla tímabils- ins í kvikmyndasögunni. Þessi mynd verður sýnd í Háskólabíói í kvöld við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. „Þessi mynd er algjört tíma- mótaverk og bautasteinn norrænu gullaldarinnar frá þessu tíma- bili,“ segir Oddný Sen kvik- myndafræðingur, sem hefur skipulagt hina árlegu kvikmynda- tónleika Sinfóníuhljómsveitarinn- ar undanfarin ár. „Carl Theodor Dreyer var helsti frumkvöðull Dana á þögla tímabilinu, en hann er líka ein- hver vanmetnasti leikstjóri sem um getur. Á sextíu ára ferli gerir hann held ég aðeins fjórtán myndir, í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Frakklandi, og notar byltingarkenndar aðferðir sem höfðu ekki verið notaðar áður í kvikmyndum.“ Þar má nefna mikla notkun nærmynda og sérstakt samspil ljóss og skugga, sem Dreyer notar til að skapa ákveðna dulúð og um leið til að ná fram raunsæisblæ. „Þetta hefur verið kallað transcendental cinema, sem þýða má sem handanveruleikabíó. Dreyer er þar fremstur á blaði ásamt japanska kvikmyndaleik- stjóranum Ozu og franska leik- stjóranum Robert Bresson.“ Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur orðið fyrir miklum áhrifum af Dreyer og stundum beitt aðferðum þessa frumkvöð- uls í myndum sínum. Myndina um Jóhönnu af Örk gerði Dreyer í Frakklandi árið 1928 með Maríu Falconetti í hlut- verki hinnar heittrúuðu Jóhönnu sem fór í fararbroddi Frakka í baráttu gegn bresku her- námsliði. Dreyer fjallar þó í mynd sinni einkum um trúarlíf Jóhönnu og réttarhöldin yfir henni. Saman- burður við Píslarsögu Jesú Krists, sem Mel Gibson sendi frá sér ný- verið, hefur óneitanlega skotið upp kollinum. Myndin er sýnd í endurgerðri útgáfu með nýrri og undurfag- urri tónlist eftir bandaríska tón- skáldið Richard Einhorn. Flytj- endur ásamt Sinfóníuhljóm- sveitinni eru sönghópurinn Hljómeyki ásamt fjórum ein- söngvurum, þeim Hallveigu Rúnarsdóttur, Dóru Steinunni Pálsdóttur, Agli Árna Pálssyni og Keith Reed. ■ Gullaldarbíó með Sinfóníunni ■ KVIKMYNDATÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR Sweeney Todd Misstu ekki af SWEENEY TODD! Einhver magnaðasta sýning sem sést hefur á íslensku leiksviði Aðeins TVÆR sýningar eftir! Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Fös. 12. nóv. kl. 20 Sun. 14. nóv. kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala: www.opera.is og í síma: 511 4200 VINAFÉLAG ÍSLENSKU ÓPERUNNAR þakkar félags- mönnum stuðninginn á liðnum árum og hvetur þá til að missa ekki af þessari mögnuðu sýningu – munið afsláttarkjörin! KRINGLUKRÁIN UM HELGINA • Fjölbreyttur sérréttamatseðill öll kvöld vikunnar • Tilboðsmatseðill fyrir Leikhúsgesti • Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Borðapantanir í síma 568-0878 www.kringlukrain.is Stuðboltinn Herbert Guðmundsson ásamt Stuðbandalaginu um helgina Bjóðum einnig jólahlaðborð í sér sal fyrir hópa - virka daga jafnt sem um helgar Sýningardagar: söngkabarett Nánari upplýsingar í síma 533-1100 og á www.broadway.is Miðasalan opin alla virka daga til kl. 18:oo Frábærar viðtökur og nú fara borðin hratt Þarftu að vita meira? Núer bara að hringja og panta! „Með næstum allt á hreinu" Hjálmar Hjálmarsson, Andrea Gylfa, Valur Freyr, Jónsi, Margrét Eir, Linda Ásgeirs og margir fleiri Tvímælalaust eitt besta jólahlaðborðið -ein skemmtilegasta sýningin og eitt besta verð sem boðið er uppá í ár: Verð frá 4.800 krónum Býður nokkur betur? Jólahlaðborð „Með næstum allt á hreinu“ og dansleikur Á föstudagskvöldum: Hljómsveitin Hunang Á laugardagskvöldum: Í svörtum fötum Jólahlaðborð: 19. nóvember, fá borð laus 20. nóvember, fá borð laus 26. nóvember, fá borð laus 27. nóvember, uppselt 3. desember, fá borð laus 4. desember, fá borð laus 10. desember 11. desember Sýningar: 20. nóvember 27. nóvember, uppselt 4. desember, fá borð laus 11. desember JÓHANNA AF ÖRK Hið stórbrotna meistaraverk Carls Dreyer verður sýnt í Háskólabíói í kvöld við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. GUÐLAUG DRÖFN ÓLAFSDÓTTIR Syngur djass á Hótel Borg í kvöld. Djass á Borginni Á hverju fimmtudagskvöldi, eða svo gott sem, má ganga að því vísu að úrvalsdjasstónlist hljómi í Gyllta salnum á Hótel Borg. Í kvöld er það Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir söngkona sem stígur á stokk ásamt hljómsveit sinni, sem er skipuð þeim Ásgeiri Ásgeirs- syni gítarleikara, Vigni Þór Stef- ánssyni píanóleikara, Róbert Þór- hallssyni bassaleikara og Pétri Grétarssyni trommuleikara. „Við ætlum að flytja endurút- setta djassstandarda, en sumt af þessu er poppvafið,“ segir Guðlaug. Á efnisskránni eru lög eins og Love for Sale eftir Cole Porter, April in Paris eftir V. Duke og Old Devil Moon eftir B. Lane ásamt dægurlagasmellum eftir Bítlana og Van Morrison. „Þetta er ekki neitt rokk og ról, en allt frá því að vera rólegt upp í það að fólk getur dillað sér í stól- unum.“ Guðlaug er ein fjölmargra Ís- lendinga sem á undanförnum árum hafa stundað nám í djass- tónlist í Hollandi. Guðlaug kom heim frá námi fyrir ári og hefur verið að hasla sér völl í tónlistar- heiminum hér á landi. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.