Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 6
6 3. september 2004 FÖSTUDAGUR
LÁN Útlán Íbúðalánasjóðs, vegna
ýmissa kaupa á fasteignum og
vegna viðhalds og endurbóta á
eignum, námu samtals um 482
milljörðum króna í júnílok og höfðu
þau hækkað um 37 milljarða frá
áramótum. Um áramótin námu
heildarútlánin um 445 milljörðum
króna og höfðu þá útlánin hækkað
um 52 milljarða allt árið.
Til samanburðar má geta þess að
útlán KB banka námu í árslok 2003
um 350 milljörðum, og er þar vita-
skuld um fleiri lán að ræða en lán til
íbúðakaupa. Heildarútlán Íslands-
banka námu 315 milljörðum og útlán
Landsbanka Íslands 326 milljörðum.
Ef að líkum lætur eiga útlán banka
og sparisjóða eftir að aukast, nú
þegar þeir hafa boðað sókn inn á
fasteignalánamarkað.
Í tengslum við tíðindi á lána-
markaði undanfarið hafa þær radd-
ir gerst háværari að Íbúðalánasjóð-
ur hafi misst tilgang sinn. Af ofan-
greindum tölum að dæma virðist þó
blasa við að sjóðurinn hafi skotið
nokkuð djúpum rótum í samfélag-
inu og að það yrði hægara sagt en
gert að leggja hann niður.
Að sögn Halls Magnússonar hjá
Íbúðalánasjóði eru lánþegar sjóðs-
ins í kringum 80 þúsund. Hann seg-
ir nýjustu tölur ekki benda til þess
að útlán sjóðsins hafi minnkað
vegna vaxandi samkeppni. ■
Milljón manna
flýr heimili sín
Flórídabúar óttast miklar hamfarir þegar fellibylurinn Frances gengur
á land í kvöld. Fólk ýmist flýr heimili sín eða reynir að styrkja þau fyrir
átökin fram undan. Farið er að bera á vöruskorti.
FLÓRÍDA Meira en einni milljón
manna, kvenna og barna hefur
verið fyrirskipað að yfirgefa
heimili sín og koma sér í skjól
áður en öflugur fellibylur gengur
á land á Flórída. Þeir sem eftir
verða hafa verið önnum kafnir við
að byrgja glugga og styrkja heim-
ili sín áður en óveðrið gengur yfir.
Fellibylurinn Frances er jafn
öflugur og fellibylurinn Charley
sem gekk yfir Flórída fyrir tæp-
um þremur vikum en nær yfir
tvöfalt stærra svæði en Charley
og veldur heimamönnum miklum
ugg. Veðurfræðingar segja að það
þurfi að fara hálfa öld aftur í tím-
ann til að finna dæmi þess að Flór-
ída hafi orðið fyrir barðinu á
tveimur svo fellibylum á skömm-
um tíma og þeir hafi ekki verið
jafn kraftmiklir og Charley og
Frances.
Hjördís Rut Sigurjónsdóttir,
blaðamaður Fréttablaðsins, sem
stödd er á Flórída, segir fátt annað
komast að í samtölum fólks en yfir-
vofandi fellibylur. Fólk sé tekið til
við að búa sig undir hamfarirnar.
„Íbúar eru búnir að birgja sig upp
af mat og búast við rafmagnsleysi í
þrjá til fjóra daga eftir fellibylinn.
Fólki er ráðlagt að halda sig innan-
dyra, í gluggalausum rýmum, eða
að yfirgefa ríkið á meðan fellibyl-
urinn gengur yfir,“ segir Hjördís,
sem var nýbúin að keyra fram hjá
bensínstöð þar sem allt eldsneyti
var uppurið. Víða hamstrar fólk
nauðsynjar.
Hjördís hefur lítið orðið vör
við Íslendinga á svæðinu, einn
hitti hún þó sem var kominn þang-
að til að huga að húsinu sínu áður
en fellibylurinn skylli á.
Búist er við því að fellibylurinn
gangi á land síðdegis í dag að stað-
artíma eða í kvöld að íslenskum
tíma og eru embættismenn þegar
farnir að hafa áhyggjur af því að
finna ekki nóg pláss til að hýsa
fólk sem missir heimili sín. Enn
búa margir í athvörfum sem var
komið upp til að hýsa þá sem
misstu heimili sín þegar síðasti
fellibylur gekk yfir Flórída.
Yfirvöld íhuga að breyta
nokkrum hraðbrautum þannig að
allar leiðir liggi frá hættusvæð-
um. Fyrir fimm árum klúðraðist
brottflutningur fólks þegar lang-
ar bílaraðir mynduðust á hrað-
brautum og fóru hægt yfir. Þá
vildi til happs að fellibylurinn
sem búist var við sveigði af leið
og gekk ekki inn á Flórída. ■
BOÐA TIL KOSNINGA Palestínska
heimastjórnin hefur boðað til
sveitarstjórnarkosninga, þeirra
fyrstu sem hafa farið fram á
landsvæðum Palestínumanna frá
árinu 1976. Fyrstu kosningarnar
fara fram í desember þegar kosið
verður í 36 sveitarfélögum. Síðar
verður kosið í þremur hrinum til
ársloka 2005.
SHAATH TIL GAZA Mikil örygg-
isgæsla var þegar Nabil Shaath,
utanríkisráðherra Palestínu,
kom fram opinberlega á Gaza-
svæðinu. Nokkrum dögum áður
höfðu vígamenn hótað að ráða
hann af dögum eftir að hann sat
fund með utanríkisráðherra
Ísraels. Þeir sögðust myrða
hann næst þegar hann kæmi til
Gaza.
■ PALESTÍNA
VEISTU SVARIÐ?
1Hvers minntust Pólverjar 1. septem-ber síðastliðinn?
2Þjóðminjasafnið var opnað í fyrradageftir breytingar. Hvað hafði það verið
lokað lengi?
3Í hvaða sæti er íslenska landsliðið ífótbolta á styrkleikalista Alþjóða-
knattspyrnusambandsins?
Svörin eru á bls. 22
Í RÉTTARSAL
Slobodan Milosevic vill verja sig sjálfur en
dómarar ákveða í dag hvort skipaður verði
verjandi fyrir hann.
Slobodan Milosevic:
Vildi ekki
Stór-Serbíu
HOLLAND, AP Ásakanir um að hann
hafi ætlað sér að koma á fót Stór-
Serbíu þar sem engir nema
Serbar byggju eru firra, sagði
Slobodan Milosevic, fyrrum for-
seti Júgóslavíu, þegar hann svar-
aði ákærum í réttarhöldum vegna
meintra glæpa hans á tímum
borgarastríðsins í Júgóslavíu.
Milosevic lauk í gær málsvörn
sinni og fór hörðum orðum um
ásakanir saksóknara. Að
málsvörninni lokinni sögðust
dómarar við réttinn ætla að
ákveða það í dag hvort skipaður
yrði verjandi fyrir Milosevic, sem
vill verja sig sjálfur. ■
HALLUR MAGNÚSSON
Segir mikið þurfa að ganga á til þess að
Íbúðalánasjóður láti á sjá í samkeppni við
bankana.
Lánþegar Íbúðalánasjóðs eru í kringum 80 þúsund:
Útlán upp á 482 milljarða króna
ARI EDWALD
Hann segir að við fyrstu sýn séu tillögurnar
langt frá því slæmar þegar á heildina sé
litið. „Það er ekki víst að við munum leggj-
ast gegn einu eða neinu á þessu stigi,“
segir hann.
Samtök atvinnulífsins:
Áhyggjur af
framgangi
VIÐSKIPTASKÝRSLAN Ari Edwald,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, lýsir áhyggjum af
þeim farvegi sem væntanleg
frumvörp viðskiptaráðherra um
breytingar á íslensku við-
skiptaumhverfi eru komin í.
„Ég vísa til þess sem komið
hefur fram, að von sé á frumvörp-
unum innan skamms. Mér finnst
eðlilegt við smíð á frumvörpum
að ráðuneytið kalli eftir viðbrögð-
um og umsögnum frá okkur og
öðrum lögmætum hagsmunaaðil-
um í samfélaginu áður en frum-
vörpin eru sett fram í endanleg-
um búningi. Ég geri mér vonir um
að við fáum að koma að umræð-
unni um þessi mál,“ segir Ari.
Ari er ekki tilbúinn að tjá sig
um þær breytingar sem hann vildi
sjá á tillögum nefndarinnar. Hann
segir að fara verði varlega í að
fela stjórnvöldum heimildir til að
brjóta upp fyrirtæki, einnig efast
hann um að þörf sé á mikilli lög-
gjöf um stjórnarhætti fyrirtækja
og bendir á auki á að sumar tillög-
ur eigi ekki síður við um fjöl-
skyldufyrirtæki en skráð fyrir-
tæki. ■
BÚA SIG UNDIR FELLIBYL
Víða á Flórída byrgir fólk glugga sína og býr sig með margvíslegum hætti undir komu felli-
bylsins Frances. Rúmri milljón manna hefur verið skipað að hafa sig á brott.
FRÖKKUNUM SLEPPT Frönsku
blaðamennirnir tveir sem teknir
voru í gíslingu í Írak voru í gær
leystir úr prísund gíslatöku-
manna. Þeir voru afhentir hópi
sem á að koma þeim í hendur
Frakka, að því er franski utanrík-
isráðherrann greindi frá í
gærkvöldi.
■ EVRÓPA
06-07 2.9.2004 22:11 Page 2