Fréttablaðið - 03.09.2004, Page 10

Fréttablaðið - 03.09.2004, Page 10
10 3. september 2004 FÖSTUDAGUR Erlendar starfsmannaleigur: Þörf fyrir lagasetningu könnuð ATVINNUMÁL Félagsmálaráðuneytið hefur sett af stað vinnu til að kanna hvort nauðsyn beri til þess að sér- stök lög verði sett um erlendar starfsmannaleigur hér á landi. Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur skipað þriggja manna starfs- hóp sem vinnur að undirbúningi könnunarinnar. Starfshópnum er ætlað að fjalla um stöðu starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði, að sögn ráðherra. Tilgangur hópsins er meðal annars að skoða sérstak- lega starfsumhverfi starfsmanna- leigna sem hafa staðfestu í öðru ríki innan Evrópska efnahags- svæðisins og kjósa að veita þjón- ustu hér á landi. Enn fremur er honum ætlað að kanna nauðsyn þess að sett verði sérstök lög um starfsemi starfsmannaleigna, sem eiga sér staðfestu hér á landi, hvort sem um er að ræða fyrir- tæki sem er innlent að uppruna eða erlent fyrirtæki sem hefur kosið að nýta sér staðfesturétt sinn samkvæmt EES-samningn- um. Í starfshópnum eiga sæti Magnús Norðdahl frá Alþýðusam- bandi Íslands, Hrafnhildur Stef- ánsdóttir frá Samtökum atvinnu- lífsins og Hanna Sigríður Gunn- steinsdóttir lögfræðingur í félags- málaráðuneytinu. ■ HEILBRIGÐISMÁL „Við viljum að fag- hópur á geðsviði sjái um fram- kvæmd sjálfræðissviptingar geð- sjúks fólks sem er hættulegt um- hverfi sínu,“ segir Sveinn Magn- ússon, framkvæmdastjóri Geð- hjálpar. Hann bætir við að það sé ekki leggjandi á aðstandendur geðsjúkra að standa í því að þeir séu sviptir sjálfræði. Í Fréttablaðinu í gær var greint frá mikið veikum manni á miðjum aldri sem ítrekað hefur reynst stór- hættulegur þeim sem eru í um- hverfi hans, svo og sjálfum sér. Hann hefur stórslasað fólk og rúst- að öllu í kringum sig og aðstand- endur hans hafa leyst upp heimili sín til að hefta aðgang hans að sér. Maðurinn hefur verið inni og úti af geðdeildum, enda er engin aðstaða til að hafa hann þar. Það eru því engin úrræði fyrir hann þótt hann sé svo hættulegur sem raun ber vitni og heilbrigðis- og félagsmálayfirvöldum sé full- kunnugt um það. Hann er einn af 20 geðsjúkum einstaklingum sem velkjast um í kerfinu án úrræða. Sveinn segir að Geðhjálp hafi ítrekað hvatt til breytinga á lög- um um nauðungarvistun og sjálf- ræðissviptingu. „Þetta er tvíþætt,“ segir Sveinn. „Ef hlutirnir væru í betra horfi varð- andi eftirlit með fólki væri nauðung- arvistun fátítt úrræði. Síðan er það hin hliðin, að gera þessa kröfu til að- standenda. Þeir standa jafnvel fram- mi fyrir því að vera í hættu með líf sitt þegar einstaklingurinn er svona á sig kominn. Það þýðir ennþá lengri bið eftir úrlausn. Og hvað þarf til? Einhverjar uppákomur sem ég vil ekki einu sinni hugsa til, hvað þá segja upphátt.“ Sveinn vill sjá sviptingarmálum þannig fyrir komið, að sett verði á laggirnar þverfaglegt ráð sem að- standendur geti leitað til. Þar verði einstaklingar greindir og skilgreint hvað þurfi að gera fyrir þá. „Ef nauðungarvistun þarf að eiga sér stað, þá er það ákvörðun ráðsins en ekki aðstandenda,“ segir Sveinn. „Ráðið gæti jafnvel þurft að taka slíka ákvörðun í blóra við aðstandendur vegna neitunar eða einhvers annars, en aðstandendur séu að sjálfsögðu upplýstir um þá aðgerð. Markmið- ið er ekki að taka fólk í umferð heldur að vinna að því að koma því til bærilegra lífs.“ ■ KJARNORKUVERIN ÁFRAM Svo kann að fara að Belgar hætti við að loka kjarnorkuverum sín- um. Þetta sagði Marc Verwilgh- en, orkumálaráðherra Belgíu, í blaðaviðtölum. Hann sagði lítið vit í því að loka belgískum kjarn- orkuverum til þess eins að flytja inn orku úr frönskum kjarnorku- verum. Fréttirnar hafa vakið misjöfn viðbrögð á meðal almennings í Belgíu. VOPNASMYGL STÖÐVAÐ Tollverðir í Kosovo komu í veg fyrir að þúsundum skotfæra yrði smyglað inn í héraðið þegar þeir gerðu leit í bíl sem var á leið inn í héraðið frá Albaníu. Þúsundir skotfæra fundust í sætum, hurð- um og bensíntanki bílsins. ■ EVRÓPA Hungurverkfall: Nærast á nýjan leik ÍSRAEL, AP Um 4.000 palestínskir fangar í ísraelskum fangelsum hafa bundið enda á átján daga langt hungurverkfall sitt. Hungurverkfallið hófu þeir í tvennum tilgangi, annars vegar til að mótmæla hernámi Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza og hins vegar til að knýja á um bættar að- stæður í fangelsinu þar sem þeim var haldið. Talsmaður fanganna sagði að Ísraelar hefðu samþykkt að verða við ýmsum kröfum þeirra um bættan aðbúnað. Því neitaði hins vegar talsmaður ísraelskra fang- elsismálayfirvalda sem staðfesti þó að flestir fangarnir væru farn- ir að nærast á ný. ■ Búseta geðfatlaðra: Vinna komin í fullan gang FÉLAGSMÁL „Vinna við úttekt á bú- setuþörf geðfatlaðra hefur farið seinna af stað heldur en ég hefði viljað, en nú er hún komin í full- an gang,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um könnun sem ráðuneytið lætur gera á bú- setuþörfinni á landsvísu. Að sögn ráðherra á hópurinn að skila upplýsingum þeim sem hann hefur safnað eigi síðar en um áramót. Um síðustu áramót voru tæp- lega 90 geðfatlaðir einstaklingar á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar af er þriðjungurinn á Vestur- landi og þriðjungurinn á Norður- landi eystra. Stærstur hlutinn bjó í heimahúsum. Alls beið 21 eftir að komast á sambýli, 33 óskuðu eftir íbúð og 34 vildu komast í íbúð með sameiginlegri aðstöðu. Þetta kom fram í svari heilbrigð- isráðherra við fyrirspurn Ástu Möller, Á sama tíma voru 53 einstak- lingar á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss sem áttu rétti- lega að búa í félagslegri búsetu samkvæmt skýrslu Svæðisskrif- stofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Eftir könnun félagsmálaráðu- neytisins verður hafist handa að skipuleggja áfangauppbyggingu húsnæðis með sama hætti og verið er að gera varðandi húsnæði fyrir öryrkja. ■ AUKNA BARÁTTU GEGN ALNÆMI Um hundrað samkynhneigðir einstaklingar efndu til mótmæla fyrir framan Grand Central lestarstöðina í New York á loka- degi flokksþings repúblikana sem haldið er í borginni. Þeir átöldu George W. Bush fyrir að gera ekki meira til að berjast gegn alnæmi. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Lætur kanna þörf á lagasetningu um starfsmannaleigur. PALESTÍNSKIR FANGAR Flestir fanganna hættu hungurverkfallinu í gær. Faghópur sjái um sjálfræðissviptingu Breyting á lögum um nauðungarvistun og sviptingu sjálfræðis mikið geðsjúkra er nauðsynleg, að mati Geðhjálpar. Samtökin hafa lengi barist fyrir því að slíkar aðgerðir verði í höndum þverfaglegs hóps á geðsviði. KLEPPSSPÍTALI Tuttugu geðsjúkir einstaklingar hafa verið inni og úti af geðdeildum vegna þess að þeir eru svo veikir að þeir þurfa önnur úrræði. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Samkvæmt svari hans á Alþingi voru tæp- lega 90 geðfatlaðir á biðlista eftir húsnæði í kringum áramótin. 10-11 2.9.2004 21:12 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.