Fréttablaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 14
„Við eigum enn langt í land. Ég hef
óskað eftir stuðningi og aðstoð
landanna sem eru hér samankomin
en nokkur þeirra eru þegar þátt-
takendur í eyðingu efnavopna í
Rússlandi. Við munum reyna að
vinna saman að því að koma í veg
fyrir að gjöreyðingarvopn komist í
hendurnar á hryðjuverkahópum
hvar sem er í heiminum,“ segir
Richard Lugar, formaður utanrík-
ismálanefndar öldungadeildar
bandaríska þingsins. Hann var
gestur á fundi formanna utanríkis-
málanefnda þinga Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna sem hald-
inn var í gær.
Richard Lugar, öldungardeild-
arþingmaður Repúblikanaflokks-
ins, er þekktastur fyrir framlag
sitt til afvopnunarmála. Hann stóð
að baki Nunn-Lugar afvopnunar-
áætluninni árið 1991 ásamt fyrrum
öldungardeildarþingmanni Demó-
krataflokksins, Sam Nunn. Fyrir
vikið voru þeir tilnefndir til Friðar-
verðlauna Nóbels árið 2002. Áætl-
unin miðaðist upphaflega við að
finna og eyða gereyðingarvopnum
í Sovétríkjunum fyrrverandi en nú
er stefnt að því að ná til allra ríkja
heimsins sem talin eru búa yfir
slíkum vopnum, svo sem Norður-
Kóreu, Íran, Líbíu, Indlands og
Pakistan. Auk þess nær áætlunin
nú einnig til efnavopna og lífefna-
vopna. Nú þegar hefur Nunn-Lugar
áætlunin meðal annars staðið fyrir
eyðingu á rúmlega sex þúsund
kjarnaoddum í Sovétríkjunum
fyrrverandi.
Gríðarlegt verkefni fram
undan
„Við höfum núorðið nokkuð
góða mynd af því magni kjarnorku-
vopna sem til er í heiminum. Við
höfum ekki jafn góða yfirsýn yfir
efnavopn og enn síður lífefnavopn.
Til að mynda eru fjögur svæði í
Rússlandi sem við höfum ekki enn
fengið aðgang að,“ segir Lugar.
Rússar hafa gert grein fyrir 40
þúsund tonnum af efnavopnum sem
geymd eru á sjö stöðum. „Í einu
efnavopnabyrgi í Rússlandi eru
geymdar 1,9 milljónir efnavopna -
sprengjur sem geymdar eru á við-
arhillum í timburgeymslum,“ segir
Lugar. „Í augnablikinu er öryggis-
gæsla á svæðinu, bandarískir og
rússneskir hermenn gæta svæðis-
ins og er það umkringt gaddavírs-
girðingum. Öll þessi efnavopn þarf
að gera óvirk en það er gert með
því að bora tvö göt í hverja og eina
sprengju, fjarlægja efnið úr þeim
og gera það skaðlaust með ákveðn-
um aðferðum. Þetta þarf að gera 1,9
milljón sinnum og mun sennilega
taka um sex ár. Hér er aðeins um að
ræða eina geymslustöð af sjö en
þetta gefur góða mynd af því gríð-
arlega verkefni sem fram undan
er,“ segir Lugar.
Þörf á aðgerðum í Norður-
Kóreu og Íran
Eitt helsta vandamálið sem
takast þarf á við er sala og dreifing
Norður-Kóreumanna á hráefnum
og sérþekkingu sem nýta má til
þess að framleiða kjarnorkuvopn.
„Það er ekki lengur spurning um
hvaða vopn þeir hafa undir hönd-
um, því við höfum aflað okkur
nokkuð góðrar vitneskju um það.
Talið er að í Norður-Kóreu séu allt
að sex kjarnavopn. Það þarf að
koma af stað aðgerðum sem leiða
til þess að þau verði gerð óvirk og
að Norður-Kóreumenn hætti öllum
áformum sínum um frekari smíð
kjarnavopna,“ segir Lugar.
Hann segir að grípa þurfi til að-
gerða sem fyrst og bendir á að um-
ræður um öryggismál í Asíu séu
þegar í gangi milli fulltrúa frá
Bandaríkjunum, Kína, Japan,
Norður-Kóreu, Suður-Kóreu og
Rússlandi.
Lugar segir að jafnframt leiki
ekki nokkur vafi á því að Íranar
séu með í gangi áætlun um smíði
kjarnavopna þrátt fyrir að þeir
neiti því staðfastlega. „Takmark
okkar er að ná alþjóðlegri sam-
stöðu um að beita yfirvöld í Teher-
an þrýstingi um að láta af þessum
áformum. Alþjóðlega kjarnorku-
stofnunin hefur þegar málefni
Írana undir höndum en ef þeir
breyta hins vegar ekki um stefnu
þarf að vísa málinu til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna og krefjast
aðgerða,“ segir Lugar.
Deilur milli Indlands og
Pakistans
Landamæri Pakistans og Ind-
lands hafa verið kölluð hættuleg-
asta svæði heims. Lugar segir að
báðar þjóðirnar búi yfir kjarna-
vopnum og sú staðreynd ætti að
vekja athygli heimsins á ástandinu
sem þar ríkir. „Það er afar mikil-
vægt að þjóðir heimsins sameinist
um að koma í veg fyrir að ástand
geti skapast milli landanna sem geti
orðið til þess að einhver geti tekið
óyfirvegaða ákvörðun sem leiði til
kjarnorkuhörmunga,“ segir Lugar.
Hann segir að fyrsta skrefið sé
að huga að því hvernig hægt sé að
aðstoða löndin við lausn á deilum
sínum og stuðla að bættum sam-
skiptum þeirra á milli. ■
14 3. september 2004 FÖSTUDAGUR
SAMGÖNGUR „Tölvan í bílnum til-
kynnti á Hvolsvelli að nú væri
bíllinn orðinn eldsneytislaus.
Það má því segja, að við höfum
farið síðasta spölinn á bæninni,“
sagði Stefán Ásgrímsson hjá
FÍB, en hringferð hans og félaga
hans á VolksWagen Golf dísilbíl
hringinn í kringum landið lauk í
gær. Með Stefáni var séra Jakob
Rolland, prestur kaþólska safn-
aðarins í Hafnarfirði, en Stefán
er einnig í kaþólska söfnuðinum
Félagarnir ætluðu að fara
hringinn á einum tanki og það
tókst. Rétt rúmur einn lítri var
eftir á tanknum þegar þeir
komu á áfangastað.
Lagt var upp á þriðjudag, en
bíllinn renndi aftur inn á bíla-
stæði Frumherja 15 mínútum
yfir tólf í gærdag. Þar með varð
það ljóst að markmið ferðarinn-
ar, að aka umhverfis landið á
einni tankfylli af dísilolíu, hafði
náðst. Í ferðalok reyndust vera
1.292 km að baki samkvæmt
vegalengdarmæli bílsins. 54
lítrar fóru á geyminn, sem tekur
55 lítra, þannig að bíllinn eyddi
að meðaltali 4,1 l á hverja 100
km í þessari ferð og meðalhraði
var 57 kílómetrar á klukku-
stund. ■
■ LEIÐRÉTTING
MEÐAL ÞESS SEM HEFUR
ÁUNNIST MEÐ NUNN-LUGAR
ÁÆTLUNINNI Í FYRRUM
SOVÉTRÍKJUNUM:
■ 6.312 kjarnaoddum eytt eða gerðir
óvirkir
■ 537 langdrægum flaugum eytt eða
gerðar óvirkar
■ 459 skotpöllum fyrir langdrægar
flaugar eytt
■ 11 hreyfanlegum skotpöllum fyrir lang-
drægar flaugar eytt
■ 128 sprengjuflugvélum eytt
■ 780 flaugum fyrir sprengju-
flugvélar eytt
■ 408 skotpöllum kafbátaflauga eytt
■ 496 kafbátaflaugum eytt
■ 27 kjarnorkukafbátum eytt eða gerðir
óvirkir
■ 194 kjarnorkutilraunastöðvum lokað
■ Aukin öryggisgæsla við um 260 tonn
af sprengiefni
■ Aukin öryggisgæsla við um 60
geymslubyrgi fyrir kjarnaodda
■ 208 tonnum af auðguðu úraníum
breytt í skaðlaust úraníum
■ Uppfærsla á öryggisbúnaði um 35% af
efnavopnum Rússa
■ 58 þúsund vopnasérfræðingar hafa
verið ráðnir í ný störf, friðartengd
■ Úkraína, Hvíta-Rússland og Kasakstan
eru nú kjarnorkuvopnalaus lönd.
Í umfjöllun um málþing um konur,
völd og lögin sem birtist í blaðinu
laugardaginn 28. ágúst undir fyrir-
sögninni „Endurvakning umræð-
unnar„ var rangt farið með tilvitn-
un í ummæli Bjargar Thorarensen
í pallborðsumræðum. Hér á eftir
birtist rétt tilvitnun:
„Það hefur orðið endurvakning á
jafnréttisumræðunni á Íslandi að
undanförnu. Meira hefur verið
rætt um jafnréttismál á síðustu
sex mánuðum en undanfarin sex
ár. Hart var deilt á skipun hæsta-
réttardómara og nú síðast risu
framsóknarkonur upp og mót-
mæltu því að Siv Friðleifsdóttur
væri vikið úr ráðherrastóli.“
HÚSIÐ RÚSTIR EINAR
Palestínskar konur sitja fyrir framan rústir
íbúðabyggingar. Ísraelar eyðilögðu tvær
fimm hæða blokkir á Gazasvæðinu. Eftir
standa fjörutíu heimilislausar fjölskyldur.
Á ÁFANGASTAÐ
Stefán og séra Roland renndu kampakátir í bæinn um hádegisbilið í gær. Þeim hafði
tekist að fara hringveginn á einum dísiltanki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Óku hringinn í kringum landið á einum dísiltanki:
Fóru síðasta spölinn
á bæninni
RICHARD LUGAR
„Við höfum núorðið nokkuð góða mynd af því magni kjarnavopna sem til er í heiminum. Við höfum ekki jafngóða yfirsýn yfir efnavopn
og enn síður lífefnavopn. Til að mynda eru fjögur svæði í Rússlandi sem við höfum ekki enn fengið aðgang að.“
Enn langt í land í
afvopnunarmálum
Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna og sérfræð-
ingur í afvopnunarmálum, segir enn langt í land í afvopnunarmálum. Ríki heimsins þurfi að vinna
saman að því að koma í veg fyrir að gjöreyðingarvopn komist í hendurnar á hryðjuverkahópum.
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
STAÐA AFVOPNUNARMÁLA
Í HEIMINUM
Írak:
Saklausir
víða í haldi
MANNRÉTTINDI Þúsundum sak-
lausra manna, kvenna og barna er
enn haldið föngnum án ákæru eða
réttarhalda í fangelsum víða í
Írak þrátt fyrir að hersetu innrás-
araðila hafi lokið í júní síðastliðn-
um. Sumir fanganna verða að
gera sér að góðu að gista í tjöldum
í þeim steikjandi hita sem geisar í
landinu. Hafa mannréttindasam-
tökin Amnesty skorað á írösk
stjórnvöld að gera það að for-
gangsverkefni að sleppa fólkinu
úr haldi enda séu aðstæður oft
ekki mönnum hæfar. ■
Starf þjóðleikhússtjóra:
Átján hafa
sótt um
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Átján manns hafa sótt
um stöðu þjóðleikhússtjóra, en um-
sóknarfrestur rann út í fyrradag.
Ekki er útilokað að fleiri umsóknir
berist mennta-
málaráðuneytinu
í pósti.
Þeir átján sem
sótt hafa um
starfið eru: leik-
skáldin og leik-
stjórarnir Árni
Ibsen og Benóný
Ægisson, Bjarni
Daníelsson óp-
erustjóri, Hafliði
A r n g r í m s s o n
leikstjóri, Hall-
dór E. Laxness leikstjóri, Hallur
Helgason, sem stjórnaði Loftkastal-
anum, Helga Hjörvar, forstöðumað-
ur Norðurlandahússins í Færeyjum,
Hlín Agnarsdóttir leikstjóri, Jóhann
Sigurðarson leikari, Kolbrún Hall-
dórsdóttir alþingismaður, Kjartan
Ragnarsson leikstjóri, Kristín Jó-
hannesdóttir leikstjóri, Ragnheiður
Skúladóttir, deildarforseti leiklist-
ardeildar Listaháskólans, Sigrún
Valbergsdóttir leikstjóri, Tinna
Gunnlaugsdóttir leikkona, Trausti
Ólafsson, doktor í leiklistarfræðum,
og þau Viðar Eggertsson og Þórhild-
ur Þorleifsdóttir, sem bæði voru
leikhússtjórar í Borgarleikhúsinu.
Skipað verður í stöðuna til fimm
ára frá 1. janúar næstkomandi. ■
STEFÁN
BALDURSSON
Stefán lætur af starfi
þjóðleikhússtjóra
um áramótin.
14-15 2.9.2004 21:31 Page 2