Fréttablaðið - 03.09.2004, Side 20
20 3. september 2004 FÖSTUDAGUR
HLUTVERKASKIPTI
Annar mátar stýrið en hinn snuðið gæti
einhver hafa sagt þegar heimsmeistarinn í
rallakstri, Petter Solberg frá Noregi, settist
undir son sinn Oliver í þjónustuhléi í und-
ankeppni Japansrallsins á Hokkaido í gær.
Sjálft rallið hefst í dag og stendur fram á
sunnudag.
VEÐURFAR Hitastig á Íslandi hefur
verið yfir meðallagi síðustu 30
mánuði og nýliðinn ágúst-
mánuður var þar engin undan-
tekning. Meðalhiti í höfuðborg-
inni mældist 12.6 stig sem er 2.4
gráðum yfir meðallagi og reynd-
ist þetta næsthlýjasti ágúst-
mánuður í borginni frá upphafi
mælinga. Aðeins ágúst í fyrra
hefur mælst hlýrri.
Trausti Jónsson hjá Veður-
stofu Íslands hefur tekið saman
helstu gögn yfir veðurfar í ágúst
og sýna þau að þrátt fyrir hita-
bylgjuna um miðjan mánuðinn
þar sem hitastig fór yfir 20 stig
fjóra daga í senn í Reykjavík var
hlýrra í fyrra þar sem jafnheitt
var allan mánuðinn meðan hita-
stig nú hefur tekið meiri dýfur.
„Þetta er fjórða til fimmta hlý-
jasta sumar sem verið hefur í
Reykjavík en úrkoma var í
meðallagi. Á Akureyri var
meðalhitastigið 12.1 gráða og
þar var einnig hlýrra í fyrra.“
Tölur yfir aðra landshluta í
ágústmánuði hafa ekki verið
teknar saman. ■
SVÍÞJÓÐ AP Níutíu tveggja manna
herbergi í myndarlegu húsi í
sveitasælunni, fjölbreyttir af-
þreyingarmöguleikar og sjónvarp
og sími í hverju herbergi. Þannig
kynni auglýsingin að hljóma. Hins
vegar hefur borið mikið á gagn-
rýni því hér er ekki um hótel að
ræða heldur nýtt fangelsi í
Svíþjóð.
„Það hljóta að vera takmörk
fyrir því hversu þægileg fang-
elsin eiga að vera,“ sagði þing-
maðurinn Gunnar Axen, sem
hefur verið einna háværastur
gagnrýnenda nýja fangelsisins.
„Fangarnir njóta fleiri tækifæra
til afþreyingar en nemendur í
skólum okkar, og það ókeypis,“
bætti Axen við.
Nýja fangelsið fyrir utan
Norrköping er stærsta fangelsi
Svíþjóðar þar sem fangar dvelja
við lágmarksgæslu. Ólíkt öðrum
fangelsum þar sem fangar mega
koma með sitt eigið sjónvarp
skaffar fangelsið föngunum sjón-
varp, og síma að auki. Tveir
fangar eru í hverju herbergi og
geta læst að sér ef þeir vilja og
verið þannið í ró næði.
Lars Bergman, fangelsismála-
stjóri Svíþjóðar, segist ekki botna
í umræðunni um munað. „Við
verðum að viðhalda þeim lífs-
gæðum sem við búum við í sam-
félaginu. Ég held ekki að það sé
sérstakur munaður að hýsa tvo
einstaklinga í átján fermetra her-
bergi.“
Þeir einir fá að dvelja í fang-
elsinu sem hafa verið dæmdir til
innan við árs vistar í fangelsi og
hafa ekki framið ofbeldisbrot. ■
Trjágróður:
Vaxtarkippur
næsta sumar
GRÓÐURFAR Hitabylgja sumarsins
dregur ekki úr hæfni gróðurs til
að búa sig undir veturinn, að mati
Garðars R. Árnasonar, verkefnis-
stjóra hjá Garðyrkjuskóla ríkis-
ins. Hann segir mikilvægara
hvernig haustið ber að og ekki
kólni of hratt. „Mestu skiptir að
gróður fái tíma til að vetra sig,
eins og það er kallað,“ segir hann.
Almennt telur Garðar hita-
kastið í sumar hafa góð áhrif á
gróður. „Í sumum trjátegundum
getur gott ár líka gefið góðan vöxt
næsta ár. Þá búa trén enn að
tíðinni í sumar,“ segir hann og
nefnir greni sem dæmi um trjá-
tegund sem geti átt eftir að taka
út góðan vöxt næsta sumar. ■
■ MIÐ-AUSTURLÖND
■ ASÍA
AUÐGA ÚRANÍUM Á NÝ Írönsk
stjórnvöld segjast ætla að hefja
auðgun úraníums á nýjan leik.
Sérfræðingar segja að með þessu
geti Íranar eignast nógu mikið
auðgað úraníum til að framleiða
nokkrar kjarnorkusprengjur.
Sjálfir neita þeir því statt og
stöðugt að slíkt standi til.
RABBÍNI KÆRÐUR FYRIR NAUÐ-
GUN Einn helsti rabbíni gyðinga í
landtökubyggðum á Vesturbakk-
anum hefur verið handtekinn og
ákærður fyrir nauðgun.
Rabbíninn er ásakaður um að
nauðga konu og áreita hana.
BRUTUST INN Í SKÓLA 29 einstak-
lingar sem segjast hafa flúið frá
Norður-Kóreu brutu sér leið inn í
japanskan skóla í Peking, höfuð-
borg Kína. Þeir óska eftir póli-
tísku hæli í Japan. Þúsundir
Norður-Kóreumanna hafa flúið
land í gegnum Kína. Flestir hafa
reynt að komast áfram til Suður-
Kóreu.
NÆSTHLÝJASTI ÁGÚSTMÁNUÐURINN
Þrátt fyrir hitabylgjuna sem reið yfir landið
um miðjan ágústmánuð var ágústmánuður
í fyrra hlýrri.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
G
U
N
N
AR
SS
O
N
Fangar fá sjónvarp og síma í klefa sína:
Kvartað undan munaði í fangelsi
FANGAVÖRÐUR Í FANGAKLEFA
Fangarnir fá sjónvarp og síma í klefann sinn og geta farið í gönguferðir og skokkað í ná-
grenni fangelsisins.
TRJÁGRÓÐUR
Veðurlag í sumar getur í sumum trjátegund-
um kallað á aukinn vöxt næsta sumar, en þá
býr gróðurinn enn að góða tíðarfarinu.
HANDTÖKUR FLÓTTAMANNA Yfir
150 flóttamenn eru í haldi spænsku
strandgæslunnar eftir að nokkrir
bátar fullir af flóttafólki á leið til
Spánar frá Afríku náðust á svipuð-
um tíma í fyrrinótt. Fólkinu verður
gert að snúa aftur til síns heima.
■ EVRÓPA
Veðurfar í ágúst:
Næsthlýjasti ágúst í höfuðborginni
20-21 2.9.2004 21:03 Page 2