Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.09.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 03.09.2004, Qupperneq 25
Hvernig væri nú að kennarar vöknuðu upp og byrjuðu að bera virðingu fyrir fagmanninum í sjálfum sér? Fagmaðurinn - grunnskólakennarinn Sjúkrasaga mín er löng og erfið en nú hef ég náð mér eftir áratuga þjáningar. Ég hef ítrekað verið skorinn upp vegna minnisleysis og settur í gifs vegna hugbrota. Eftir allar þessar aðgerðir fékk ég mikinn áhuga á læknisfræði. Ég las mér lítillega til um hana og fór síðan og keypti mér skurðáhöld á netinu og auglýsti ódýrar skurð- aðgerðir. Ég hef reyndar líka nokkra reynslu í svona skurði því að ég er mikill veiðimaður bæði á stöng og byssu þannig að ég er vanur að gera að og úrbeina. Það furðulega var að enginn vildi fá ódýra aðgerð hjá mér, fékk ekki einu sinni að fjarlægja vörtur. Mér var sagt að fólk treysti ekki þeim sem hefðu ekki lært til verk- anna og að fólki væri annt um líf sitt. Aðrir læknar urðu líka alveg snarvitlausir og ég var kærður og lenti í málaferlum. Dómarar sögðu að læknar þyrftu lækninga- leyfi og enginn nema sá sem hefði tilskylda menntun og próf mætti stunda lækningar. Þegar þarna var komið við sögu spyrnti ég við fótum og benti þessum kjánum á að þetta tíðkaðist hjá kennurum. Hjá þeim hefði t.d. fræðslustjóri Reykjavíkur Gerður G. Óskars- dóttir sagt að hún væri ánægð með alla þá sem væru að kenna þrátt fyrir að ákveðinn hluti þeirra væri án kennaramenntun- ar, samt væri starfsheitið grunn- skólakennari lögverndað og starfsréttindi hans einnig. Það hlýtur að mega gera þetta í öllum störfum fyrst að það má í kennslu þar sem viðskiptavinirnir eru bara börn, framtíð Íslands. Ég auglýsi því enn og aftur þjónustu mína og hef nú bætt við mig lög- fræði- og verkfræðiþjónustu. Það sjá allir fáránleikann í þessu. Hvernig væri nú að kenn- arar vöknuðu upp og byrjuðu að bera virðingu fyrir fagmanninum í sjálfum sér? Kennarar hafa há- skólapróf sem gefur þeim réttindi til að kenna. Þeir hafa lagt mikla vinnu í að læra uppeldis- og kennslufræði sem er lykillinn að fjölbreyttum og góðum kennslu- háttum. Hvers vegna er það liðið að einhverjir séu að kenna sem ekki hafa til þess réttindi, hversu góðir leiðbeinendur sem þeir eru (ég er góður að úrbeina samt sker ég ekki upp). Sætta foreldrar sig við að börnin þeirra séu með leið- beinanda en börn nágrannans kennara? Borga þessir foreldrar ekki sömu skatta? Eiga foreldrar barna með leiðbeinendur rétt á endurgreiðslu frá sínu sveitar- félagi? Það ætti að vera krafa okkar allra að enginn fengi að kenna án tilskilinna réttinda. Þeir leiðbeinendur sem eru að kenna núna ættu að fá forgang í fjarnám Kennaraháskólans og aðlögunar- tími fyrir yfirvöld menntamála yrðu þrjú til fjögur ár. Eftir þann tíma myndi enginn kenna nema að vera fagmaðurinn - grunnskóla- kennarinn. ■ 25FÖSTUDAGUR 3. september 2004 Pólitískt áræði þurfti Það þurfti pólitískt áræði til að velta þessu hlassi af stað sem nú er farið að rúlla svo um munar til hagsbóta fyrir all- an almenning en það var einmitt ætlun- in með bættum lánakjörum Íbúðalána- sjóðs. Stjórnendur KB banka og síðan allra hinna trúa því að staðið verði við kosningaloforð okkar og þeir bregðast við þeirri samkeppni einfaldlega í tíma. Nú er lag að fylgja þessum frábæra ár- angri eftir með öflugum málflutningi þess efnis að við meinum það sem við segjum og stöndum við það. Guðmundur Geir Sigurðsson á hrifla.is Grunnnetið í eigu þjóðarinnar Ef við lítum á reynslu annarra þjóða af einkavæðingu á dreifikerfum getum við tekið Kaliforníuríki og raforkukerfi þeirra sem dæmi. Þar hefur ríkt neyðarástand á raforkumarkaðnum um nokkurt skeið í kjölfar einkavæðingar. Kaliforníubúar hafa oft mátt þola okurverð, orku- skömmtun og jafnvel rafmagnsleysi. Þetta má meðal annars rekja til þess að lítil uppbygging hefur verið í dreifikerfi raforkunnar. Einnig vantar samræmingu í dreifikerfinu. Sem sagt, slík dreifikerfi henta ekki á samkeppnismarkaði eins og fram kemur að ofan og sést einnig á reynslu Kaliforníuríkis. Í tilvikum eins og með grunnnet síma er einkavæðing þess ekki til hagsbóta fyrir almenning. Er ekki kominn tími til að við Íslending- ar bregðum út af vananum og lærum af reynslu annarra þjóða? Seljum Símann en látum grunnnetið vera áfram í eigu þjóðarinnar enda lýtur það ekki lögmál- um frjálsrar samkeppni. Þórólfur Rúnar Þórólfsson á politik.is Hæfar konur á Íslandi Að halda því fram að á Íslandi sé lítið af hæfum konum er fjarstæða. Að líkja réttindabaráttu kvenna við réttinda- baráttu sköllóttra og einhleypra er enn meiri fjarstæða enda hefur lítið farið fyrir því að sköllóttum mönnum eða einhleypum sé sérstaklega haldið frá völdum í samfélaginu. Hins vegar verð ég að taka undir það að fatlaðir og „svartir“ (geng ég um leið út frá því að hér sé átt við Íslendinga sem ekki skipta um lit í andlitinu við minnstu veður- eða heilsubreytingar) geri tilkall til valda í samfélaginu. Það er nefnilega svo að fólk með mismunandi bakgrunn setur mismunandi baráttumál á oddinn. HG á murinn.is Bardagar í Afríku Það virðist fremur lögmál en undantekn- ing að bardagar geysi í einhverju ríki Afríku. Sífellt heyrum við frásagnir af fólki á flótta og þjóðum sem verða hungri að bráð. Stundum virðist alþjóðasamfélagið dofið fyrir fréttum af þessu tagi og var at- burðarásin í Rúanda fyrir tíu árum síðan dæmi um slíkan dofa. Lengi vel leit út fyrir að hið sama gæti gerst í Súdan, þar sem mikið ófremdarástand ríkir í Darfur-héraði í norðvesturhluta landsins. Janjaweed, vopnaðar sveitir Araba, hafa barist gegn svörtum íbúum svæðisins frá því á síðasta ári með ógnvænlegum afleiðingum. Talið er að nú þegar hafi um fimmtíuþúsund manns látið lífið og um ein milljón manna sé nú á hrakhólum. Enn einu sinni virðist alþjóðasamfélagið hafa vaknað í seinna fallinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir á deiglan.com JÓN PÉTUR ZIMSEN UMRÆÐAN KJARAMÁL KENNARA ,, Útsalan er eingöngu í verslun Hans Petersen á Laugavegi 178 Verð nú 21.900 23.000 kr. afsláttur Verð nú 13.590 4.300 kr. afsláttur Verð nú 44.900 15.000 kr. afsláttur Verð nú 29.900 15.000 kr. afsláttur DX 4530 • 5 milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur DX 6440 • 4ra milljón pixla • Fjórfaldur aðdráttur MV 600i Videovél C44UX prentari RICHO G4 • 3ja milljón pixla • Þrefaldur aðdráttur Verð nú 5.900 2.000 kr. afsláttur Mikið úrval af stafrænum myndavélum, prenturum og aukahlutum. AF NETINU 24-25 Leiðari 2.9.2004 16:25 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.