Fréttablaðið - 03.09.2004, Page 40
Ásktkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi
Kristján Einarsson
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík Mánudaginn 6.
September kl. 13.30.
Margrét Matthildur Björnsdóttir, Guðmundur Einar Kristjánsson,
Björn Ingi Kristjánsson, Róbert Kristjánsson, Friðrik Bergmann
Kristjánsson, Kristinn Rúnar Kristjánsson, tengdadætur og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vináttu vegna fráfalls okkar ástkæra
Árna Ragnars Árnasonar,
alþingismanns
Sérstakar þakkir til allra sem önnuðust hann af alúð og
hlýju í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug P. Eiríksdóttir, Guðrún Árnadóttir, Brynjar Harðarson,
Hildur Árnadóttir, Ragnar Þ. Guðgeirsson, Björn Árnason,
Kristbjörg K. Sólmundsdóttir, Árni Árnason, Kolbrún H.
Pétursdóttir og barnabörn.
Ragnhildur Ólafsdóttir, Jófríður Helgadóttir og systur hins látna.
„Ég held ég fari og kaupi af-
mælisgjafir handa sjálfum mér á
afmælisdaginn. Ég á mikið plötu-
safn sem ég hef ekki getað hlust-
að á því ég hef ekki átt plötuspil-
ara svo lengi. Það hefur nú yfir-
leitt verið lítið um hátíðahöld á
afmælisdaginn minn því iðulega
hefur hann borið upp á mánudegi
eða þriðjudegi en þar sem hann
er á föstudegi núna er aldrei að
vita nema maður geri eitthvad
skemmtilegt,“ segir Úlfur.
Úlfur hefur verið að semja
tónlist fyrir leikrit sem sett verð-
ur upp í Borgarleikhúsinu fljót-
lega sem ber nafnið Geitin auk
þess hefur hann verið að þýða
leikrit sem hefur fengið íslensku
þýðinguna Pakkið á móti sem sett
verður upp af Leikfélagi Akur-
eyrar eftir áramótin. „Það leikrit
er óvenjuleg útfærsla á atburðun-
um eftir 11. september, ég hlakka
mikið til að geta einbeitt mér
meira að því,“ segir Úlfur og
bætir við að leikritið sé stór-
skemmtilegt.
„Þar fyrir utan hef ég verið að
æfa með hljómsveitinni Apparat
en við ætlum að halda tónleika í
Klink og Bank þann 17. septem-
ber. Við höfum ekki spilað svo
lengi á Íslandi fyrir utan að við
spiluðum einu sinni í Neskaup-
stað í sumar og ég held að tónleik-
arnir verði þeir einu í borginni
það sem eftir lifir árs. Síðan
verðum við bara að spila í útlönd-
um í slagtogi við Ghost Digital og
Mugison, höldum út í október og
spilum í Frakklandi og Belgíu og
svo höldum við í Apparat áfram
niður til Ítalíu, „ segir Úlfur.
„Ég hef mjög gaman að af-
mælisdeginum mínum segir
Úlfur en þessi aldur sem ég er á,
milli 25 og 30 ára, er svo skrítinn
að maður gleymir því oft hvað
maður er gamall. Ég var spurður
að því um daginn hvað ég væri
gamall en ég gat bara ekki
munað það, ég held ég hafi sagt
26. Þetta er eitthvað svo ómerki-
legur aldur, „ segir Úlfur sem
vonast til að geta prófað plötu-
spilarann nýja um helgina auk
þess sem hann verður á æfing-
um með Apparat. ■
32 3. september 2004 FÖSTUDAGUR
CHARLIE SHEEN
Leikarinn og vandræðagemlingurinn er 39 ára í dag.
ANDLÁT
Jón Tómasson, Álftamýri 67, lést þriðju-
daginn 31. ágúst.
Stefán Jóhannsson, Eyjahrauni 11,
(áður Norðurgarði), Vestmannaeyjum,
lést þriðjudaginn 31. ágúst.
Unnur Stefánsdóttir bókhaldari, elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, áður til
heimilis í Grjótagötu 4, lést mánudaginn
30. ágúst.
JARÐARFARIR
13.30 Anne F. Kristinsson, Reynimel 90,
verður jarðsungin frá Neskirkju.
13.30 Árni Stefánsson bifreiðastjóri,
Víðinesi, áður til heimilis á Hring-
braut 109, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
13.30 Eiríkur Baldvinsson verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu.
13.30 Ingólfur Árnason, fyrrverandi raf-
veitustjóri Norðurlandi eystra, verð-
ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju.
13.30 Magnús Guðmundsson, Strand-
götu 3, Patreksfirði, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju.
14.00 Ágúst Hallmann Matthíasson
verður jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju.
15.00 Hallfríður Guðmundsdóttir verð-
ur jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík.
15.00 Þorsteinn Th. Bjarnason, Laugar-
nesvegi 102, verður jarðsunginn
frá Laugarneskirkju.
Bretar og Frakkar brugðust við
innrás Þjóðverja í Pólland á
þessum degi árið 1939 með því að
lýsa stríði á hendur Þjóðverjum.
Breska hafskipið Athenia varð
svo fyrsta skotmark þessa stríðs
en þýskur kafbátur sökkti því þar
sem talið var að skipið væri
vopnum búið. Rúmlega 1100
manns voru um borð og 112 þeirra
fórust í árásinni. Þar af voru 28
Bandaríkjamenn en Roosevelt
Bandaríkjaforseti lét það ekki
hafa áhrif á sig og tók ekki í mál
að senda bandaríska hermenn til
að berjast í Evrópu. Bandaríkin
skyldu vera hlutlaus. Bretar gerði
í framhaldinu lítið annað en að
varpa 13 tonnum af dreifibréfum
með andnasískum áróðri yfir
Þýskaland og gerðu síðan atlögur
að þýskum skipum þann 4. sept-
ember.
Frakkar hófu síðan sókn í
vestur gegn þjóðverjum tveimur
vikum síðar. Krafturinn í þeirri
sókn fjaraði þó hratt út þar sem
90 mílna sóknarsvæði þeirra var á
milli Lúxemborgar og Belgíu,
tveggja hlutlausra landa. ■
ÞETTA GERÐIST
SEINNI HEIMSSTYRJÖLDIN BYRJAR
3. september 1939
„Ég hef aldrei reynt að átta mig á því, en ef þú vilt
að ég reyni að giska þá geri ég ráð fyrir að ég hafi
sofið hjá eitthvað í kringum 5000 konum.
- Afmælisbarnið Charlie Sheen er afskaplega meðvitaður
um hvað hann er mikill töffari.
Bretar og Frakkar fara í stríð
Gleymir stundum aldri sínum
AFMÆLI: ÚLFUR ELDJÁRN TÓNLISTARMAÐUR ER 28 ÁRA Í DAG
Söng- og leiklistarskólinn Sönglist
hefur nú sitt 7. starfsár. Á síðasta
ári var skólinn til húsa í Borgar-
leikhúsinu og tóku um 250 nem-
endur þátt í starfseminni. Gengið
hefur verið frá samningum um
aukið samstarf Sönglistar og
Borgarleikhússins. Í framtíðinni
er svo ætlunin að koma á fót
barna- og unglingaleikhúsi þar
sem öll hlutverk verða í höndum
barna og unglinga. Slík barna- og
unglingaleikhús hefur ekki verið
rekið um árabil hér á landi en
þekkjast víða um heim þar sem
þau njóta mikilla vinsælda.
„Þetta er gífurlega ánægjulegt
fyrir okkur hjá Sönglist því núna
getum við veitt nemendum okkar
það tækifæri að stíga á svið í
Borgarleikhúsinu. Hingað til
höfum ekki haft aðgang að slíkri
aðstöðu og það hlýtur að gefa
nemendunum meira að vera innan
álíka umgjarðar, nú höfum við
meira rými til umráða, getum
bætt við kennurum og aukið við
stundatöfluna. Svo er auðvitað
gaman fyrir krakkana að fá að
hitta leikarana og verða að vitni
að því hvernig alvöruleikhús
gengur fyrir sig,“ segir Erla Rut
Harðardóttir, einn af stofnendum
Sönglistar. ■
Sönglist í Borgarleikhúsið
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Haraldar Kristjánssonar
fyrrv. Kaupmanns.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum 13B og 14G á
Landspítalanum við Hringbraut fyrir kærleiksríka umönnun.
Gerða Herbertsdóttir, Herbert Haraldsson, Hallfríður Jakobsdóttir,
Sigríður Haraldsdóttir, Gunnar þór Ólafsson, Jón Ingi Herbertsson,
Laufey Elísabet Löve, Gerða Gunnarsdóttir, Guðmundur Arnar Jónsson,
Lára Guðrún Gunnarsdóttir og barnabarnabörn.
AFMÆLISBARNIÐ Úlfur ætlar kannski að kaupa sér plötuspilara í tilefni dagsins og jafnvel að lyfta sér upp þar sem afmæli hans ber
nú upp á föstudegi.
ADOLF HITLER Bretum og Frökkum var
nóg boðið þegar hann stefndi herjum sínum
inn í Pólland. Stjórnir landana lýstu í fram-
haldinu yfir stríði á hendur Þjóðverjum og
seinni heimstyrjöldin var þar með hafin.
SAMSTARF Einn af nemendum söng- og
leiklistarskólans Sönglistar þenur radd-
böndin. Skólinn tekur upp aukið samstarf
við Borgarleikhúsið.
40-41 (32-33) Tímamót 2.9.2004 16:29 Page 2