Fréttablaðið - 03.09.2004, Síða 63

Fréttablaðið - 03.09.2004, Síða 63
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Að 65 ár voru liðin síðan Þjóð- verjar réðust inn í landið. Í sex ár. 80. 55FÖSTUDAGUR 3. september 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Raunverulegt fjölskyldudrama Brátt ræðst Árni Ólafur Ásgeirsson í upptökur á kvikmynd í fullri lengd sem hann hefur eytt þremur árum í að skrifa. „Mér finnst ég kannski nálgast að verða fullorðinn,“ segir leikstjórinn, sem menntaði sig í Pól- landi og fékk skólabróður sinn, Deni- jal Hasanovic, til að hjálpa sér með handrit að fyrstu alvöru bíómyndinni. Hún hefur fengið vinnuheitið Blóð- bönd og er að mestu fullfjármögnuð. Á undanförnum árum hefur Árna tek- ist vel til við stuttmyndagerð en út- skriftarverkefni hans úr kvikmynda- skólanum, stuttmyndin PS, fékk góð- ar viðtökur víða og var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Hann hefur einnig unnið sem aðstoðarleikstjóri myndanna Íslenski draumurinn, Maður eins og ég og síðast Stuð- mannaframhaldinu Í takt við tímann. Nú blasir alvaran við og Árni getur varla beðið. „Ég hlakka mikið til að leikstýra mynd á Íslandi og ætla að gera það eins vel og hægt er. Það er svo mikið af hæfileikaríku fólki hérna, góðu tökuliði og leikurum, í raun er það bara ég sem get klúðrað málunum.“ Blóðbönd er raunsæ og dramatísk fjölskyldusaga sem gerist í nútíman- um og fjallar um hjón sem eiga tíu ára dreng og von á öðru barni. „Þau hafa komist yfir erfiðustu hjalla hjónabandsins og eru sátt við sín hlut- skipti í lífinu þegar maðurinn upp- götvar að hann er ekki blóðfaðir drengsins. Við fylgjumst með því hvernig tilvist mannsins hrynur á augabragði. Ótal spurningar vakna sem eflaust snerta margar fjölskyld- ur í dag þegar hjónaskilnuðum fer fjölgandi og algengt er að fólki ali upp börn annarra,“ segir Árni sem játar á sig sérstakan áhuga á fjölskyldusög- um. Hilmar Jónsson hefur verið ráð- inn í hlutverk mannsins og á næstu dögum skýrist hverjir fara með önn- ur hlutverk. Aðdragandi myndarinnar var langur og þrjú ár tók að ljúka við handritið. „Strax eftir útskriftina úr skólanum í Póllandi settumst við Denijal niður og byrjuðum að skrifa tvö handrit. Annað var Blóðbönd og hitt var að kvikmynd sem hann mun leikstýra úti. Okkur þótti mjög hent- ugt að vinna þetta samhliða, tókum tveggja vikna skorpu í mínu handriti, tæmdumst af hugmyndum og feng- um ógeð. Þá snerum við okkur að hans mynd og svona gekk þetta í nokkurn tíma. Næsta skref er að undirbúa upptökurnar, sem áætlað er að fari fram í janúar.“ Snorri Þórisson er framleiðandi myndarinnar og fyrirtæki hans Pegasus mun annast upptökurnar. thorat@frettabladid.is VILTU MIÐA? Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SENDU SMS SKEYTIÐ JA TBB Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. 9. HVER VINNUR. VINNINGAR ERU MIÐAR Á MYNDINA · DVD MYNDIR · MARGT FLEIRA. KVIKMYNDIR ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ■ leikstýrir sinni fyrstu mynd í fullri lengd. ÁRNI ÓLAFUR ÁSGEIRSSON Leikstjórinn hefur sérstakan áhuga á fjöl- skyldum og fjallar um dramatískt fjöl- skylduuppgjör í fyrstu kvikmynd sinni. Lárétt: 1 ástand, 6 hjúpur, 7 skóli, 8 í röð, 9 nóa, 10 konunafn, 12 sjór, 14 skordýr, 15 á þessari stundu, 16 tímabil, 17 skelfing, 18 kind. Lóðrétt: 1 rámi, 2 kveðið, 3 sólguð, 4 umsvif, 5 kveikur, 9 sár, 11 sofa, 13 konunafn, 14 læsing, 17 mjög æst. Lausn: Lárétt: 1horfur, 6ára,7ma, 8st, 9ask, 10 rut, 12mar, 14lús, 15nú, 16 ár,17 ógn, 18sauð. Lóðrétt: 1hási, 2ort, 3ra, 4umstang, 5 rak, 9aum, 11kúra, 13 rúna,14lás, 17 óð. Hinn „faglegi“ spjallvettvangurBlaðamannafélags Íslands á net- slóðinni press.is hefur verið átakan- lega dapurlegur undanfarna mánuði. Fastagestir þar virðast þó binda ein- hverjar vonir við að spjallglaðir blaðamenn hressist með haustinu og láti að sér kveða. Róbert Marsh- all, formaður BÍ, fer á undan félög- um sínum með góðu fordæmi og reynir að kalla fram viðbrögð við grun um að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé í pípunum: „Skyldi einhver ein- hverstaðar vera að semja nýtt fjöl- miðlafrumvarp? Datt þetta svona í hug. Það líður að hausti og búið að boða nýtt frumvarp með haustinu. Vona að Blaðamannafélagið fái að heyra af þessu áður en Davíð birtist með það, tilbúið, á tröppum utanrík- isráðuneytisins.“ Formaðurinn viðrar í framhaldinu skoðanir sínar á hugs- anlegum hömlum á starfsemi fjöl- miðlafyrirtækja og segir meðal ann- ars: „Ég tel að skorður við eignar- haldi markaðsráðandi fyrirtækja séu eðlilegar við 20–30%. Í Þýskalandi má enginn einn aðili ráða meiru en 30% sjónvarpsmarkaðar mælt í út- breiðslu eða 25% sé sá hinn sami markaðsráðandi á annarrs konar fjöl- miðlamarkaði.“ Þá telur Róbert koma til greina að setja skorður við eignar- haldi sömu aðila á dagblöðum og ljósvakamiðlum en leg- gst gegn banni.“ Fáir kollegar Róberts hafa lagt orð í belg um þetta mál, sem átti hug stéttarinn- ar allar í sumar. 62-63 (54-55) Fólk aftasta 2.9.2004 21:05 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.