Fréttablaðið - 03.09.2004, Síða 64

Fréttablaðið - 03.09.2004, Síða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Veldu þitt lán 4,2% 80% 100% vextir lánshlutfall þjónusta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 57 20 08 /2 00 4 Í Landsbankanum getur þú valið hvort þú tekur íbúðalán á 1. veðrétti til 25 eða 40 ára: 1. Með föstum 4,2% verðtryggðum vöxtum út lánstímann. 2. Með endurskoðun vaxta á 5 ára fresti. Skilyrði fyrir þessum kjörum er að lántaki sé með launareikning í Landsbankanum og þrjá af eftirfarandi þjónustuþáttum í Landsbankanum: • Greiðsludreifing • Kreditkort • Lífeyrissparnaður • Líftrygging eða sjúkdómatrygging. Ráðgjöf og nánari upplýsingar hjá Fasteignaþjónustu Landsbankans í síma 410 4000 og í útibúum um land allt. Fasteignaþjónusta Landsbankans í Reykjavík er opin til kl. 19 alla virka daga. Allt í einu Alltaf þegar eitthvað gerist á Ís-landi, þá gerist það allt í einu. Alveg fyrirvaralaust. Þetta er dálít- ið fyndið. Grandvaralausir menn eru kannski bara að fá sér kókó- mjólk eða eitthvað, í rólegheitum, og þá er allt í einu búið að lækka vextina á íbúðarlánum og komin blússandi samkeppni í bankakerfinu og hvaðeina. Það er rétt svo að menn nái að tæma úr fernunni og henda henni í ruslið áður en næsta vaxtalækkun er boðuð. SVONA gerast hlutirnir á Íslandi. Þetta er íslenska leiðin. Það veit aldrei neinn almennilega hvað ger- ist næst. Allir halda kannski að eitt- hvað muni gerast, og það vantar ekki kenningasmiðina og fólk sem hefur gaman af því að spá í spilin, en svo, nánast undantekningarlaust, gerist bara eitthvað annað, eða þá að hlutirnir gerast þegar enginn býst við að þeir gerist. FATTIÐI? Ég held að við viljum hafa þetta svona. Við nennum ekki að plana hlutina. Hvenær, til dæmis, eigum við að nenna að segja hern- um að fara? Hvenær munum við nenna að taka upp 90% lán? Hvenær munum við skyndilega nenna að afnema verðtryggingu? Hvenær nennum við að breyta kvótakerfinu? Allt þetta mun bara gerast einhvern tímann. Einhver segir eitthvað, og það verður til þess að einhver annar segir eitt- hvað, og svo bara gerist eitthvað einhvern veginn. Og allir verða bara sáttir við það, fyrir utan nokkra sem verða alltaf dæmdir til þess að vera of seinir að segja það sem þeir ætluðu að segja. ÞETTA býður upp á skemmtilegar pælingar. Hvar verður maður næst þegar stórtíðindi gerast? Ætli ég hafi ekki bara verið að klóra mér einhvers staðar, í eyranu eða eitt- hvað, þegar Kolkrabbinn féll. Það var í ágúst 2003. Þá gjörbreyttist viðskiptalífið. Kannski verður mað- ur einhvers staðar að klæða sig í úlpu þegar skattarnir lækka. Að stinga lykli í skrá þegar innflutning- ur á landbúnaðarvörum verður gef- inn frjáls. Að sleikja ís með dýfu þegar vín verður allt í einu komið í matvöruverslanir, skyndilega og án þess að nokkur nái að reka upp múkk , út af einhverju sem einhver sagði einhvern tímann vegna ein- hvers. Allt í einu. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR 64 bak 2.9.2004 20:34 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.