Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973, ■ A j.; MBkíIPSsI w ••. |Hamar i Hamarsfir&i (1954) Fjöröur i MjóafirOi (1950) Mgpij ■ Gömlu torfbæirnir fóru mjög vel i landslaginu, en voru á ýmsan hátt heldur óhentugir, Sums staöar tóku reisuleg timburhús við af torfbæjunum, en reyndust flest heldur köld. Það var skemmtilegt að búa i þeim á sumrin, en á veturna gat dregið af gamanið, enda voru flest timburhús þá miklu ver ein- angruð, en nú gerist. Þeim hætti og til að gisna með aldrinum. Myndirnar sýna reisuleg gömul timburhús: Fjörö i Mjóafirði sumarið 1950 og Hamar i Hainarsfirði 1954. Það hefur veriö byggt myndarlega á þessum gömlu, austfirzku stórbýlum. Kirkja var fyrrum i Firöi. A unglingsárum minum heyrði ég oft minnzt á Svein i Firöi al- þingismann og lék forvitni á að sjá staðinn. A Bakka i Bakkafirði var visir að þorpi meðan útgerð þaðan var hvað mest. Hefur margur fiskur verið dreginn þar á land. Einhvern veginn finnst mér, að þar gæti „afi á Knerri" hafa átt heima. Gömlu skemmurnar eru orðnar skakkar og skældar. En þær hafa séð betri daga og kannski einhverntima geymt „biskvi” og annan góðan varning, þegar höndlað var við skútu- menn. Oft hafa sjálfsagt reka- viðardrumbar legið á hlaðinu. „Klukkan átta nærri nú, ætlar að fara að ganga tiu” er haft eftir Danielsen á Skipalóni við Eyja- fjörð, þegar honum þótti mikið liggja og vakti fólk sitt til vinnu klukkan sjö að morgni. Jú, það voru sannarlega höfð hröö hand- tök við heyskapinn oft og tiðum. Þaö var metingur milli manna hve marga hesta þeir gætu bundið á dag. Sumir bundu baggann einir, en flestir kusu að hafa duglega meðhjálp, eins og myndin sýnir. Þaö var list að binda-vel og hafa baggana jafna svo ekki hallaðist á hestunum. Menn lyftu böggunum snarlega til klakks, svo ekki þyrfti að standa lengi undir fyrri bagganum — og bandið átti aö vera vænt. Einn merktarmaður sagði um til- vonandi tengdason, að hann vildi gorta af sem flestum hestum af heyi, en bandið hjá honum væri svo smátt, aö baggarnir stæðu undir sjálfum sér. Ef vel var bundið, var það létt verk fyrir unglinga að fara á milli með hey- bandslestina. Hann gat jafnvel setið á hesti og rekið hana, klár- arnir rötuðu heim að hlöðunni með baggana. — „Tvisvar sinnum tveir eru fjórir, taktu i horn á geitinni” syngja krakk- arnir og litið á mynd af manni og geit. Geitfénaður er nú oröinn sjaldgæfur hér á landi, en mörg örnefni sýna forna frægð geitanna: Geitaberg, Kiðabjörg, Hafursá, Geithellur o.s.frv. Sex geitur voru fyrrum taldar mjólka á við meðalkú. Geitaostur þykir sælgæti. En geitur ganga hart aö beitarlandi. „Staka, gæra, húð og há", unglingarnir geta spreytt sig á af hvaða dýrum þau skinn eru. Geitin kemur þar við sögu. Langt er siðan Steingrimur Matthiasson læknirskrifaði: „A Húsavik sá ég marga, og þar á meðal sýslu- manninn sjálfan, hafa geitur”. vAÍ>. i Taktu i horn á geitinni” (1954) Heyiö flutt heim I Kaldbak f Kaldbaksvlk (1947) Heyband viö Eyjafjörö (1947) Bakki I Bakkafiröi (1957)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.