Tíminn - 11.11.1973, Qupperneq 19
Sunnudagur 11. nóvember 1973.
TÍMINN
19
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
- ■ ---------------------------— -
Verum einhuga
í ræðu sinni, er samkomulagið við Breta var
lagt fyrir Alþingi, sagði Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra, að eitt mikilvægasta atriðið i
þessum samningum væri, að frysti- og verk-
smiðjutogarar væru algerlega útilokaðir.
Ólafur minnti á, að ein aðalröksemd þeirra,
sem töldu, að ekki mætti biða með útfærsluna i 50
milur, hefði verið sú, að stórum frysti- og verk-
smiðjutogurum færi stór fjölgandi, og þeir
myndu i auknum mæli koma inn á okkar fiskimið,
og fara yfir þau eins og ryksugur og drepa allt
kvikt i sjónum. Á árinu 1971 hefðu Bretar átt 25
frystitogara, en nú væru þeir 46 talsins, og áform
um að stórfjölga þeim færu ekki leynt.
— Ef við staðfestum þetta samkomulag við
Breta, sagði forsætisráðherra, munum við einnig
staðfesta það, að við munum aldrei liða neinum
verksmiðjutogurum að veiða innan 50 milna.
Eftir þessa samninga getur slikt ekki komið til
greina. Og á þeirri grundvallarreglu yrði nú auð-
velt að standa gagnvart kröfum Vestur-Þjóð-
verja, þar sem Bretar samþykkja þetta grund-
vallarsjónarmið i þessu samkomulagi. Við
munum segja við Vestur-Þjóðverja: Það, sem
Bretar hafa fallizt á og viðurkennt, munuð þið
einnig verða að viðurkenna.
Ólafur Jóhannesson sagði, að komið hefði fram
i umræðunum um málið, að lögsaga okkar i
málinu, væri ekki nægjanlega trygg.Hann hefði
lýst yfir skilningi sinum á þessu atriði, og sá
skilningur yrði staðfestur með lagasetningu,
þannig að ekkert færi milli mála. Togarar, sem
brotlegir gerðust við samkomulagið, myndu
strikaðir út af skrá skv. þeirri lagasetningu. Það
yrði dómsmálaráðuneytið, sem tæki ákvörðun
um slika leyfissviptingu á grundvelli skýrslna
landhelgisgæzlunnar. Kæra til dómstóla og dóm-
stólameðferð kærumáls myndi ekki fresta leyfis-
sviptingu. Þannig yrði lögsagan algerlega i
islenzkum höndum, þótt i samkomulaginu væri
kveðið á um að brezkt eftirlitsskip skuli eiga þess
kost að sannreyna málsatvik, þegar Landhelgis-
gæzlan lýsir yfir broti togara gegn samkomu-
laginu.
í ræðu, sem Gylfi Þ. Gislason, formaður
Alþýðuflokksins, hélt i þessum umræðum á
Alþingi, lýsti hann yfir hiklausu fylgi Alþýðu-
flokksins við samkomulagið og sagði, að þing-
flokkur Alþýðuflokksins liti svoá.aði samkomu-
laginu fælist i reynd viðurkenning Breta á rétti
íslendinga til umráða yfir fiskimiðunum
umhverfis landið á 50 milna svæði.
í lok ræðu sinnar lagði Ólafur Jóhannesson
mikla áherzlu á sem viðtækasta samstöðu þings
og þjóðar um þetta samkomulag. Menn skyldu þó
ekki ætla, að með þessu bráðabirgðasamkomu-
lagi við Breta væri endi bundinn á baráttu
þjóðarinnar fyrir fullum yfirráðum yfir auð-
lindum fiskimiðanna við landið. Sú barátta stæði
enn sem hæst, og myndi halda áfram, og mikil-
vægir og stórir áfangar væru framundan i þeirri
baráttu. En eining þings og þjóðar i öllum
skrefum, smáum og stórum, sem stigin væru,
myndi verða okkar megin styrkur i baráttunni til
fulls og endanlegs sigurs. Það hefði verið
einróma eining á Alþingi um málið siðan Alþingi
ákvað útfærsluna i 50 milur með 60 atkvæðum.
Þeir, sem þá einingu ryfu, ynnu ekki gott verk.
— TK
Theo Sommer, Newsweek:
Viðræðurnar í Vín
um minnkun herja
Þær verða vandasamar og tímafrekar
Gcorg l.eber, varnarmúlarábherra Vestur-Þýzkalands
SAGT er, að starfsmenn
Sovézku utanrikisþjónustunn-
ar hafi myndað sér einfalda og
þægulega reglu eftir að fara,
og hún er á þessa leið:
Hver og einn, sem falið er að
gegna störfum á ráðstefnunni
um öryggi og samvinnu i
Evrópu á að fá sér herbergi i
gistihúsi i viðkomandi borg.
Þeim, er tekst á hendur starf
við annan áfanga SALT-
viðræðnanna, ber að taka á
leigu ibúð. En sérhverjum,
sem falið er að taka þátt i
samningaviðræðum um gagn-
kvæma fækkun i fastaherjum
(MBER) — en þær hófust i Vin
i lok október — ber að taka á
leigu einbýlishus.
Þetta virðist vera sérlega
skynsamleg regla, að minnsta
kosti að þvi er tekur til samn-
inganna um gagnkvæma
minnkun herafla. Allar likur
benda til, að jafnvel fyrstu
frumdrögin að samningum
um gagnkvæma minnkun
herafla taka afar langan tima.
t sumum höfuðborgum álf-
unnar er ekki gert ráð fyrir
neinum árangri af samninga-
umleitununum fyrri en árið
1975.
BANDARIKJAMENN eru
ekki hrifnir af þessum hug-
myndum Þir vildu fyrir sitt
leyti hafa hraðann á. Málin,
sem semja þarf um, eru
ákaflega margslungin hér i
Evrópu, en auk þess lita
Evrópumenn svo á, að ekki
megi hrapa að þessum samn-
ingum fyrir nokkurn mun, eða
hraða sér meira en góðu hófi
gegnir. Þeir hafa afar illan
bifur á öllum aðferðum, sem
gæfu risaveldunum tækifæri
til gagnkvæmrar minnkunar
herafla sins i Mið-Evrópu
samtimis og heimarikjunum
þar væri gert að halda sinum
herstyrk óskertum.
Evópumenn geta leitt að þvi
gild og afar þungvæg rök, að
þá beri að hafa með i ráðum
frá fyrstu tið i öllum
samningaviöræðum um
minnkun herafla. Sömu rök
ættu að nægja til þess að
hnekkja öllum hugmyndum
um, að rikin i Vestur-Evrópu
geti á einhvern hátt fyllt þau
skörð, sem opnast i vörnum
vestrænna rikja við brottför
bandariska hersins þegar þar
að kemur
ÞAU sannindi verða ekki
sniðgnegin, að fjarri fer, að
riki Vestur-Evrópu geti axlað
auknar byrðar vegna
hervarna. Uppi eru háværar
kröfur um að þau dragi úr her
sinum og herbúnaöi. Frakk
ar og Bretar minnkuðu her
sinn eins og framast var unnt
upp úr 1960. Allar aðrar
evrópskar aðildarþjóðir að
Atlantshafsbandalaginu eru
ýmist að velta fyrir sér eða
framkvæma endurskipu-
lagningu og minnkun her-
aflans.
Danir ráðgera til dæmis að
draga það mikiö úr varnar-
kostnaði, að styrkur hersins
minnki nálega um helmina.
Belgir eru að hugleiöa að kalla
heim helming heraflans, sem
þeir hafa i Þýzkalandi, og
stytta herþjónustutimann úr
fimmtán mánuðum i tólf
mánuði (og meira að segja tiu
mánuði fyrir þá, sem verða að
dvelja i Þýzkalandi).
Ráðagerðir um styttingu her
skyldutimans eru einnig uppi
i Hollandi og á Italiu. Italir
ræða þrjár leiðir að þessu
marki. Allar hefðu þær i för
með sér fækkun i italska
hernum um 75 þúsund manns
frá þvi, sem nú er. Sumir sér-
fræðingar halda meira að
segja Iram, að fyrirhugaðar
breytingar geti leitl til
fækkunar i hernum um 140
þúsund manns.
Mjög svipuðu máli gegnir
um Vestur-Þjóðverja, en þeir
leggia að sjálfsögðu meira af
mórkum til landhelgi Átlants-
hafsbandalagsins en aðrar
Evrópuþjóðir. Rikistjórnin i
Bonn lækkaði herskylduna úr
18 mánuðum i lólf á siðast
liðnu ári. Siðan skipaði vestur-
þýzka stjórnin nefnd, sem
mælti með mjög róttækum
breytingum á skipulagi
hersins. Samkvæmt þeim til-
lögum á þó hvorki að fækka i
hernum né lækka hernaðarút-
gjöld, en yfirmenn og
þjálfarar þriðju hverrar her-
deildar yrðu þá aðeins
fjórðungur af þvi, sem nú er.
Þetta eru ekki aðeins venju-
legar stjórnartillögur á
pappir, heldur má telja
fullvist, að vestur-þýzki
herinn verður endurskipu-
lagður með þessum eða mjög
svipuðum hætti.
1 fyrsta lagi má nefna afar
gildar sálfræöilegar ástæður.
Enginn verður áþreifanlega
var við ógnun af hálfu Austur-
veldanna og er þvi ekki nema
eðlilegt, að Vestur-Evrópu-
menn séu farnir að draga i efa
nauðsyn þess að halda uppi
rándýrum öflugum her
vörnum. Afar margir draga i
efa siöferðilegt réttmæti og
nytsemi öflugs herafla þegar
gereyðingarvopnin eru oröin
tiltæk staðreýnd. Þetta á
einkum við um þá, sem ekki
þekkja leyndardóma þeirrar
heimspeki, sem vakir að baki
bættrar sambúðar. Naúösyn-
legar forsendur sigursældar
hers i baráttu eiga meira skylt
við trú en jafnræðisskipulag,
— hún byggist fyrst og fremst
á ákveðnu valdi og blindri
hlýðni en ekki frjálsum
rökræöum. Þetta er i siaukinni
andstöðu viö það verðmæta-
mat, sem samfélagið aðhyllist
yfirleitt.
Litið ber á beinni andstöðu
gegn her yfirleitt, en hirðu-
leysi um her og hermál virðist
breiðast út.
ÖNNUR hvöt til breyttrar
afstöðu til hers er af efnahags-
legum rótum runnin. Kröfur
um fullnægingu borgaralegra
þarfa ná nú til mun stærri
hluta fjárlaga og vergrar
þjóðarframleiðslu en tiðkaðist
á árunum milli 1960 og 1970.
Minna verður þvi afgangs til
hernaðarþarfa en áður. Féð,
sem veitter lil hernaðarþarfa,
rýrnar jafnframt að gildi
vegna verðbólgu og afar örra
kostnaðarhækkana. Nýjar
gerðir vopna i stað eldri eru
tvöfalt dýrari en þær voru
fyrir tiu árum. Laun her-
manna og eyðslufé hefir
hækkað nálega tvöfalt hraðar
en verðbólgunni nemur og
sama er að segja um reksturs-
kostnað hers. Með öðrum
orðum verður æ minna
fé handbært til greiðslu á
nýjum vopnum og búnaði.
Þriðja áhrifaatriðið er
vinnuaflið. Flest Vestur-
Evrópuriki búa við umfram-
eftirspurn eftir vinnuafli og
þegar þannig stendur á gefur
herinn ungum og fram-
sæknum mönnum tæpast nóg
tækifæri til frama. Eins og
sakir standa hittist tæpast i
Evrópu sá her, sem hefir á að
skipa leyfilegri tölu foringja.
Eigi herinn að geta keppt við
einkarekstur og opinbera
þjónustu verður hann að geta
gefið sjálfboðaliðum miklu
betri og meiri tækifæri til
menntunar og þjálfunar en nú
tiðkast. Þetta hlýtur aftur á
móti að auka enn til mikilla
muna kostnaöinn á hvern
einstakling.
ÞEGAR ofantaldir þættir
eru metnir sýnast þeir loka
þeim tveimur leiðum, sem völ
er á i Evrópu, eða skylduher
og her sjálfboöaliða. Vel
vígvæddur fastaher yrði bæði
allt of dýr og auk þess vafa-
samt hernaðargagn að
honum. Her sjálfboðaliða yrði
aftur á móti að vera mun
Framhald á bls. 39.