Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. Tristar til Japans Þessar ljómandi fallegu flug- freyjur verða þær fyrstu, sem fljúga með Tristar farþegaþot- unni.sem flugfólagið All Nippon Airways fær hjá Lockheed flug- vélaframleiðendunum i Banda- rikjunum. Þessi skinandi fallega þota flytur 306 farþega, og verður hún formlega afhent kaupendum sinum i desember næstkomandi, og tekur upp áætlunarflug fyrir Japani snemma á næsta ári. All Nippon Airways hafa pantað 14 flug- vélar sömu tegundar. Dýr peningur Myntsafnari nokkur i Kaliforniu hefur borgaö meira en 110.000 dollara fyrir eina mynt. Þeir sem seldu honum myntina sögðu að kaupandinn vildi ekki gera uppskátt, hve mikiö hann hefði greitt fyrir peninginn — sem var ameriskur silfurdollari frá árinu 1804, en fyrra met i greiöslu fyrir eina mynt var llO.OOOdollarar og seljendurnir sögðu að verð fyrir silfurdoll- ara þennan hafi verið töluvert hærra. Hvers virði skyldi allt safnið hans vera? C3 Aðeins kvikmynda- stjornur a sviðio Kvikmyndaleikara-leikhúsið i Moskvu er eina leikhúsið i heiminum, sem er eingöngu fyrir kvikmyndaleikara. Þar setja þeir leikrit á svið, æfa og ræða áætlanir sínar. Leikararn- ir sinna ekki eingöngu leiklist, heldur halda þeir áfram að æfa kvikmyndaleik undir stjórn æfðra kennara. Þetta leikhús er mjög mikilvægt fyrir unga leik- ara, sem útskrifast úr Kvik- myndaháskólanum i Moskvu. Ráð reyndra kvikmyndaleikara eru þeim hollt veganesti. Nú vinna um 260 leikarar við leik- húsið. Það er eitt, sem vekur at- hygli leikhússgesta, að á leik- skránni eru fjórir, fimm eða jafnvel fleiri leikarar um eitt hlutverk. Leikararnir geta átt von á því að verða kallaðir til vinnu i kvikmyndaverunum, sem eru þeirra aðalvinnustaðir. Sýningin verður þó eftir sem áður, eins og auglýst hafði verið. Mogen s er svo feiminn Mogens Glistrup, danski lög- fræðingurinn, sem stofnaði Framfaraflokkinn, hefur látið til sin taka á mörgum sviðum, og fólk hefur liklega ekki haldið, að hann væri feiminn, en nú hefur . kona hans fullyrt, að svo sé. Frúin, Lena, sem hefur verið gift Mogens i 23 ár, hefur látið hafa þaðeftir sér, að i öll þau ár, sem þau hafa verið gift, hafi Mogens aldrei sagt henni, að hann elskaði hana. — Hann hefur heldur aldrei sagt börn- unum, að honum þyki vænt um þau, bætir frúin við.Hann er svo feiminn.. Ekki er þó að sjá, að Mogens sé feiminri á þessari mynd, enda eru hér með honurn fjórar ungar stúlkur, sem allar vilja styðja hann með ráðum og dáð, og á höttunum bera þær nafn átrúnaðargoösins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.