Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. A hátlftisdögum er Sigurbuginn flóölýstur og hann er stórkostleg sjón, þarna viftendanná einni af frægustu brei&götum heimsins, Champs Elysées. íssssíiiii Sigurboginn í París hliðum Sigu'rbogans, eru nöfn stóru herferðanna, t.d. Ulm, Austerlitz, o.fl., alls um 30 vig- stöðvar i Evrópu og Afriku. Þar undir er ræma, tveggja metra há og 137 metra löng, allt i kring um bygginguna. Þar á eru yfir 400 myndir af mönnum i fullri lik- amsstærð. A vesturhliðinni sést franski herinn leggja upp i her- ferð til baráttu fyrir föðurlandið, en á austurhliðinni kemur herinn sigursæll heim. A sex minni flötum i hæð við bogann sjálfan eru lágmyndir, sem sýna ýmsa kunna bardaga. Aðalskraut Sigurbogans eru þó stytturnar fjórar. Þær sýna ,,För sjálfboðaliðanna 1792” sem einnig hét La Marseillaise og er hún efðir Rude, „Sigurinn 1810”, til minningar um friðarviðræður Napóleons i Vin eftir striðið við Austurriki og ,,Friðurinn” og „Andspyrnan” báðar eftir Etex. Inni i sjálfum boganum og hliðarbogunum tveimur eru graf- in nöfn 128 minni háttar vig- stöðva, þar sem herir Frakka unnu sér frægð. Auk þess eru þar nöfn 660 hershöfðingja, sem færðu þá fram til sigurs. Þau nöfn sem undirstrikuð eru, eru nöfn þeirra hershöfðingja, sem eftir urðu á vigvöllunum, ásamt þeim niu milljónum hermanna, sem féllu i Napóleonsstyrjöldunum. Sigurboginn i Paris er áreiðan- lega glæsilegasta striðsminnis- merki heimsins — miklu stærri en Titusar-sigurboginn á Forum Romanum i Róm. Napóleon sjálfur fékk aldrei að ganga i sigurgleði gegnum minnismerki sitt i fararbroddi herja sinna, eins og hann hafði dreymt um. En einn blákaldan desemberdag árið 1940, meðan snjónum kyngdi niður á húsaþök Parisarborgar, var numið staðar með kistu Napóleons undir boganum, á hinni löngu leið hennar frá Elinareyju til heiðursgrafhýsis- ins i Église-St. Louis-des-Invali- des. 16. hestar, klæddir hvit- um sorgardúkum, drógu hinn mikla, gyllta líkvagn og meðfram báru menn logandi kyndla. Undir boganum stóð hersingin meðan 21 fallbyssuskot kvað við yfir borg- ina, hinum látna keisara til heið- urs. Gröf óþekkta hermanns- ins Annar sögulegur hápunktur viðkomandi Sigurboganum, var þegar 30 þúsund prússneskir her- menn gerðu innrás i Paris árið 1870. Þeir gengu upp að Sigurbog- anum og stefndu beint undir hann og siðan niður Champs Elysées. Um 300 drengir höfðu safnazt fyrir undir boganum og gerðu sig ekki liklega til að þoka um þuml- ung fyrir hernum. Þegar vfir- mennirnir voru komnir undir Hann er stærsta bygging heims af sínu tagi, reistur af keisara, til minja um sigra hans á vigvöllum Evrópu. En Sigurboginn er nú öllu fremur minnis- merki um óþekkta hermanninn og þjóðaraltari, þar sem þjóðin kemur saman við stóratburði. I»AÐ voru forn Rómverj- ar sem gáfu Napóleon Bonaparte hugmyndina aðSigurboganum, þegar hann komst að þeirri niðurstöðu eftir sigra sina á vigvöllunum, að hann yrði að heiðra sjálfan sig með miklum minnismerkjum i höfuð- borg Frakklands — sigurbogum, styttum, brúm, gosbrunnum og hver veit hverju, sem var bara nógu stórt og mikið til að gefa hug- mynd um vald Frakk- lands og snilld Napóle- ons. Það fyrsta sem gert var, var einskonar fyrirrennari Sigurbog- ans á De-Gaulle-torgi, eins og Stjörnutorgið (Place De l’Étoile) heitir nú. Fyrirrennarinn var reistur við hinn enda Champs Élysés. Hann er litill, fallegur sigurbogi, og er til minnis um sigrana við Austerlitz, Ulm, Tilsit o.fl. Hann var fullgerður þegar árið 1808 og gaf Parisarbúum hugmynd um hvers þeir mættu vænta á Chaillot-hæð, þremur kilómetrum fjær. 1 þá daga var Champs Élysées að miklu leyti skógi klædd slétta, sem hallaði að Boulogne-skógi, sem var handan hæðarinnar, sem Napoelon ætlaði að reisa Sigurbogann mikla. Þarna var leiðin inn til Parisar og þarna gat Napoleon riðið inn i borgina i far- arbroddi hers sins. Þaðan gat hann litið yfir borgina og þarna skyldi að eilifu standa minnis- merki um hann og hermenn hans, sem allir gætu séð. Uppi á hæðinni var tekið til við að slétta þann blett, sem Sigur- boginn skyldi standa á. Tiu metr- ar af jarðvegi voru fjarlægðir og hornsteininn var lagður á af- mælisdegi Napóleons, 15. ágúst 1806. En það gekk illa að reisa minnismerkið. Grundvöllurinn var of gljúpur til að bera öll þessi ósköp af grjóti og það varð að grafa 18 metra niöur til að finna trausta undirstöðu. Þegar verðandi brúður Napóle- ons, Maria Lovlsa af Austurriki kom til Parisar i april 1810, var Sigurboginn aðeins kominn nokkra metra upp úr jörðinni. Þess vegna lét keisarinn gera tré- grind, og tjaldaði hana I striga, i fjórum fimmtu af stærð Sigur- bogans. Eftir innreið unnustunn- ar var eftirlikingin fjarlægð. Þegar Napóleon var sendur i útlegðá Elbu árið 1814, var Sigur- boginn orðinn 16 metra hár, en enn var mikið eftir þar til þetta 50 metra háa og 45 metra breiða minnismerki með öllum sinum skreytingum yrði fullgert. Loðvik 18., sem kom næstur eftir' Napóleon i hásæti Frakklands, hafði engan áhuga á að heiðra hinn fallna fyrirrennara sinn. Starfið hófst þvi ekki að nýju fyrr en Karl 10. tók við völdum og til- gangur hans var að gera Sigur- bogann að minnismerki um litla herferð, sem sonur hans fór i til Spánar og tókst vel. Karli 10. var steypt af stóli, áður en honum gafst tóm til að framkvæma þessa ætlan sina og það var i stjórnartið Louis- Philippe, sem Sigurbogi Napóleons var tilbúinn til vígslu 29. júli 1836. En til hvers átti að vigja hann? Hverjum til heiðurs? Napóleon var löngu dauður á Elinareyju og Sigurbogi honum til heiðurs yrðú högg i andlit Eng- lands, Þýzkalands, Rússlands og Austurrikis. Slikt gætu Frakkar ekki leyft sér. En Frakkar eru góðir dipló- matar og loks var Sigurboginn vigður með mikilli viðhöfn, tileinkaður ,,öllum frönskum herjum siðan 1792”. Þar með varð hann meira en minnismerki um hernaðarlega sigra eins manns. Til minnis um sigrana Upprunalega var það ósk Napóleons, að allar stytturnar skyldu minna á hersigra hans. En arkitektinn Chagrin laumaði hóp mynda, sem hann kallaði „Friðinn” inn á.milli fjögurra stytta, sem skreyta austur- og vesturhliðar súlna Sigurbogans. Annars eru það eingöngu hernaðarlegu afrekin, sem gert er mest úr. Efst uppi á röð kringl- óttra skjalda, sem er á öllum Sólaóir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBfLA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.