Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 8
8 * *,* TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. Marino Þorsteinsson, aðalbókari. Smjörliki hefur tekið upp full- komið vélabókhald, sem bæði er notað I reikningshaldi og sem stjórntæki i iðnaði. Dagbjartur Björnsson, bifvéla- virki. Smjörliki hefur fullkomið bifreiðaverkstæði til viðgerða á bilakosti sinum og ennfremur vélaverkstæði, sem annast við- gerðir og viðhald i verksmiðj- unni. Þá sjá þeir sjálfir um niður- setningu véla og búa i þeim efnum að langri reynzlu. Guðmundur Guðmundsson. Astæður fyrir þessu kunna að vera fleiri en ein. Til skamms tima var þetta fátæktarstimpill, og fólk hafði rótgróna andstyggð á smjörliki og vildi ekki að börn sin ælust upp á magarini, eins og það hafði gert. A kreppuárunum var smjörlikið talið annars flokks vara. Þetta hefur breytzt, þvi inn i þetta dæmi verður að taka umtalsverða iðnþróun, nýjar framleiðsluaðferðir og nýjar tegundir, sem gefa ekkert eftir þvi bezta sem þekkist. Unga fólkið er á annarri skoðun en það gamla. Það er laustvið kreddur og notar smjörliki af hag- kvæmnisástæðum. Alvarlegt mál að stjórna neyzluvenjum með rikissjóði Okkur hér finnst það á hinn bóginn vera mjög alvarlegt, þegar peningar eru teknir úr rikissjóði til að hafa áhrif á neyzluvenjur fólks. T.d. að verja miklum fjárupphæðum til að fá fólk til að borða lambakjöt, ef það vill heldur nautakjöt, eða kjúklinga. Sama er upp á tengingnum, þegar almannafé er varið — i mismunandi miklum mæli þó — til að styrkja smjör- framleiðsluna á kostnað smjör- likis. Smjörlikisnotkun vex samt frá ári til árs, en þó hægar en við vildum. Arið 1971 var undan- tekning, en þá voru gifurlegar niðurgreiðslur á smjöri. Nirður- greiðsluþólitikin gengur, að þvi er virðist, oft i berhögg við alla skynsemi. Sumt fólk vill spara og annað ekki, og það á að leyfa þvi að velja á milli i vöruverði og gæðum, án utanaðkomandi áhrifa. íslendingar nota 2500 tonn af smjörliki á ári — Innlend hráefni. — Hve mikið er framleitt af smjörliki hér á landi? — Smjörlikisframleiðslan á Islandi er um 2500 tonn á ári. Þar af framleiðir Smjörliki hf. á milli 50 og 60%, og hefur svo verið undanfarin ár. 1 krónutölu er þetta eitthvað hærra hlutfall, þvi aö við framleiðum meira magn af dýrari gerðum smjörlikis en aðrir. Smjörliki er ekki flutt inn, þar eð það er talið með land- búnaðarvörum i EFTA-sam- komulaginu. — Eru notuð innlend efni i smjörliki, annað en undanrennu- duftið? — Já, við notum mikið magn af hertu loðnulýsi, hydrol, sem framleitt er af einu lýsisherzlu- verksmiðju landsins, HYDROL hf. Loðnulýsi er upphaflega fjöló- mettað, en með þvi að hleypa vetni gegnum það við mikinn þrýsting, breytast eiginleikar lýsisins. Það harðnar, fjöl- ómettuðu feitisýrurnar mettast og feitin breytist i mettaða feiti- tegund, sem kölluð er hydrol. Vetnið er keypt hjá Aburðarverk- smiðju rikisins, svo að þetta er innlend framleiðsla I orðsins fyllstu merkingu. önnur aðal- efnin sem við notum, eru kókos- feiti, hert jarðhnetuolia og sojabaunaolia, sem koma erlendis frá. — Er núverandi stærð smjörlikisgerðarinnar sambærileg við stærð erlendra verksmiðja? Smjörliki Hf. Stærsta smjörlikisgerðin á íslandi Smjörliki hf. er, eins og áður hefur komið fram, stærsta smjörlikisgerð landsins. Verksmiðjur af þessari stærð eru nokkuð algengar erlendis, þó að sjálfsögðu sé mikið um risastórar verksmiðjur, sem framleiða sem svarar ársnotkun Islendinga á örfáum dögum. Unilever er sennilega stærsti smjörlikisfram- leiðandi i heiminum. Eins og áður sagði er smjörliki ekki flutt til landsins nú. Smjörliki var flutt til landsins meira og minna allt til byrjunar siðari heimstyrjaldarinnar en Islenzka smjörlikið hafði áður ýtt þvi svo til út af markaðnum. Erlent smjörlíki er auðvitað svipað að gæðum og innihaldi og innlendar smjörllkistegundir, en þó eru framleiddar nokkrar tegundir erlendis, sem ekki eru framleiddar hér, svo sem smjörlfki með mjög litlu feitiinni- haldi, megrunarsmjörliki, og ýmsar sérstæðar tegundir aðrar, en islenzkur markaður leyfir ekki slika framleiðslu hér á landi, þar eð markaðurinn er of smár. Er umbúðamunurinn eini munurinn á Ljóma og Bláa borða? — Svo vikið sé að einstökum tegundum. Er það rétt, sem stundum heyrist, að munurinn sé mstur á hinum ýmsu umbúðateg- undum af smjörliki? — Við framleiðum þrjár teg. af borðsmjörliki, en þær eru Ljómi, Silfurskeifan og Blái borðinn. Þetta er að sjálfsögðu ekki sama tegundin, þótt það sé framleitt i sömu vélum og aðal- hráefnin séu hin sömu. Hver tegund hefur sin einkenni hvað snertir bragð og saltinnihald, og ennfremur ýmsa aðra sérgreinda eiginleika. Astæðan fyrir þvi, að við höldum áfram að framleiða þrjár tegundir, en ekki eina, er sú, að hver tegund hefur sinn ákveðna, trygga viðskiptavina- hóp, fólk er vill fá það smjörliki sem það hefur vanizt og þekkir öll einkenni á. Við prentum upplýsingar um innihald á umbúðirnar á allri okkar vöru, og höfum gert það lengi, en þetta er einmitt það, sem nú er verið að setja i reglugerðir. Rannsóknastofa og eftirlit Við höfum eigin rannsókna- stofu, þar sem fylgzt er með allri framleiðslu okkar. Þegar við erum að koma fram með nýjar tegundir af smjörliki eða verið er aö endurbæta þær gömlu, þá er unnið að uppskriftunum hjá okkur með tilraunum. Við vinnum þá ýmist einir, eða fáum erlenda sérfræðiaðstoð. Og við fáum að vita um allar umtals- verðar nýjungar, sem fram koma erlendis hverju sinni. Þetta kemur meðal annars fram i nýjum og gömlum framleiðslu- vörum okkar. Jurtasmjörlíki það bezta, sem við getum framleitt Jurtasmjörlikið er bragðbezta smjörlikið, sem við getum fram- leitt, og það er einkum notað ofan á brauð og kex og i finar kökur. Við höfum nú talsverða reynslu af þeirri framleiðslu, og fólk hefur kunnað að meta hana. Jurtasmjörliki pökkum við i þrjár stærðir af neytenda- umbúðum, 500 gr., 250 gr. og 250 gr. dósir. Jurtasmjörlíkið er framleitt i lokuðu kerfi, eins og annað smjörliki, og súrefni og óhreinindi komast ekki að þvi i framleiðslunni. Undanrennan sem i það er notuð, er dauð- hreinsuð, eins og áður hefur komið fram. Þetta tryggir m.a. mikið geymsluþol. Smára bökunar smjörliki — oliur frá Sólariöndum Þá er að telja Smára bökunar- smjörliki, sem einkum er notað til baksturs i heimahúsum og bakarasmjörliki, sem bakara- meistarar og kexverksmiðjur nota til bökunar. Þetta smjörliki verður að hafa ákveðna eiginleika. T.d. verður smjörliki, sem nota á til hnoðurnar I deig, að hafa nokkuð hærra bræðslu- mark en venjulegt smjörliki, og eru þessar tegundir gerðar eftir sérstökum uppskriftum, en úr sömu hráefnum og annað smjörliki. Hóimfríður Sveinbjörnsdóttir við pökkunarvél, sem pakkar jurtasmjörliki. Auk þessa framléiðum við svo Palmin og Ljómajurtafeiti. Þessi vara er hrein kókósfeiti, komin frá suðrænum sólar- löndum, og er mikið notuð til alls- konar djúpsteikingar, t.d. á kleinum og laufabrauði, svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur við steikningu á frönskum kartöflum og öðrum matvælum. Loks er það svo Aurora-salat- olia og Sólblómaolia, sem settar eru á smáflöskur. Eftirspurnin er orðin mikil á salatolium hér á landi, en þetta eru fjölómettar feititegundir. ,Fékkst þú> Tropicana I morgun?” — Þið hafið byrjað framleiðslu og sölu á hreinum ávaxtasafa, Tropicana. — Það er rétt. 8. febrúar 1973 hófum við pökkun á Tropicana appelsinusafa frá Flórida. Sú Smjörlíki fátækrastimpill? Hefur margt gamalt fólk rótgróna andstyggð á smjörlíki? framleiðsla fer þannig fram, að meginhluti vökvans er tekinn úr appeláinunum vestur i Bandarikjunum, en siðan er ávöxturinn djúpfrystur og fluttur hingað til lands með frysti- skipum. Við blöndum siðan hæfilegu magni af vatni í þetta i fram- leiðslunni, en ég vil þó taka það fram, að við bætum um það bil 20% minna af vatni í, en upphaf- lega var i appelsinunni, i þvi skyni að fá betra bragð. Safinn er siðan gerilsneyddur og kældur, og honum er pakkað i fernur, sem allir þekkja. Sala þessa ávaxtasafa hefur gengið mjög vel, og einkurp liklega vegna þess, að ekki er notuð nein rotvarnarefni I hann. Umbúðamerking og eftirlit Við fylgjum þarna sömu reglu og á öðrum vörum. Við tilgreinum innihaldið og eiginleika þess á neytenda- Rósa Eðvaldsdóttir viö pökkun á jurta-smjörliki I dósir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.