Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. nóvember 1973. TÍMINN 7 Rætt við Davíð Sch. Thorsteinsson framkvæmda- stjóra Þáttaskil i samstarfi 1950 — Smjörliki Hf. Arið 1950 urðu þáttaskil i sam- starfinu, þvi þá sameinuðust verksmiðjurnar um kaup á afkastamiklum framleiðslu- vélum, sem gátu annað allri eftir- spurn þeirra. Við komu þessara véla til landsins var framleiðslan flutt að Þverholti 19-21, þar sem áður voru húsakynni Ljóma og Afgreiðslu Smjörlikisgerðanna. Hið sameiginlega fyrirtæki hlaut siðar nafnið Smjörliki hf. Sem áður sagði, voru fram- leiðsluvörur allra fyrirtækjanna smjörlíki, en mismunandi með- höndlun og uppskriftir voru notaðar við framleiðsluna. Arið 1962 voru teknar i notkun vélar, sem i rauninni höfðu i för með sér gjörbyltingu i smjörlikis gerðhér á landi. Þetta voru nýjar vélar og nú snerti mannshöndin aldrei á smjörlikinu. Ljós og loft komst ekki að fram- leiðslunni, og geymsluþolið jókst til mikilla muna. Ennfremur varð framleiðslan, eða gæði hennar, jafnari. Bjarni Kjartansson, mjólkur- fræðingur við rannsóknir á sýni I rannsóknastofu Smjörlikis hf. Framleiöslueftirlit er stundað I rannsóknastofunni og gerðar eru þar tilraunir á framleiðslu, ýmist sjálfstæðar, eða f samvinnu við erlendar stofnanir. Nýjar vélar voru keyptar — eftir 12 ár — hinar óslitnar en úreltar — Mjólkurvélar keyptar Eins og kemur fram hér á undan, vorum við búnir að kaupa nýjar stórvirkar vélar til fram- leiðslunnar aðeins tólf árum áður, eða árið 1950. Þessar vélar voru ekki lagðar af vegna þess að þær væru slitnar eða úr sér gengnar, þær voru einfaldlega úreltar, vegna nýrri tækni. Næsta stóra skrefið svo tekiö árið 1964, en þá voru fengnar hingað mjólkurvélar eða mjólkurbúsvélar, og þá hofum við framleiðslu og sölu á jurta- smjörliki. En til þess að fram- leiða svo gott smjörliki, er nauð- synlegt að nota sýrða undan- rennu. Þessar vélar kostuðu offjár, og voru það einkum sjálf- virkar vélar, þar sem dauð- hreinsað var með 135 stiga hita við snögghitun, en slik dauð- hreinsun er algjör forsenda fyrir nægilegu geymsluþoli jurta- smjörlikis. Gáfu 25.000 öskjur af Jurtasmjörliki Jurtaámjörliki var svo sett á markaðinn með mikilli kynningarherferð, þar sem við gáfum meðal annars sýnishorn, alls 25.000 öskjur, en það lætur nærri að vera inn á hvert einasta heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur var þessum sýnis- hornum dreift úti á landsbyggð- inni. Almenningur tók þessari framleiðslu mjög vel. Jurta- smjörliki var ódýrara en smjör, og flestir gátu notað það án óþæginda. Þetta varð til þess, að það dró stórlega úr sölu á smjöri, unz smjörverð var lækkað með niðurgreiðslum til samræmis. Hvað er smjör og hvað smjörlfki — prófað með joðdropa — Hvað um það, þegar smjörliki fer að verða svo likt smjöri? Er hætta á að það sé misnotað? — Smjörlikisframleiðendur eru skyldugir til að blanda örlitlu kartöflum jöli saman við smjörlikið. Það er gert til þess að unnt sé að ganga úr skugga um það, hvort smjörliki hefur verið blandað saraan við smjör. Með þvi að láta dropa af joði falla á sýnið, sést strax, hvort þar er um að ræða smjörliki, þvi að kartöflumjölið verður fjólublátt, þegar joðið blandast þvi. Læknavisindin smjör og smjörliki — Hvað um hollustuhætti smjörlikis? Oft hefur verið rætt um, að mikil smjörneyzla geti skaðað æðakerfið. Einar Hjörleifsson viö stjórnborðið i smjörlikisverksmiðjunni. „Mannshöndin" kemur ekki nálægt smjörlikinu í framleiðslunni, þar sem unniö er i lokuðu kerfi og á það mikinn þátt ( auknu geymsluþoli, auk þess, sem þaö stuðlar að jafnari gæðum. Ingibergur Aðalsteinsson I Tropicanaverksmiöjunni. Þar er suðrænn appelslnusafi tilreiddur á neyt- 'endamarkaö. Appelsinusafinn kemur I frystiskipum frá Florida I Bandarlkjunum. Nú geta menn keypt ferskan appelslnusafa, sem ekki er blandaöur rotvarnarefnum, á venjulegum fernum. — Þetta er viðkvæmt mál. Við höfum ekki beitt læknisfræðinni i auglýsingum fyrir aukinni neyzlu smjörlikis. Það er hinsvegar álit margra visindamanna, að fjöl- ómettaðar feitsýrur séu manninum hollari en mettuð feiti. Það má segja, að allar feititeg- undir, sem eru i föstu formi við vanalegan herbergishita, séu mettaðar, og á það bæði við um smjörfituna og þær hertu feiti- tegundir, sem notaðar eru i smjörliki. f smjörliki okkar er aftur á móti notað töluvert magn af ýmsum fljótandi jurtaolium, sem ailar innihalda mikið magn af fjölómettuðum feitisýrum (linol og linolen feitisýrum). Þetta er óskaplega flókið mál, og erfitt að sanna eða afsanna hinar ýmsu kenningar manna. Við höfum hinsvegar tekið þá afstöðu að nota sem mest af þeim feititegundum, sem innihalda fjölómettaðar feitissýrur i okkar smjörliki. Hafa íslendingar andstyggð á smjörliki? Fátæktarstimpill Arnljótur Sigurðsson vöruafgreiöslustjóri og Páll Magnússon bif- rciðastjóri I Smjörliki hf. — Hvað um smjörlikisneyzluna hér á landi, miðað við t.d. aðrar þjóðir? — Min skoðun er sú, að smjör- likisneyzla hér á landi sé minni en i mörgum örðum veiferðar- rikjum, en hér stefnir óöfluga i sömu átt og þar. Framleiða smjörlíki í lokuðum vélum, þar sem mannshöndin kemur hvergi nærri vörunni Bjarni Kjartansson og Kristbjörg Hermannsdóttir I Tropicana verksmiðjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.