Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 40
íWllllikílllllllllllílllílllíl!''"! c 1Sunnudagur 11. nóvember 1973. J Auglýsingasfmí Tímans er GHÐÍ furirgóóan mat 0 KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS Á að eyða öllum stríðsminjum? Jafnvel þeirra kynni að verða saknað eftir hundrað ár Kyrir alþingi liggur nú þings- ályktunartillaga þess efnis, aö allar mannvirkjaleifar eftir er- lent herlið frá striðsárunum verði fjarlægðar. Ekki er nema gott eitt um þetta að segja, enda Iitil prýði að þeim rústum her- mannabragga og annarra mann- virkja, sem enn eru viða um landið, og ekki nema sjálfsögð náttúruvernd að hreinsa þetta drasl. En tillagan vekur þá spurningu, hvort ekki sé réttmætt að varðveita eitthvað af minjum frá striðsárunum. Þótt her- mannabraggarnir og hverfin, sem reist voru á sinum tima séu ekki reisuleg mannvirki eða fall- eg, eru þau óneitanlega minjar um þennan þátt i sögu Islands. Óhætt er að fullyrða, að yfir- bragð byggða landsins og þjóð- lifið allt hafi gjörbreytzt á einni nóttu, þegar erlent herlið sté á land. t kjölfarið fylgdi næg at- vinna og velmegun, og hernaðar- nianiivirkin risu eins og gorkúlur á haug. Þegar herinn hvarf úr landi, skildi hann bragga sina og önnur nagl- og jarðföst mannvirki eftir.og innfæddir slógu eign sinni á allt hafurtaskið. t Reykjavik stóðu heil hverfi bragga lengi eftir strift og fátækt fólk bjó I þeim. En smátt og smátt voru þessi hverfi rifin, og sér nú varla urmul eftir af þeim i borgarland- inu, og viða úti á landi voru braggnarnir rifnir strax eftir strið og urðu aldrei mannabú- staðir eftir að hermennirnir yfir- gáfu þá. Eflaust sér enginn eftir mann- virkjum hemámsliðsins, þótt þau hverfi, en gildir ekki hið sama um ýmis gömui og úrelt atvinnutæki og mannabústaði, sem enginn vill nýta lengur, en eru talin til sögu- legra verðmæta, þegar þau eru horfin af sjónarsviðinu. Timinn lagði þá spurningu fyrir Þór Magnússon þjóðminja- vörð, hvort ekki væri ástæða til að varöveita eitthvað af striös- minjum hér á landi frá heims- styrjöldinni. Hann sagði, að óneitanlega tilheyrði þetta okkar sögu, og að ekkert hafi verið gert i þessu máli, þvi starfsmenn Þjóð- minjasafnsins séu svo uppteknir að ná til og varðveita ýmislegt annað, sem þeim er hjartkærara, en hinu sé ekki að neita, að siðari heimsstyrjöldin hafi verið svo mikill atburður i okkar sögu, þótt við værum ekki beint striðsaðilar, aö hernámið hafi sett mikið mark á þjóölifið. Og hér var þetta mikla herlið, sem skildi eftir sig þessar minjar. Þjóöminjavörður telur, að braggahverfið i Hvalfirði sé hið eina af hernaðarmannvirkjum. sem enn er nokkurn veginn heil- legt, svo aö enn er hægt að geyma eitthvað af þessum minjum, ef menn kæra sig um. 1 Reykjavik voru stór bragga- hverfi: vestur á Melum, I Laugarnesi á Skólavörðuholti Mulakampur og undir Oskjuhlið, en þessara hverfa sér varla stað lengur. Sums staðar eru enn grunnar, og er ekki hægt að segja að þetta sé fallegt á að lita. Eitthvað er enn til af fallbyssu- stæðum. t.d. i fjörunni við Hrólfs- skála á Seltjarnarnesi, og hefur verið nefnt að varðveita þau, og úti um land eru enn til slik mann- virki, svo og skotgrafir. A Kaldaðarnesi var mikill herflug- völlur með tilheyrandi bygg- Braggahvergi hermanna I Laugarnesi og Laugarnesspitalinn, sem Bretar hertóku og brann siðar ofan af herliðinu, er þar var. SPILIÐ SPRAKK OG BJARNI BEN. í HÖFN Viðgerðasaga togarans Bjarna Benediktssonar er enn ekki öll þótt nóg ætti að vera komiö af lagfæringum á nýju skipi. Liggur togarinn nú rétt einu sinni i Reykja- víkurhöfn og er verið að gera við spilið, en sprenging varð i þvi.er togarinn var aö hefja veiðar. Bjarni Benediktsson fór til \eiða s.L fimmtudag og voru veiðar nýhafnar er sprenging varð i spilinu og var þá ekkert annað að gera en leita hafnar og láta gera við skemmdirnar. Skipið kom til Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. ingum. Sjálfur flugvöllurinn er til enn, þótt hann sé til einskis nýtur og til engrar prýði, en af bygg- ingum er ekki annað eftir en ein- hver byrgi. Ef eitthvað á að varðveita af þessu tagi, eru braggarnir við oliustöðina i Hvalfirði og brygg- urnar & Hvitanesi hvað álit- legast. — Sattaösegja,sagði Þór, hefur maður ekki skeytt þvi mikið að varðveita herminjar hér, að minnnsta kosti mætti afmá mikið af þessu og væri ekki hægt að kalla það annað en þrifaverk. Hitt er annað mál, að oft erum við aö álasa okkar forverum fyrir að þeir hafa ekki varðveitt og geymt ýmsilegt, sem við vildum gjarna eiga nú. Alveg eins munu seinni tima menn tala um okkur, að hlutir, sem við vorum með i höndum daglega, verða þá ekki til lengurog menn vildu gjarna eiga einhver sýnishorn af þeim. Samt mun nauðsynlegt, að velflest glatist af þvi, sem maðurinn býr til. Það er ekki hægt að geyma nema svo litið af þvi, og kannski ekki æskilegt. — En þótt allir braggar og annað það, sem eftir hernáms- liðið liggur, hverfi, getur maður afsakað sig með þvi, að til er mikið af Ijósmyndum og öðrum gögnum frá þessum tima, en það er ævinlega svo, að það er ekki hiö sama að eiga myndir af hlutunum, maður villlika eiga þá sjálfa. En ég á ekki von á þvi að við eignumst neitt striðsminjasafn i bráð. 00 Drekkum minna kaffi, en þvoum okkur betur Nokkrar forvitnilegar tölur um innflutning t NVÚTKOMNUM Hagtfðindum er aö finna mikinn og forvitni- legan fróðteik um viðskipti okkar við önnur lönd. 1 töflu um inn- flutning er miðað viö mánuðina janúar til sept. i ár, og áriö 1972 haft til samanburðar. Ekki er annað að sjá, en við aukum yfir- leitt við okkur i neyzlu heimsins gæða, en þó er einstaka vara, sem við notum minna af I ár en I fyrra. Kaffi, sykur og salt er meðal þess, sem minna var flutt inn af i ár en I fyrra. Nú keyptum viö aðeins þriðjung af þvi saltmagni, sem við keyptum á sama timabili i fyrra, en þaö var nær 40 þúsund tonn. I fyrra keyptum við 1502 tonn af kaffi, en 1433 I ár. Mest aukning virðist hafa orðið á innflutningi fiskiskipa og kart- aflna. Fyrstu átta mánuði ársins 1972 keyptum við 1458 tonn af kartöflum erlendis frá, en i ár eru þau 4369. I fyrra voru innflutt fiskiskips en nú eru þau 16 og kosta tvo milljarða og hálfá aðra milljón (cif-verð). Þrifnaðurinn eykst, ef dæma má eftir hækkandi tölum um innflutning þvottavéla og sápuefna alls konar. t fyrra keyptum við 3172 heimilisþvotta- vélar, en 3690 i ár. Af sápuefnum keyptum við i fyrra 685 tonn, en 791 i ár. Allt efni til húsbygginga kaupum við I mun stærri stil I ar en I fyrra. 1682 tonn af rúðugleri keyptum við i fyrra, en 2742 i ár. Steypustyrktarjárn var 7300 tonn i fyrra en 10300 i ár, og þakjárn 2193 tonn i fyrra en 3068 tonn i ár. Af heimilistækjum má nefna, að Isskápar og frystikistur standa svo til i stað, um 4900 stykki hvort árið, en utvarps- og .sjónvarps- tækin eru mun fleiri i ar. Af farartækjunum f jölgar öllum tegundum, nema dráttar- vélum. t fyrra keyptum við 560 dráttarvélar, en 504 i ár. Sjö flug- vélar keyputm við I fyrra, en þrjár i ár. Þá má geta þess, að innflutningur þotueldsneytis hefur fvöfaldazt siðan i fyrra, en minnkað á venjulegu flugvéla- bensfni úr 2025 tonnum i 1800 tonn. Það skal tekið fram, að allar þessar tölur miðast við timabilið jamiar til september bæði árin. SB Landnámshátíð Eyfirðinga að líkindum í Kjarnaskógi LANDNAMSHATÍÐ Eyfirðinga næsta sumar verður að ölliim Grjót- og sandpokabyrgi varömanna af þvi tagi, sem viöa mátti sjá og enn eru leifar af hér og þar. likindum haldin i Kjarnaskógi, skammt framan við Akureyri, og munu Akureyringar og sýslubúar standa að henni sameiginlega. Hefur nú verið leitað eftir fram- Iögum úr bæjarsjööi og sýslusjóði til þess að standa straum af kostnaði við framkvæmdir á hátiðasvæðinu. Kjarnaskógur er stórt flæmi, og hefur verið geysimikið gróðursett þar um alllangt skeið. Skógurinn nær nú orðiö neðan frá þjóðvegi upp i fjall, en að sjálfsögðu er hann mismunandi langt á veg kominn eftir aldri og vaxtarskil- yrðum. Mjög mikið hefur verið gróðursett af birki, en jafnframt er þar fjöldi annarra tegunda, sem yfirleitt hafa þrifizt vel. I heild má segja, að skógurinn sé i örum vexti. Um skóginn rennur lækur, og þar er gil og gróðursælir og skjól- góðir hvammar. Hefur staðið til að gera skóginn að útivistarsvæði Akureyringa, enda er hann mjög vel til þess fallinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.