Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 36
36 TlMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. 1 mörgum sögnum af Hollendingnum segir, aö hann hafi sézt berhöföaöur f stafni, grátbiöjandi Drottin um fyrirgefningu, en I öörum er honum lýst sem hérskárri beinagrind. HOLLENDINGURINN FLJÚGANDI Af öllum sögum um óút- skýranlega atburði til sjós, er sú um Hollendinginn fljúgandi hin frægasta, og ef til vítl merkilegasta. Sagt var, að skipstjóri skútunnar hefði afneitað Drottni og þar með verið dsmdur til að sigla hvíldarlaust um höfin til dómsdags. Margir hafa orðið á vegi þessa skips og áreiðanlegt er, að því fylgir ógæfa..... Mcöal frægustu og lifscigustu sagna um draugaskip sem sigla um höfin, er sagan um lloliend- inginn fljúgandi. Sagt er, aö skipiö sé cinkum á sveimi á siglingaleiöinni fyrir Góörar- vonarhöföa. Einhverntima i lok 16. aldar var tilkynnt, að hollenzkt skip á leið til Kyrrahafs hefði horfið gjörsamlega. Loks sáu tveir hollenzkir kaupmenn, sem voru á leið fyrir Góðrarvonarhöfða, skipið. Veðrið var rólegt og litill sjór — en helzt leit út fyrir að skipið, sem mennirnir sáu og fékk upp frá þvi nafnið Hollend- ingurinn fljúgandi, væri að brjótast gegn ofviðri. Út frá þessu draugaskipi varð til sagan um Hollendinginn fljúgandi. Franski rithöf undurinn Auguste Jal segir frá þvi i bók árið 1832, hvernig hollenzkur skipstjóri (venjulega er skipstjóri llollendingsins kallaður Vander- decken) sigldi fyrir Góðrarvonar- höfða og lenti i sterkum mótvindi. Þótt skipið væri i hættu og áhöfnin bæði skipstjórann að snúa við og leita hafnar, hló hann bara og gerði grin að ótta manna sinna. Vindurinn þeytti skipinu til og frá og möstrin féllu. Skipstjórinn og Drottinn Meðan á þessu gekk, sat skip- stjórinn i káetu sinni, drakk öl og tottaði pipu, og skoraði jafnframt á Drottin að sökkva skipinu, ef hann bara gæti. Þegar áhöfnin og farþegarnir komu til að reyna að neyða skipstjóra til að snúa við, drap hann fyrirliða þeirra og kastaði likinu fyrir borð. ,,En meðan hann gerði það”, skrifar Jal, „opnuðust himnarnir og vera ein leið niður á þilfar skipsins. Þessi vera á að hafa verið Drottinn sjálfur. Ahöfn og farþegar urðu yfirkomnir skelf- ingu, en skipstjórinn hélt áfram að totta pipu sina og tók ekki einu sinni ofan, þegar veran sneri sér að honum. „Skipstjóri”, sagði hún. „Þér eruð mjög þrjózkur”. „Og þér eruð heigull”, sagði skipstjóri hranalega. „Hver vill komast rólega yfir um? Ekki ég. Eg bið yður ekki um neitt, svo komið yður burtu, ef þér viljið ekki að . ég skjóti heilann úr hausnum á yður.” Svo dró hann fram skammbyssu og hleypti af á veruna, en vopnið sprakk i hönd hans. Þá sagði veran honum, að héðan i frá skyldi hann bannfærður og dæmdist til að sigla hvildarlaust um höfin, án þess að eiga sér höfn eða akkerisrúm nokkurs staðar. „Gall skal verða drykkur yðar", sagði veran, „og rauð- glóandi járn fæða yðar. Af áhöfninni verður aðeins létta- drengurinn eftir. Horn mun vaxa út úr enni hans, og húð hans verður snarpari en hákarlsins. Fyrst það er ánægja yðar að gera sjómönnum illt, skuluð þér fá það. Þér skuluð verða hinn illi andi hafsins, og skip yðar mun færa óhamingju öllum, sem sjá það”. önnur útgáfa er til af sögunni. Þar segir, að aðalsmaðurinn og morðinginn Falkenberg hafi veriö dæmdur til að sigla um Norðursjó til eiliföarnóns, i stýrislausu skipi, og spila teningaspil viö kölska um sál sina. Þý-zka tónskáldið Richard Wagner notaði söguna i óperu sina „Ho11endingurinn fljúgandi", en hann losaði hetju sina frá bölvuninni, þegar hann fann konu, sem var honum trú til dauðadags. 1 úgáfu Sir Walters Scott af sögunni, er draugaskipið hlaðið gulli. Auk bölvunarinnar, sem hvildi á skipstjóramum, var framið morð um borð og þar kom upp farsótt. Fyrirboði ógæfu Eftir þvi sem sögurnar bárust út og urðu fleiri um grimmd Hollendingsins fljúgandi, var skipstjórinn grunaður um að bera ábyrgð á þvi, að mörg skip lentu á villigötum, eftir að hann hafði látið þau sigla á sker eða dregið dár að þeim. Hann gat breytt vini i edik eða gert skipskostinn að úldnum baunum, ef honum sýndistsvo. Nokkrum sinnum átti hann það til að koma með sak- leysissvip upp að skipshliðinni og afhenda póst til skipsins. Ef skipsmenn lásu bréfin, var það skip aðsjálfsögðu glatað. Hjátrúarfullir sjómenn sögðu, að stöku sinnum hefði mátt sjá tómum báti kastað frá borði Hol- lendingsins og að öörum skipum — það var talið öruggt merki um yfirvofandi ógæfu. Verst af öllu var þó það, að Vanderdecken skipstjori gat breytt útliti skipsins þannig, að ekki var hægt að þekkja það fyrr en um seinan. Nokkrar sögur segja, að hinn grimmi skipstjóri hafi iðrazt, og hafi mátt sjá hann standandi ber- höfðaðan i brúnni, grátbiöjandi Drottin um fyrirgefningu. Ekki ber sögum saman um það, hvers konar skip Hollendingurinn var. Bæði er talað um briggskip, skonnortu og fjögurra mastra skútu. 1 einstaka sögn er skipið sagt vera „Libera Nos”, skip undir stjórn Bernard Fokke, sem á 17. öld var vel kunnur sem dug- legur og djarfur skipstjóri. Eitt sinn var sagt, að Fokke hefði spilað teningaspil við kölska til að komast i höfn á mettima. Þvi er haldið fram.að „Libera Nos" hafi oftsinnis sézt á sveimi, og sé áhöfnin eintómar beinagrindur. Venjulega mátti sjá skipstjórann sem beinagrind frammi i stafni, teljandi aldirnar með,stunda- glasi. Eftirfarandi frásagnir eru liklega þær lifseigustu og merki- legustu i sambandi við Hollend- inginn fljúgandi. Gullryk á hafsbotni Þann 4. mai árið 1866 var „Grant hershöfðingi" frá Mel- bourne á leið til London i góðum byr. Skyndilega varð algjört logn af einhverjum ástæðum, einmitt á svæði sem þekkt var fyrir stöðugan vind. En skipið skreið áfram yfir öldurnar, eins og dregið af ósýnilegu afli, og lenti loks uppi á skeri. Margar nætur fyrir strandið höfðu skipsmenn séð dularfullt skip i kjölfarinu. og margir töldu að þarna hefði verið Hollendingurinn fljúgandi. t peningaskáp sinum i káet- unni, geymdi Loughlin skipstjóri gullsand, jafnvirði einnar millj- ónar dollara. Það átti að afhend- ast umboðsmönnum i London, og varð það til þess, að marga fýsti að bjarga skipinu. Enginn björgunarleiðangranna hafði þó heppnina með ser. t marz 1870 sigldi Daphne 48 lesta skonnorta, frá Invercargill á Nýja Sjálandi. Skipstjóri var Jim Wallace, og með honum var David Ashworth, einn hinna fáu, sem á lifi voru af áhöfn Grants hershöfðingja. Eftir að hafa varpað akkerum rétt við strand- staðinn, fóru Wallace, Ashworth og þrir hásetar að rannsaka staðinn. Ahöfnin sá þá sigla i hvarf — og þeir sáust aldrei framar. Þegar Daphne var komin heim aftur, sór áhöfnin, að skip nokkurt. þ.e.a.s. Hollendingurinn fljúgandi hefði komið i ljós og stefnt beint á Daphne. Rétt i þann mund, sem allir biðu eftir árekstrinum. beygði drauga- skipið og hvarf út i þokuna. Enginn trúði þessu. en árið 1958 var gerður út leiðangur frá London til að freista þess að bjarga gullinu úr Grant hers- höfðingja. Áhöfn þeirra skipa hafði nokkurn veginn sömu sogu að segja. Dauöi og ógæfa fylgir honum Brezka herskipið Bacchante hitti Hollendinginn fljúgandi árið 1881. Hér á eftir fer það, sem skráð var i leiðabók skipsins um atburðinn: 11. júli 1881. A hundavaktinni fór hinn svokallaði Fljúgandi Hollendingur rétt framan við okkur. Fyrst birtist hann sem undarlegt, rautt ljós. Þetta var venjulegt briggskip, en það var allt eins og glóandi. Þegar það nálgaðist, sáum við- greinilega seglin, siglutrén og ýmsa hluti um borð. Varðmaðurinn tilkynnti, að skipið væri beint út af bakborða, og stýrimaðurinn i brúnni sá það einnig greinilega. Þegar við ætluðum að færa okkur og skoða þetta betur, var skipið allt i einu horfið, og ekki sást nokkur hlutur. svo langt sem augað eygði. Alls vorum við 13, sem sáum þetta skrýtna skip. Tvö skip i grennd- inni spurðu. hvort við hefðum séð skritinn blossa, og kváðum við já við þvi. A morgunvaktinni datt varð- maðurinn, sem tilkynnt hafði um draugaskipið, niður úr siglutrénu og lezt þegar. Þegar hann var látinn siga i hafið, kipptist skipið marga metra aftur á bak.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 263. Tölublað (11.11.1973)
https://timarit.is/issue/264959

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

263. Tölublað (11.11.1973)

Aðgerðir: