Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. nóvember 1973. TÍMINN 31 í júní fyrir næstum 60 árum var tilræði framið , sem varð kveikjan að fyrri heimstyrjöldinni. Enn þann dag í dag er það ekki fullskýrt litu á verknaö sinn sen hefnd gagnvart kúgurum Bosniu og sem þjóðernislega hetjudáð, sem átti að sameina fólkið i baráttunni. sem sameinaði Stóru-Serbiu. ,,Ég iðrast einskis, ég hef aðeins rutt illu afli úr vegi” sagði Princip við yfirheyrsluna. Hann hefur þó viðurkennt, að persónulegar hvatir liggi aðallega aö baki verknaðinum og spili þar stærsta hlutverkið, og margt bendir til þess, að bæði hjá honum og Chabrinovitsj sé næstum geð- veikisleg þörf fyrir að upphefja sjálfan sig, sem er afleiðingin af rikri vanmetakennd. Báðir voru þeir rótlausjr og viljalitlir persónuleikar og áttu i erfiðleikum með að aðlaga sig, bæði heima hjá sérog i skólanum. Báði voru þeir likamlega heilsu- veilir og vannærðir. Báðir byrjuðu þeir i námi og báðir hurfu þeir frá þvi. Hvorugur þeirra hafði fasta vinnu. Þó vann Chabrinovitsj um tima sem prentari. Jafnvel á kaffihúsum Belgrad, þar sem þeir rökræddu um þjóðernisstefnu og stjórn- leysingastefnu (anarkisma) biðu þeir ósigur. Cha- brinovitsj leið fyrir það, að staöhætt var, að iaöir hans væri austurriskur lögreglu-njósnari,og Princip varð að horfast i augu við það að vera (vegna likamlega á- galla) visað frá og næstum gerður að athlægi, þegar hann ætlaði að skrá sig i einhvers konar sekmmdarverkahreyfingu i Balkanstriðinu 1912-13. (Þrátt fyrir að langt sé um liðiö,er ekki erfitt að finna lik karaktereinkenni milli þeirra og t.d. morðingja Kennedýs, Oswalds) Einkennandi er það, að nokkrum timum fyrir tilræðið lét Chabrinóvitsj mynda sig. Heim- urinn skyldi eiga mynd af þessari mikluhetju. Hvaðhonum við kom, spilaði það greinilega inn i, að hann var langt leiddur af berkl- um. En þessir ungu menn i Sarajevo voru aðeins tæki. Hvað ætluðu höfuðpaurarnir sér? Skemmd- arverkamennirnir voru út- sendarar hinnar ólöglegu sérb nesku hreyfingar. „Sameining eða dauði,” almennt kölluð „Svarta höndin”. Kjarni þessa félagsskapar var liðsforingja- klikan, sem i fyrsta skipti fyrir tiu árum hafði orðið heyrum kunn, þegar meðlimir hennar myrtu serbneska konunginn Alexander, drottningu hans Draga og bræður hennar. Sá blóð- þyrstasti við þetta tækifæri var ungur liðsforingi Pragutin Dimitrijevits. Arið 1914 hafði honum tekizt að verða leiðtogi Svörtu handarinnai; auk þess sem hann var ofursti i herforingja- ráðinu og yfirmaður Serbnesku fréttaþjónustunnar-sambland af njósnara og hefndarverkamanni. Hver átti hugmyndina að til- ræðinu i Sarajevo,er ekki vitað . Nokkrir hafa gert kröfu til ,,heiðursins.”Þaðsem vitaðer, er það, að áætlunin var viðurkennd af Dimitrijevitsj. Eft'f hans skipun voru tilræðismennirnir út- búnir með sprengjum, skot- vopnum, eitri, einhverjum peningum og mynd af þeirri ólög- legu leifysem þeir áttu að fara yfir landmærin. Hvað þessi grimmlyndi ofusti ætlaði sér að ná fram með þessu morði og hver stóð að baki „honum” er hulið þoku, og hans eigin skýring hefur aldrei fengizt. Árið 1917 var hann dæmdur til dauða og tekinn af lifi fyrir þátt- töku sina i morðtilræðinu við hinn serbneska erfingja krúnunnar. Kenning, sem hefur nokkuð til sins máls, gengur út frá þvi, að verknaðurinn i Sarajevo hafi að- eins verið hugsaður sem peð á skákborði serbneskra innanrikis- mála. Voldug austurrisk mótmæli mundu koma serbnesku rikis stjórninni i þá aðstöði^að hun yrði ,,annað hvort” að taka upp virkari striðsstefnu (sem væri vatn á milli Svörtu handarinnar) ,,eða” auðmýkja sig gagnvart Austurriki og missa þannig and- litið gagnvart Serbum (sem Svarta höndin yrði ekki siður ánægð með). Til að setja þetta á sjónarsvið var alls ekki þörf á,að ráðgerðin heppnaðist en aftur á móti þurfti að vera hægt, að rekja spor hennar til afla i Serbiu. Þessi kenning styðst við það t.d., að skemmdarverkamennirnir voru sendir af staö eftir svo skamma skotþjálfun,að það væri hrein til- viljun,ef þeir hittu þá manneskju, sem þeir miðuðu á, í bil á ferð. Það var ekki séð fyrir sú tilviljun, sem réði þvi, að bíllinn stansaði fyrir framan Princip. Einnig verður það að teljast furðulegt,að eitur það, sem Princip og Chabrinovitsj tóku inn, verkaði næstum ekkert, þrátt fyrir þá staðreynd að Svarta höndin hafði töluverða æfingu i meðferð eiturs. Það þýðir það,að höfuðpaurarnir ,,æsktu þess" að þessir ungu menn væru handteknir á lifi, sem auðvitað auðveldaði allar upp- ljóstranir. Það tók aðeins nokkra daga fyrir austurriska undirréttinn að komast að þvi, að rætur morðtil- ræðisins var að finna i Belgrad. Mánuði eftir tilræðið gerði Austurriki Serbum úrslitakosti, sem kom skriðunni af stað. Striðinu sem þá hófst, lauk ná kvæmlega fimm árum siðar þann 28. júni. 1919 með undirritun Versa1asamningsins. 10 miljónum manna var fórnað. Hvorki Princip né Chabrinovitsj lifðu það af að sjá fyrir endann á striði þvi,sem þeir höfðu tendrað árið 1914. Vegna þeirra unga aldurs sluppu þeir með 20 ára fangelsisvist, en báðir létust eftir tveggja ára innisetu. (Þýtt af kr-) Fj i f Samtima málverk ( ekki allt of nákvæmt) af augnablikinu, þegar Princip hleypti af voöaskotinu og myrti Franz Ferdinand erkihertoga (I aftursætinu). 9 >2 /• Wiy W *. 'Æ .*/».............ý g. ____ Aftasta blaðsiðan i fundargerðarbók Svörtu handarinnar, sem stóö aö baki morðanna i Sarajevo. Sjötta undirskriftin er nafn Dimitrijevitsj ofursta. >að er skemmtilegt að búa til Readicut teppi. Þó lítill tími sé aflögu, jafnvel þó þér hafið aldrei búið til teppi áður, verðið þér undrandi hve fljótleg teppa- gerðin er, og hvað hún vekur mikla aðdáun. Allir hafa ánægju af Readicut teppagerð. Hjón gera teppi saman, einstaklingar sem föndur eða fyrir framtíðarheimilið, eftirlaunafólk sér til afþreyingar, jafnvel unglingar. Readicut pakk- inn veitir öllum gagn og gaman. Það er mjög auðvelt að velja eftir hinni ókeypis Readicut bók. Hvert teppi er fullkomlega sýnt í litum, og litavísirinn sýnir 52 litbrigði Readicut ullarinnar — sjö þeirra eru nú sýnd í fyrsta skipti — til hæfis litum heimilis- ins. Pakkamir em í margvíslegum stærðum og fimm gerðum. Verð allra mynstra fara eftir stærðum pakkanna. (Einlit teppi em ódýmst). Við staðgreiðslu eða lítils háttar innborgun getið þér hafið þetta spennandi tómstundagaman. Ef yður lízt ekki á pakkann, endurgreiðum við peninga yðar samkvæmt ábyrgð- arskilmálum Readicut. Sendið eftir Readicut. teppa- bókinni nú þegar. Þér emð ekki skuldbundin að kaupa neitt. Gerið þetta teppi ÓKEYPIS! NY ULL Reynið Readicut aðferðina með sýnipakkanum sem fylgir ókeypis öllum Reádicut pökkum 1 sýnipakkanum er efni í teppi, 35x50 cm, sem þér megið eiga, þó að þér ákveðið að skila Readicut pakkanum aftur. Readícut ATHUGIÐ — Readicut teppi fást ekki í verzlunum, — aðeins beint frá okkur. Fyllið strax út míðann og sendið í dag til: Rcadicut Deninark, Holbergsgade 26, I 1057 Köbcnliavn K, Danmark. i Nafn....................I Heimilisfang. Sendið strax eftir ókeypis eintaki af Readicut teppabókinni. í bókinni eru 52 skýringamyndir í litum af teppum, sem þér getið búið til. Þeirra á meðal eru nýtízkuleg Skandinavisk mynstur hönnuð fyrir Readicut af færustu, yngri hönnuðum Sviþjóðar. Þér fáið einnig leiðarvísi um liti, sem sýnir 52 falleg litbrigði Readicut ullarinnar, svo að þér getið valið liti með hliðsjón af litum heimilis yðar. Allt yður að kostnaðarlausu. Skrifið strax. Upplagið er takmarkað. ókeypis: 24 siðna litprentuð bók sem sýnir yður hvernig hœgt er að gera faliegt teppi i tómstundum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.