Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. Smjörlíki hf. Smjörlíkisframleiðendur í Reykjavík hófu samstarf. Samruni fjögurra smjörlíkisgerða í eina stóra. Smjörllki var upphaf- lega fundið upp i Frakk- landi. Árið 1869 tókst frönskum efnafræðingi að nafni Mége Mouriez að framleiða smjörliki. Hann nefndi hina nýju vöru margarine. Nafnið er dregið af griska orðinu margaron, sem þýðir perla. Þetta var I fransk-þýzka striðinu, og hlaut Mége Mouriez verðlaun Napóleons III., sem verið hafði hvatamaður að tilraun- unum. Smjörliki var eftir- liking af smjör,- sem ekki innihélt mjólkur- fitu. Mége Mouriez notaði nautafitu. Þessi nýja framleiðsla varð fljótlega kunn um allan heim, og smjörlíkisframleiðsla hófst i fjöl- mörgum löndum. Fyrsta smjörlikisgerðin á íslandi byrjaði|ll>19 Fvrsta smjörlikisgerðin tók til starfa hér á landi árið 1919, en það var h.f. Smjörlikisgerðin. Árið 1920 er þannig talið, að átta manns hafi atvinnu af smjör- likisgerö.Árið 1921 fékk iðnaður- inn hér á landi nýjan aflgjafa, þegar Rafmagnsveita Reykjavikur tók til starfa. Breyting á tollalögum árið 1924 varð einnig til að efla iönað á tslandi. Sm jörlikisgerð reyndist nytsamur iðnaður hér á landi, sem annars staðar. Tuttugu árum siðar voru smjörlikisgerðirnar i Reykjavik orðnar fjórar, en tvær voru á Akureyri og ein á tsafirði, og fór framleiðslan vaxandi. Smjörliki var einnig flutt inn til landsins, og voru þannig árið 1930 flutt inn 149 tonn af smjörliki, en innanlandsframleiðslan nam 1040 tonnum, sem framleidd vorui sex verksmiðjum. Arið 1941 voru framleidd hér á landi um 1700 tonn, en nú er heildarfram- leiðslan röskar 2600 lestir. Smjörliki hf. i Reykjavik er stærsta smjörlikisgerð landsins og framleiöir og selur bróður- partinn af öllu þvi smjörliki, er tslendingar neyta, en fyrirtækið varð til fyrir samruna minni framleiðenda, sem á sinum tima tóku saman höndum um smjörlikisgerð. Timinn kynnir Smjörliki hf. að þessu'sinni og birtir viðtal við Davið Sch. Thorsteinsson fram- kvæmdastjóra, sem verið hefur umsvifamikill framkvæmda- Bjarni Bjarnason, verkstjóri viö feitigeymslutanka. Fyllsta hreinlætis er gætt við snijiirlfk’ .-amleiðsluna og geymarnir eru úr ryðfriu stáli. Samruni fyrirtækja hefur tekizt hjá framleiðend- um smjörlikis — er það einsdæmi? Merkilegast við þetta mál finnst mér vera, að þarna tekst i fyrsta sinn samruni margra fyrirtækja, en það er einmitt sú hugmynd, sem nú er rædd i sam- bandi við EFTA-inngönguna, að stuðlað verði að stærri rekstrar- einingum. Ég veit ekki til að þetta hafi enn tekizt i iðnaðinum, Magnús Sch. Thorsteinsson, forstjóri Smjörlikis hf. og stjórnar- formaður. Stofnandi Ljóma 1931 og varð fyrsti forstjóri i samstarfs- fyrirtæki Smjörlíkisgerðanna og ávallt siðan. Davið Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sjörlikis hf. Davið Sch. Thorsteinsson hefur starfað hjá Smjörliki siðan árið 1951. Hann lauk stúdentsprófi árið 1949 og las siðan læknisfræði viö háskóla tslnds i eitt og hálf ár, þar sem hann mcðal annars lauk þeim efnafræðiprófum er tilheyrðu læknadeildinni, en hætti þá námi. Hefur siöan unniö hjá Smjörliki hf. og hefur aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á sinu sviöi. Daviö Sch. Thorsteinsson er kunnur af ýmsum opinberum störfum fyrir iðnaðinn og hann var um 2ja ára skeið formaður Rauðakross tslands og formaður fióttamannaráðs og um ára bil I stjórn. Daviö er varaformaður Félags lsl. iðnrekenda, á sæti I stjórn Vinnuveitendasambands tslands. I fram- kvæmdastjórn Verzlunarráðsins og er i stjórn fjölmargra hlutafélaga. Hann var I stjórn Iðnsýningar- innar 1966 og sat um skeið i bankaráði Iðnaðarbaknans. maður i þessari starfsgrein og er meðal þeirra, sem aflað hafa þessari framleiðslu álits. Viðtal við Davið Sch. Thorsteinsson. Ekki einokun Við byrjum á að spyrja, hvort einokunarsjónarmið hafi ráðið þvi, að smjörlikisframleiðendur sameinuðust um eina smjörlikis- gerð. Um þetta sagði Davið Sch. Thorsteinsson. — Ég held, að þegar smjörlikis- gerðirnar i Reykjavik hófu sam- starf með stofnun á Afgreiðslu Smjörlikisgerðanna h.f, sem var, eins og nafið bendir til, sameigin- leg'afgreiðsla fyrir smjörlikis- gerðirnar i Reykjavik, það er Hf. Smjörlikisgerðina. Smjörlikis- gerðina Ljóma hf, Asgarð hf og Smjörlikisgerðina Svan hf., hafi það verið af hagkvæmnis- ástæðum fyrst og fremst. I smjörlikisiðnaðinum var, og er, mikil samkeppni. Samvinnu- hreyfingin rekur smjörlikisgerð á Akureyri, og þar er einnig önnur smjörlikisgerð, og smjörlikisgerð var á Isafirði. Samkeppni var ekki úr sögunni, þótt afgreiðsla verksmiðjanna I Reykjavik væri sameinuð, og síðar framleiðslan lika. nema hjá smjörlikisgerðunum i Reykjavik. Það sem fyrst og fremst hefur komið út úr þessu samstarfi er hagkvæmni i rekstri. Fyrstu stjórn Afgreiðslu smjör- likisgerðanna hf. skipuðu þeir Magnús Sch. Thorsteinsson stjórnarformaður, Friðrik Gunnarsson Ásgarði, vara- formaður, og Ragnar Jónsson i Smára ritari. Samstarf þetta var eingöngu um sölu og afgreiðslu. Smjörlikis- gerðirnar héldu áfram störfum eins og áður og framleiddu sin vörumerki. Napóelon III. veitti verðlaun fyrir uppfinningu smjörlíkis órið 1869.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.