Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. Þegar kafbáturinn Tresher fórst, biOu 129 manns bana. Afturganga bátsins sást fjórum árum síðar manns sins, sem stóð við stýri. Þau stóðu siðan þarna um stund og lituðust um. Skyndilega hevrðu þau eins og sprengingu frá klettunum i Gaspéflóanum. Sér til undrunar sáu þau skip með öll segl uppi stefna á klettana. Þau ákvörðuðu skipið sem herskip frá 18. öld. Börnin voru nú komin upp lika og Pete Toake sneri snekkjunni i átt að klettunum. Þó að góður byr væri i segl snekkjunnar, leit út fyrir að her skipið heföi engan byr.'Börnin vildu fá að vita, hvað þetta skrýtna skip væri að gera þarna. Var þetta kannske kvikmynda- taka. Snekkjan kom nær og nær. Þau gátu nú séð brezka fánann afturá og hóp hermanna i rauðum jökkum með gamaldags höfuðföt. Skyndilega glóðu öll skotgöt skipsins og trumbusláttur heyrð- ist. Pete Roake tók fram sjónauk- ann og beindi honum að skipinu. Meðan hann reyndi að lesa nafn skipsins, sem var málað gylltum stöfum á kinnunginn, var einsog titringur færi um skipið. Þá heryðist óp og skipið hvarf rólega i hafið. Siðar, þegar snekkjan var rétt við land, athugaöi fjölskyldan sjó inn, þar sem skipið hafði sokkið, en varð einskis vör, þar var ekki einu sinni þara að sjá á floti. Lengi var fjölskyldan óróleg út af þessum atburði, en dag nokkurn datt Mary af tilviljun niður á bókina: „Sögnin um St. Lawrence” A siðu 36 fann hún brezkt flaggskip, sem Anna drottning hafði sent til að eyði- leggja frönsku virkin. Það hafði sokkið við klettana i Gaspé-flóa. Einmitt á þeim stað, þar sem fjölskyldan hafði séð drauga- skipið. Höfuðlausi sjómaðurinn 1 meira en 60 ár var Elliott O’Donnel mesti draugaveiðari Bretlands, niðursokkinn i að safna sögum um sjódrauga beggja vegna Atlanzhafsins. A International-hóteli i San bóndinn hjó höfuðið af meö exi og fleygði likinu fyrir borð. Harding var sannfærður um, að stýrimað- urinn hefði verið elskhugi frúarinnar og hún hafi af ótta við að það kæmist upp sagt bónda slnum, að hinn hafi verið nær- göngull við sig. Skömmu eftir þetta gerði áhöfn skipsins uppreisn og nýi skip- stjórinn, sá sem tekið hafði við af morðingjanum, var drepinn. Or- sök uppreisnarinnar var aldrei ljós, en talið var,aö brotizt hefði út deila um borð vegna atburða. sem áður höfðu gerzt þar og stóðu i sambandi • afturgöngu stýrimannsins. Eftir þetta voru sagðar óhugnanlegar sögur um skipið og ekkj bötnuðu þær, þegar hver skipstjori þess af öðrum lét lifið á dularfullan hátt. Eftir að fjórði skipstjórinn hafði látizt, fannst áhöfn skipsins nóg komið af svo góðu, og þegar Squando kom til Bathurst i New Brunswick, yfirgáfu svo til allir það. Ekki tókt að útvega nýja áhöfn, og skipið lá lengi i höfn. Loks frétti norski konsúllinn af skipinu og ákvað að fram skyldi fara rannsókn. Hann réð tvo sterklega, ósmeyka sjómenn til næturvörzlu og bað þá að fela sig um borðog aðgæta;hvort eitthvað einkennilegt væri þar á seyði. Félagarnir réru út i Squ^ndo og settust að i káetu skipstjora um kvöldið. Um kl. 22 hafði ekkert boriðtil tiðinda og þeir voru orðn- ir vantrúaðir á draugasögurnar, þegar þeir heyrðu einhver undarleg hljóð uppi á þilfarinu. Þeir hlupu til og fundu allt á ringulreið. Allt hafði verið i röð og reglu, þegar þeir komu um borð en nú lá allt i einni kös á þilfarinu, en enginn var sjáanlegur. Félagkrnir hristu bara höfuðin og bjuggust til að fara að sofa. Ekki höfðu þeir sofið lengi, þegar þeir vöknuðu vifyáð einhver togaði I skyrtur þeirra. En þégar þeir settust upp, sáu þeir engan. En það var ekki nóg. Þegar þeir stigu fram úr kojunum, struku ósýnilegar kaldar hendur þeim um andlitin og dimmt hvisl leið DRAUGAGANGUR TIL SJÓS llver einasta skynsöm manneskja tclur sjálfsagt. að til séu eðlilegar skýringar á ýmsum undarleguin atburðum til sjós, en i ljds kcmur að oftsinnis bregzt öll skynscmi. Schultz-fjölskyIdan frá Boston í Massachusetts er ekki i vafa um;að það;sem hún upplifði, á sér euga skynsamlega skýringu. Fjölskyldan eyddi sumarleyfi sinu áriö 1967 um borð i snekkju sinni „Yorktown Clipper” og kannaði ströndina frá Montauk Pont á Long Island til Mystic i Connecticut. Er pau voru einn morgun snemma á leið heim úr 200 sjómilna siglingu, sáu þau kafbát rétt hægra megin við stjórnborða. Þó að sjór væri úfinn og löðrið þeyttist upp i andlit þeirra, sáu þau öll greinilega nafnið „Tresher” á annarri hlið kaf- bátsins. Fjölskyldufaðirinn, John Schultz kannaöist við bátinn sem bandariskan og sá, að á hon- um var stór rifa við sjólinu. Þó að hann undraðist, hvernig báturinn gat flotiðmeð þessa rifu, minntist hann ekki á það Við hin. Andartaki siðar stóðu þau öll sem fastnegld i forundran. Kafbátur- inn lyftist upp og skautzt siðan eins og ör niður i djúpið. Ennþá merkilega var, að áhöfnin og skipstjórinn á Yorktown Clipper hafði allan timann séð einkennis- klæddan mann á þilfari kaf- bátsins horfa á sig gegn um sjón- auka og annar stóð frammi á. Hvorugur þeirra hafði hreyft sig hið minnsta eða gert tilraun til að komast inn i bátinn, áður en hann hvarf i djúpið. Liklega er óþarfi að skýra frá þvi, að Shcultz-fjölskyldunni leið ekki sem allra bezt eftir þennan atburð. Þrátt fyrir skarpa morgunbirtuna og sjávarlöðrið, höfðu þau öll, tvennt fullorðið og þrjú börn, séð það sama, auk þess sem einhverjir af áhöfninni sáu það einnig. Þau komu sér saman um að bezt væri aö þegja yfir þessu, þar sem þau töldu útilokað, að nokkur tryði þvi. Tresher haföi veriö stór kafbát ur, 4300 lestir. Hann var sjósettur 9. júli 1960 og var frumsmiði eða reynslueintak af kjarnorkudrifn- um kafbáti. Hann gat farið 60 þúsund sjómílur án þess að taka eldsneyti. A yfirborði sjávar var hámarkshraðinn 20 hnútar, en 35 M kafi. Eftir eins árs tilraunir var Tresher settur i slipp til endur- bóta og 9. april 1963 fór hann út á ný til að reyna djúpköfun. Þó að áhöfnin væri venjulega 95 menn og yfirmenn, voru i þetta sinn 129 manns um borö, þar af 17 verk- fræðingar. 1 þessari ferð var Tresher sam- skipa Skylark, sem var björgunarskip fyrir kafbáta. Skipin voru stööugt i fjarskipta- sambandi. Kl. 9.12 10. april 1963 tilkynnti Tresher, að hann væri að nálgast mesta dýpi, sem hann átti að fara á, og allt var i lagi um borð. Tveimur minútum siðar kom sundurlaus tilkynning: „Röng staða... reynum að fara upp.... köfunargeymarnir.” Þess- ari undarlegu tilkýnningu fylgdi hljóð frá háþrýstilofti, sem blés vatninu út úr köfunargeymunum. Kl. 9.17 kom ný tilkynning, en hún var svo sundurlaus að hún skildist alls ekki. Með henni heyrðist mikið brothljóð. Staðarákvörðun Treshers var þá i grennd við þann stað, sem Schultzfjölskyldan á Yorktown Clipper hafði séö afturgönguna, um það bil 220 sjómílum austur af Cape Cod og þar er dýpið um 1400 faðmar. Þrýstingur á sliku dýpi er rúmlega 1800 kiló á ferþuml ung. Opinberlega eru örlög Treshers óráðin gáta. Sá Schultz-fjölskyldan raun- verulega Tresher, fjórum árum eftir að hann hafði eyðilagzt? Hvort sém þetta var þó Tresher eða ekki, mun fjölskyldan bera trausta virðingu fyrir vofum til eftir er. Herskip fyrir fullum segium, Roake-fjölskyldan I New Bed- ford i Massachusetts upplifði eitt- hvað svipað. Fyrir nokkrum ár- um fór hún á snekkju sinni „Gay Gaspard” i sumarleyfi upp til norð-austurstrandar Kanada. Ætlunin var að skoða St. Lawrenceflóann milli Quebec og Nýfundnalands. Það var glaða sólskin, þegar snekkjan fór fram- hjá Mt. Desert Island i Maine og Grand Manan Island i New Brunswick. Góður byr var framan af, en þegar snekkjan kom að Chaleurflóa, lægði, svo að gripa varð til vélanna, en ekki lengi þó. Eins og Schultz-fjölskyldan, gerði Roake-fjölskyldan athugan- ir sinar að morgni. Um sjöleytið kom Mary Roake með kaffi til Fransisco hitti hann eitt sinn Harding skipstjóra, sem var á flutningaskipi. Harding sagði honum merkilega sögu um norskt skip,sem O’Donnel taldi einstaka i sinni röð. Nokkrum árum áður en þetta var, hafði fyrsti stýrimaður norska skipsins Squando veriö myrtur að næturlagi i höfn i San Fransisco. Siðar fannst likið, höfuðlaust, rekið inni i höfninni. Sú saga komst á kreik, að skipstjóranum og konu hans hefði verið einkar illa við stýri- manninn. Kvöld nokkurt höfðu þau hellt hann fullan^og þegar hann var orðinn næstum með- vitundarlaus, hafði frúin haldið handleggjum hans, meðan um herbergiö. — Farið héðan og það strax! Nú þóttust þeir félagar vissir um, að hér væri eitthvað yfir- náttúrulegt á ferðinni og bjugg- ust til að fára.:Þegar þeir hlupu upp á þilfari, heyrðu.þeir hávaða að baki sér og snéru sér við. 1 daufu skininu kom höfuðlaus mannvera hlaupandi á eftir þeim. Þá brast kjarkinn og þeir forðuðu sér sem mest þeir máttu. Næstu nótt voru tveir aðrir settir á vakt um borð, en þeir flýðu lika. Þetta endurtók sig oft, þar til enginn maður fékkst til að fara um borð i Squando^, þegar dimmt var orðið. Loks var skipið gefið á bátinn og selt i brotajárn, með draug og öllu saman. Frá Kanada Atlas snjóhjólbarðar m.a. fyrir Bronco. Stærð H 78-15 (855-15) með hvítum hringjum m.a. fyrir Scout, Wagoner, Willys og frambyggða rússajeppa Verð með nöglum kr. 4427 með söluskatti HJOLBARÐAR Höfóatúni 8 -Símar. 86780 og 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.