Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. nóvember 1973. ■*1MINN 13 Litli Sigurboginn er fyrsta minnismerki sem Napóleon lét reisa sjálfum sér. Hann stendur i hinum enda Champs Elysées. bogann, sló einn drengurinn hest eins herforingjans i hausinn, þannig að hann prjónaði. Dreng- irnir æptu og kölluðu, en þeim tókst að koma i veg fyrir að her- inn færi gegnum bogann. Yfir- mennirnir snéru við og fóru krók- inn framhjá boganum og þúsund- irnar á eftir. Almenningur kærði sig ekkert um að þýzkir herir færu sigurgöngu gegnum minnis- merkið um franska hersigra. Þegar þýzku herirnir fóru sigur- göngu sina um Paris i siðari heimsstyrjöldinni, höfðu þeir vit á að krækja fyrir Sigurbogann. Mesta athöfn, sem nokkru sinni hefur farið fram við Sigurbogann, er sennilega jarðarför Victors Hugo, 31. mai 1885. Nóttina eftir jarðarförina lá lik Hugos á viðhafnarbörum undir boganum, á upphækkun, sem var hvorki meira né minna en 26 metrar. Allt umhverfið var skreytt sorgar- dúkum og viðargreinum og 800 þúsund manns fylgdu kistunni til Panthéon, þar sem Hugo var lagður til hinztu hvildar ásamt fleiri ódauðlegum Frökkum. Sigurboginn var ekki i neinni hættu i fyrri heimsstyrjöldinni. Ekki einu sinni „Stóra Bertha” Þjóðverjanna vogaði sér að kasta sprengjum sinum i grennd við hann. Það alvarlegasta, sem gerðist i allri styrjöldinni, var þegar fifldjarfur franskur flug- maður flaug orustuflugvél sinni sem var 11 metrar milli væng- brodda, gegn um bogann, sem er 14 metra breiður, og 29 metra hár. Nóttina milli 10. og 11. nóvember 1920 var komið i kyrr- þey með fánaskreytta likkistu undir Sigurbogann. Obreyttir hermenn báru hana og stóðu heiðursvörð alla nóttina og biðu hátiðahaldanna daginn eftir, þegar Frakkar jarðsettur her- manninn sinn, á tveggja ára afmælisdegi vopnahlésins. Hátiðin hatði haiizt í veraun daginn áður, þegar André Magi- not, eftirlaunaráðherra her- manna — sem sjálfur særðist i orrustunni við Verdun — stóð yfir átta fánum skreyttum likkistum. 1 hverri lá óþekktur franskur her- maður, sinn frá hverjum vigvelli. Maginot kallaði til eins her- mannsins i heiðursverðinum og rétti honum vönd af rauðum val- múa og sagði. — Hermaður, hér eru rauðir valmúar, tindir á vig- vellinum við Verdun. Legðu hann á eina kistuna og þar er óþekkti hermaðurinn okkar. Daginn eftir var siðan óþekkti, franski hermaðurinn jarðsettur undir Sigurboga Napóleons, i grennd við marskálkana Foch og Joffre, tveggja af mestu her- foringjum fyrri heimsstyrjaldar- innar. Á gröfinni stendur: Hér hvilir franskur hermaður sem lézt fyrir föðurlandið 1914-1918. Þjóðaraltari Þremur árum siðar, á vopna- hlésdaginn 11. nóvember 1923 var hinn eilifi eldur kveiktur og hann logar i bronsi klæddri holu aftan við gröfina. Hann hefur logað siðan. Frá þvi að vera minnismerki um sigra,hefur Sigurboginn orðið eins konar þjóðaraltari, trúarlegt tákn, sem þjóðin safnast um við stórar athafnir og helgidaga. Þangað eru hetjur þjóðarinnar fluttar að þeim látnum. Þangað eru hetjur þjóðarinnar fluttar að Undir Sigurboganum er gröf óþekkta hermannsins. Þar krjúpa erlend- ir þjóðhöfðingjar á kné i virðingu fyrir landinu, sem hann lét lif sitt fyrir. Sigurboginn er mesta striðsminnismerki heims. Ræman með mannamyndunum að ofanverðu er tveggja metra há. Stytturnar eru allar af atburðum vigvallanna, nema „Friðurinn” sem sést hér vinstra megin. Þessi mynd af boganum er tekin frá Avenuede ia Grande Armée. þeim látnum. Þangað kom de Gaulle gangandi upp Champs Ely’sées 1944, kraup við gröf óþekkta hermannsins og þakkaði guði fyrir frelsun Parisar. Allir þjóðhöfðingjar, sem heim- sækja París, koma að gröf óþekkta hermannsins og leggja á hana lárviðarsveig. Siðan hneigja þeir sig I auðmýkt ekki endilega fyrir hermanninum, heldur lana- inu, sem hann lét lif sitt fyrir. Amerískar kuldaúlpur Á þjóðhátiðardaginn Sigurboginn gegnir miklu hlu- verki á þjóðhátiðardegi Frakk- lands, 14. júli, Bastilludaginn. Blaðamaður einn, sem þar var þá á ferð, segir nú frá: — Mig dreymir enn um heim- sókn mina, aðfaranót Bastillu- dagsins til Sigurbogans. Ég finn spenninginn enn þó að ég sofi. Umferðin var þétt og alls staðar kváðu við fagnaðaróp og hávaði. Gluggar og dyr stóðu upp á gátt, tónlist fyllti loftið. Allar kirkjur og fagrar opinberar byggingar voru flóðlýstar. Á nokkrum stöðum höfðu stúdentar kveikt bál á götunum, en lögreglan slökkti þau jafnóðum. Borgin titr- aði öll af veizluhöldum og gleði, eins og vera ber, kvöldið fyrir Bastilludaginn. Við höfðum snætt kvöldverð á vinstri bakka Signu og höfðum tekið með okkur bflinn. Þegar miðnætti nálgaðist, var stefnan tekin á Champs Elysées til að kasta kveðju á Sigurbogann. Við sátum föst i umferðinni við Place de la Concorde i um það bil klukkustund, áður en við kom- umst inn i það, sem við héldum að væri hin venjulega greiða umferð um Champs Elysées. En i ljós kom, að þarna átti sér stað villtur næturdans. Vinstra megin ók litill opinn sportbill og i honum stóðu sex manns með kampavinsglös i höndunum. Bilstjórinn hellti Veuve Cliquot i glösin með ann- arri hendi en ók með hinni. Framan við mig ók litil „hálfsit- róna” og þar i sat stór fjölskylda. og sennilega nágrannarnir lika — og ailir sungu. Hægra megin var stór fólksbifreið, leigubifreið og bilstjórinn virtist dotta fram á Framhald á bls. 39. Verð fró kr. 3.990,00 PÓSTSENDUM P0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.