Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. nóvember 1973. TÍMINN 23 0 Rætt við Þórð Eftir að ég var siðan kominn með 200 flugtima, var ég þar með búinn að fá atvinnuflugmanns- réttindi. — Hefurðu nýtt þessi réttindi að einhverju leyti? — Að sáralitlu leyti, — ég hafði þetta svona i bakhöndinni, ef ég þyrfti að skipta um vinnu. Þetta voru nú erfið ár á þessum tima. En ég flaug eitt sumarið dálitið mikið. Það má segja, að það hafi verið kvikmyndunarflug, en ég flaug með bandariskum kvik- myndatökumanni viða um land. Fékk ég við það anzi góða reynslu i flugi innanlands. — Flýgurðu eitthvað atvinnu- flug i dag? — Það fer nú litið fyrir þvi. Ég hef flogið svol. fyrir sjálfan mig — þarf að halda við flugskirtein- inu og halda mér sjálfum i þjálfun. — En það hefur verið svo mikið að gera hjá mér i plastinu, að ég hef ekki gefið mér tima til þessa, eins og mig langaði þó til. Svifflugið hef ég trassað anzi mikið undanfarin ár. — Þú munt hafa þó nokkuð fleiri áhugamál, sem þú leggur einhverja rækt við. ekki satt? — Ég eignaðist fyrir tveim árum litla bátkænu, og að sigla er virkilega sú bezta afþreying, eða ein sú bezta, sem ég þekki. Ég fer hérna út á sundin og reyni að veiða eitthvað i soðið. — Skemmtilegasti fiskur, sem ég hef dregið? — Þetta var anzi stór lúða, um 90 cm., sem ég dró hérna rétt fyrir utan Engey. Ég fór út um fimm-leytið þennan' morgun og var að þvælast þarna fyrir Akraborginni og þurfti að færa mig til. Þá hélt ég, að fast væri i botni. Ég trúði ei minum eigin augum, er ég sá, hvers kyns var. Ég átti i miklum erfiðleikum með að draga hana upp, — missti hana 4rum sinnum niður á hafs- botn. Svo náði ég henni upp fyrir borðstokkinn að lokum, þessu heljarflykki, en hún átti eftir að afreka það að bita mig i þumal- puttann, bannsett. Og ég varð að liggja ofan á henni.Ég stimdi á fullri ferð i land með ferlikið, og kom með hana spriklandi inn i hjónarúm til frúarinnar. .. ,,Della”... og önnur Þórður Hafliðason hefur komið miklu viðar við, en hér að framan greinir. Svo nokkur dæmi séu nefnd þá fékk hann i barnæsku ljósmyndadellu, — eignaðist fyrst kassavél, en siðan óx tækjastóllinn stig af stigi með árunum. Það má raunar skjóta þvi inn i, að kassavélinni sinni gömlu breytti hann i 35 mm vél! (Það var svo sem auðvitað!). Gegnum ljósmyndunina kynntist hann ungur Asgeiri Long kvik- myndatökumanni, og hefur þvi einnig fengið inngrip i kvik- myndir. Þá má segja frá þvi, að i nokkur undanfarin ár hefur hann starfað sem hljóðupptökumaður fyrir BBC með Gisla Gestssyni kvikmyndatökumanni og af og til með Asgeiri Long. Siðan land- helgisdeilan hófst, hefur falizt i þessu allmikið aukastarf. Að visu er Þórður útvarpsvirki að mennt en það breytir ekki þeirri stað- reynd að i dag eru gerðar mjög strangar kröfur til hljóðupptöku- manna og krafizt yfirleitt sér- staks og itarlegs náms. Enda eru hljóðupptökutækin, sem notuð eru i „bransanum” i dag orðin mjög fullkomin og viökvæm. En þetta eins og annað leikur i ur i höndunum á Þórði. Það tæki, sem hann notar, er raunar sams- konar og notuð eru viö tupptöku stórmynda, að meira eða minna leyti. Og á þessu hefur Þórður mikinn áhuga, eins og á öðru, sem hann fæst við. Hann er með segul- bandstæki um allt hús hjá sér og dundar við að taka upp hitt og þetta, svo sem fréttirnar i út- varpinu. Þá var okkur eiginlega nóg boðið.... Við rákum augun i málverk á heimili þeirra hjóna, Þórðar Haf- liðasonar og Ástu Marteinsdóttur. Það kostaði nokkra fyrirhöfn að fá Þórð til að viðurkenna, að þetta væru hans verk. Hann er maður mjög litillátur að eðlisfari, en okkur fannst annars óþarfi fyrir hann að skammast sin fyrir þessi verk. — Um það leyti, sem ég var með áhuga á ljósmyndun, byrjaði þetta. Pabbi var dálitið góður málari, myndi ég halda málaði bæði með oliu og vatnslitum. Og það eru til anzi fallegar mvndir eftir hann. Nokkuð var til af tólum til málunar heima. og eitt- hvert sinn greip ég til þeirra og fór að reyna að bera mig eitthvað til. Siðan dundaði ég við að mála um nokkurt skeið.... — Hefur þig aldrei langað til að verða viðurkenndur sem lista- maður? — Sjáðu til, ég get verið lista- maður. En ég þarf ekki endilega aö búa til málverk til að vera það. Ég get gert hitt og annað i staðinn. Nú hringir siminn á okkur Þórð. — Eitt af þvi, sem getur gert mig alveg vitlausan, er siminn. Hann hringir og hringir eins og vitlaus væri, og maður hleypur til hans og skilur kannski eftir eitt- hvað afskaplega nákvæmt á loka- stigi, eitthvað fingert kannski. Það er ekki bara siminn. Maður þarf að hlaupa til dyra eða sinna einhverjum utanaðkomandi erindum... Þetta er eins og að vera málari, sem er að setja siðasta strikið á verkið, en þá er barið i bakið á honum. .. Ég vil vera einn, vera ég sjálfur, þegar ég er við viss verkefni. Ég veit að ég get lokið þeim, ef ég fæ frið. Kannski þyrfti ég að grafa mig 30 m niður i jörðina til þess.. Stundum óskar maður þess, að maður væri hálfviti, þegar ótrú- legustu menn leita til manns og leita ráða um þetta og hitt.... Þórðar saga trymbils i stytztu útgáfu Tónlist hefur ekki verið svo litill þáttur i lifi Þórðar Hafliða- sonar. Heita má, að hann hafi fengizt við hljóðfæraleik opinber- lega allt frá unga aldri fram til þessa dags (spilar ekki sem stendur). Siðast lék hann með Kontra-trióinu, en feril sinn hóf hann i Vetrargarðinum i gamla daga. Þórður hafði komizt yfir hálft trommusett og var að dóta sér við það. Einhverjir vissu af þessu, og eitt sinn, þegar vantaði trymbil með hljómsveitinni i Vetrargarðinum, var haft sam- band við Þórð og hann beðinn að hlaupa i skarðið. Hann var tregur til, en lét þó til leiðast. A staðinn fór hann með sitt hálfa trommusett og þótti samt takast svo vel upp, að honum var ekki sleppt úr „bissnissnum” næstu árin. Frá Vetrargarðinum fór hann með hljómsveitinni á Röðul og átti siðan eftir að spila á flestum skemmtistöðum Reykja- vikur, einna lengst á Hótei Borg. Eittsinn dvaldi Þórður nokkrar vikur i borginni við Sundið. Kóngsins Kaupinhafn. Þar komst hann i kynni við hljómsveit i einum ágætum klúbb, og eitt sinn greip hann i ,,bongo”-trommu með henni. Honum var ekki sleppt úr þeirri stöðu, meðan hann stóð við i þessari ágætu borg (fyrir margra hluta sakir). Saga úr dýragarðinum t lok þessa „ævintýris um vefarann mikla úr Vatns- mýrinni” látum við fljóta með söguna af þvi, er Þóröur Hafliða- son fór að blása gler. Það var svo sem ekki nema eitt af „óvenju- legum” uppátækjum hans, en sagan (sem hann kveður sanna og verður ekki rengd hér) er lær- dómsrik fyrir margra hluta sakir engu að siður. Látum Þórð segja frá. — Þetta var um það leyti, er ég vann á rannsóknastofu Há- skólans, en þar var mikið af til- raunaglösum, sem ekki voru notuð. Ég frétti af Norðmanni nokkrum, sem blési gler. Mig langaði auðvitað að gera það lika, svo ég tók mig til og hitaði þessi glös og blés þau siðan. Það tókst að blása kúlur. Það var nóg til þess, að ég útbjó mér „græjur” heima og fékkst á næstunni við glerblástur i eldhúsinu. Náttúr - lega varð það geysióvinsælt, meö gasútbúnaöinn og allt það. Þetta hefur sjálfsagt verið fullkomlega ólöglegt. — Ég kom mér upp aðstöðu i kjallaranum og hélt áfram aö blása kúlur, sem seinna urðu aö jólaskrauti.. Mig langaði að fá á þær spegilhúö og fór til að spyrjast fyrir um það. Það var ekki auðhlaupið, en um siðir tókst mér að fá vitneskju um spegil- húðun úr bókum i Háskólabóka- safninu. Mér tókst að gera spegil á þó nokkrar kúlurnar, sem varð til þess. að ég framleiddi þarna þó nokkuð af þeim og seldi i búð. Þær voru bókstaflega rifnar út. eftirspurnin varð svo mikil.... Það var ekki flutt inn jólaskraut á þessum árum, það var svo mikil takmörkun á innflutningi. Ég bjó til margar gerðir af kúl- um, og þær runnu út eins og heit- ar lummur. — Þetta leit eiginlega andsk... vel út, meö speglun að innan. Ég bjó til litavél úr gömlum grammófóni og litaði þetta i öllum regnbogans litum. Glerið i þetta fékk ég úr ýmiss konar gler- pipum og jafnvel tilraunaglösum. Eftirspurnin var alveg geysileg, en framleiðsluhraðinn litill. — Það var 1947, er þetta gerðist og ég þá 15. ára. Ég hafði verið hjá rannsóknarstofu Háskólans um skeið, þar lærði ég ýmislegt. Ég var látinn mæla hitann i kaninum, með venjulegum hita- mæli. og óð i það með oddi og egg. Það var nú svona hálfógeðslegt. Þær voru komnar með alls konar sjúkdóma, og maður var þarna með grimu á sér og gúmmi- hanska. - Ég get ekki hrósað þvi starfi, óska engum i það. — Ég gcrði þetta fyrir þrenn jól, að búa til jólaskraut. Nú er þess að geta, að ýmis fyrirtæki höfðu leitað eftir þvi við mig að kenna mönnum að búa þetta til, en sjálfur þyrfti ég ekkert aö gera. Ég sagði þeim, að það væri útilokað, þar sem ég vissi, að það getur ekki hver sem er blásið gler, það er viss „kúnst”. Aðal- tæknin við blásturinn er i þvi að beita munninum rétt. Einn kunn- ingi minn gat aldrei blásið glerið rétt. Glerið varð aldrei kringlótt, en vildi venjulega bara verða hismi, þvi að á vissu augnabliki vill glerið þenjast svo snögglega út, og þá verður þetta eins og innylfi úr hrossi -og svifur svo burtu... — Fyrir þriðju jólin var þetla orðið helv... menntað hjá mér. Þá var ég búinn að koma mér upp mótum, þannig að ég gat formað kúlurnar á ýmsan hált. Þarna urðu til toppar, i likingu við þá sem maður áer i dag, og ég verð áð segja. að þegar á heildina var litið var þetta jólaskraut á vissan hátt sambærilegt við það, sem maðursér núna á markaðnum.... — Það var einn brandari i sam- bandi við það, þegar innflutn- ingsvfirvöldin komust i spilið og héldu, að þarna væri um smygl- varning að ræða. Ég var kvaddur á þeirra fund með nokkrar kúlur. Þeir mölvuðu þær hverja af annarri og kiktu inn i þær, og voru vist að leita að vörumerki inni i þeim. Ég ætlaði að verða vitlaus af hlátri. Égbauðþeim að senda mann heim og skoða tækin, en ég vildi ekki sýna þeim. hvernig ég færi að þessu, þvi ég var voðalega drjúgur með mig og vildiekki uppljóstra leyndarmáli. sem þótti svona merkilegt... — Þetta þótti stórmerkilegt á þessum tima, þvi að fólkið hafði ekki annað til að skreyta með um jólin en pappir og glimmer. Þeir, sem ekki gátu náð i smyglað skraut. urðu að búa það tiú með skærum úr pappir.. Það var hrikalegt þetta jólaskraut, sem maður sá á markaðnum þá. .. Ef til vill hafa lesendur þessa stúfs haldið i upphafi, að hér ætti að fjalla um t>órð Hafliðason i visindalegum dúr.en þeir hafa nú séð, að svo var ekki. A annan veg væri h;egt að skrifa um visinda- manninn eða öllu heldur uppíinn- ingamanninn Þórð Ilafliðason. þvi hann gelur tilelni til þess. En Þórður hel'ur margt að segja utan þessa sviðs, sem fæst kemur þó fram hér. Og hann helur mikla kimnigáfu. Ef klina ætti ein- hverjum tilgangi á þennan stúf, væri það helzt sá að sýna mönnum, hvað þeir geta fengið miklu meira út úr lifinu, reyni þeir eitthvað til að veita útrás og framfylgja hugdettum sinum jafnvel þótt þa>r ekki séu svo ikja merkilegar. ()g dálitið af kimni sakar ekki. — Step. o Takmark sem ég veit hefur hann aldrei boðið neinum manni vindil. En það eru lika takmörk fyrir öllu. Heiöurslaunin Hann talaði meö syngjandi röddu, sembland af józku og mörgum erlendum tungum. Og mörgum fannst hann vera i mót- sögn við sjálfan sig, þegar hann samt sem áöur, tók eitt sinn á móti peningaupphæð frá danska rikinu. Þrátt fyrir það að hann hafði fariö hörðum orðum um dönsk yfirvöld, og þrátt fyrir það að hann átti sjálfur næga peninga. Að lokum urðu mörg gagnrýnin lesendabréf og greinar til þess að hann hætti við að taka á móti styrknum. En fáir fengu að vita, að hann hafði aldrei séö peningana sjálfur, heldur sent þá beint til fátæks vinar. frá þvi i gamla daga. Það lá alltaf eitthvað að baki þess, sem hann gerði, og þess sem hann málaði. Jafnvel þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir okkur að koma auga á það. En það er ekki hans sök. (þýttaf-kr) NORDMENDE kemur með nýja vídd í ferðasjónvarps- tœkjum „SPECTRA- DIMENSION 5" Hœgt að setja í tvenns konar stöðu til þœginda fyrir óhorfendur Þœgilegt stjórnborð Elektróniskar sleðamótstöður tryggja betri stjórn ó mynd og hljóði „Spectra - dimension 5" er fóanlegt í fimm mismunandi litum: orange, hvítu, rauðu, grœnu og kolsvörtu „Spectra - dimension 5". Nýja víddin í tœkni og gœðum Nóatúni sími 23800 Klapparstíg sími 19800 Akureyri sími 21630

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.