Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 11
.EXPl 'fsdni^vön .ff TfigebunfiuH /i/III/iíi __—. — Sunnudagur 11. nóvember 1973. TÍMINN * YTrn 171X111 mTíTTiTTrm n örlygur Sigurösson á sýningunni I Norr æna húsinu hjá mynd sinni af Þorsteini á Vatnsieysu. ...ÞEGAR VIÐ HÆTTUM AD TEIKNA HÆTTUM VIÐ AÐ SJÁ... Ferð til Frans í teikningum og rituðu máli Örlygur Sigurðsson í Norræna húsinu hópast á málverkasýningar, eins og á uppboð hjá sölunefndinni. Margt hefur verið að sjá, sem áður var bannað. Nú eru allir menn frjálsir á öllum sviðum lista. Það er þvi mikill fengur að hafa einnig fengið að sjá sýningu hjá örlygi Sigurðssyni, eftir svo mörg ár. örlygur Sigurðsson listmálari er ef til vill ekki siður kunnur af bókum sinum, sem alls munu orðnar fjórar talsins. Þær hafa skipað honum á bekk með skæðustu greinahöfundum þessa lands, sem aðeins fást við alvar- leg mál, það er manninn sjálfan. Þegar hann fer á kostunum, munu fáir hlaupa hann uppi i snjöllum lýsingum, gleði og sönnu, græskulausu gamni. Allar hans bækur hafa verið vinsælar hjá almenningi og sú hin seinasta, Nefskinna mun þar sigla i kjölfarið, þótt sá sem þetta ritar telji hana fyrst og fremst vera merkilegt framlag til lista- verkabóka, sem alltof fáar koma hér út, þrátt fyrir nýja og betri prenttækni og mikla loðnu. Þegar blaðamaður og ljós- myndari Timans heimsóttu sýn- inguna, i þann mund er verið var að ljúka upphengingu myndanna, var lif i tuskunum i Norræna húsinu. Listamaðurinn lék við hvern sinn fingur og gaf skipanir á báða bóga, og hin samnorræna alvara, sem alla daga þrúgar þetta virðulega hús, var rokin út i veður og vind. Menn voru glaðir og fullir eftirvæntingar. Þessa dagana eru að koma 746 STYKKI af CANDY þvottavélum, uppþvottavélum og kæliskápum. Þar með vonumst við til að geta annað eftirspurn fram að áramót- um. Þá eigum við einnig von á nýjum sending- um af ITT frystikistum, Passap prjóna- vélum og PFAFF saumavélum. Verslunin PFAFF Skólavörðustfg 1 og Bergstaöastræti 7. Simi 26788. ÖRLYGUR Sigurðsson, list- málari opnaði málverkasýningu i norræna húsinu á laugardag, en alllangt ernú siöan hann hefur sýnt myndir sinar á einkasýningu i Reykjavík. Er þvi almenningi mikiil fengur aö þvf, aö fá aö kynnast myndsköpun þessa mál- ara, og þá sér f iagi ungra fólki, sem ekki hefur séö myndir hans á sýningu. Örlygur gefur út i tilefni sýn- ingarinnar myndabókina Nef- skinnu, sem er i senn vönduð út- gáfa af teikningum höfundar af nokkrum frægum samborgurum auk nokkurra alræmdra og þó merkra. Þar að auki eru myndir fra Grænlandsferð, sem lista maðurinn fór með Súðinni, en sú ferð hefur orðið fræg i siglinga- sögunni. örlygur er án efa einn snjallasti mannamyndateiknari þessa lands og er frægur fyrir portet-myndir og mannamyndir, ýmist teiknaðar, eða málaðar og vitnar sýningin sjálf bezt um það. örlygur Sigurðsson er fæddur i Reykjavik, en alinn upp á Akur- eyri, þar sem faðir hans var skólameistari menntaskólans á Akureyri. Hann lauk stúdents- prófi árið 1940, en stundaöi siðar listnám i University of Minnesota, Minneapolis og fleiri þekktum skólum, þar á meðal Chouinard School of Art i Los Angeles, Cali- fornia. á árunum 1941-1942, og i ArtstudentsLeague i New York á árunum 1944-45. Þá dvaldi hann i Paris við nám árið 1948-49. Hann hefur verið búsettur i Reykjavik frá árinu 1946. örlygur Sigurðsson hefur i list sinni fylgt eigin stefnu og látið tizku og geometriu lönd og leið. Hann hefur ef til vill liðið fyrir það. 1 siðustu bók sinni segir hann á þessa leið: Nefskinna er tileinkuð drátt- listarunnendum. ,,Teikning hefur ekki verið i hávegum höfð i þessu landi, þvi ber að hafa i huga, að þegar við hættum að teikna hættum við að sjá”. Hann telur Nefskinnu koma út i tilefni sýningarinnar, sam kallast „Ferð til Frans i myndum og fáeinir landar”. Undir þetta geta menn, sem sýninguna hafa séð tekið undir. Þar eru fjöl- margar myndir úr Frakklands- ferð, sem listamaðurinn fór um það leyti, sem Picásso var allur. 1 þeim myndum er ungur kraftur og efnistök, sem sjaldgæf eru i landi, þar sem myndlist er ýmist tekin of alvarlega, eða öfugt. Það koma timar. Frjálslyndið hefur farið i heilan hring. Við sjáum þess allsstaðar merki. Menn eru aftur farnir að Stefán f Möðrudal á efstu dögum sfnum — ein teikninganna á sýning- unni. —■ Timamynd: GE. Tilboð óskast i Toyotu Corolla árgerð 1971, i núverandi ástandi eftir áresktur. Bifreiðin verður til sýnis á bilaverkstæöinu Armi, Skeifunni 5, Reykjavik, á morgun (mánudag) frá kl. 9-17. Tilboðum sé skilaö til Samvinnutrygginga, tjónadeild fyrirhádegi á þriðjudag 13. nóvember 1973. Röskur sendill óskast til starfa nú þegar. Nánari uppl. eru gefnar hjá utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik. Afgreiðslugjaldkeri Staða afgreiðslugjaldkera hjá bæjarsjóði Kópavogs er laus til umsóknar, Umsóknarfrestur er til 22. nóvember n.k. og skal skila umsóknum á þar til gerð eyðublöð, til undirritaðs, sem ásamt bæjargjaldkera, veitir allar nánari upp- lýsingar um starfið. Kópavogi 9. nóvember 1973 Bæjarritarinn i Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.