Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur II. nóvember 197a. TÍMINN T7 Stúlka I stól — Ljósmynd KBK Allir eiga þeir sex-menningar ágætar myndir þarna, vel út- færðar að minu mati, en sérstak- lega vil ég hrósa Gunnari S. Guð- mundssyni fyrir sérlega vel gerðar myndir i alla staði, og er ég ekki að kasta rýrð á hina þó að ég nafngreini hann sérstaklega. Gunnar Hannesson er gestur J)eirra félaga á sýningunni, og sýnir með þeim litskuggamyndir i öðrum sal hússins. Eru þetta rúmlega 500 myndir. Litmyndir hans eru allt annars eðlis en myndir strákanna. Þar er uppistaðan landslag, náttúra lands okkar, og eru mótifin sótt upp um fjöll og firnindi. Glögga mynd fær maður af Vatnajökli af hinum góðu myndum Gunnars þaðan. Þær eru fallegar, en kuldalegar sem von er, þvi að ekki er hann nú byggilegur, blessaður. Nú stendur til að gefa út myndabók um Vatnajökul, með myndum Gunnars Hannessonar. Starf Gunnars sem áhugaljós- myndara er allflestum orðið kunnugt hér á landi. Þeir menn eru fáir, sem hafa tekið fleiri lit myndir en hann, — liklega enginn. Mikið er leitað til hans erlendis frá vegna beiðni um lit- myndir frá tslandi, og er starf hans og framlag til landkynn- ingar ómetanlegt. Gunnar Hannesson byrjaði að taka myndir árið 1962, og sneri sér strax að litfilmunni. .Hann hefur aldrei tekið svarthvita mynd, og vekur það furðu manna, þar sem allflestir byrja á svart- hvitum myndum til að ganga úr skugga um ágæti sitt sem ljós- myndara og gera tilraunir á sem ódýrastan hátt. Að lokum vil ég þakka menn- ingarlegt átak og vona að fólk þurfi ekki að biða lengi, þar til það fær að sjá eitthvað meira eftir alla sýningaraðila. Gunnar V. Andrésson Stelpa á grjótvegg — Ljósmynd SÞM 'tj} mm.j ■vrj Sýnendur: Gunnar Hannesson Gunnar S. Guðmundsson Karl G. Jeppesen Pétur Þ. Maack Skúli Þór Magnússon Kjartan B. Kristjónsson r Jón Olafsson Bátur I Færeyjum — Ljósmynd Mossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.