Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 11. nóvember 1973. Menn og málefni Styrkur hins réttláta þjóðfélags GIsli Guömundsson Gísli Guðmundsson og kosningarnar 1937 Meö fráfalli Gisla Guömunds- sonar er horfinn af sjónarsviðinu einn þeirra manna semhöfðu mest áhrif á þróun islenzkra stjórn- mála á áratugnum 1930-1940, sem er sennilega sögulegasti og ör- lagarikasti áratugurinn i sögu Islendinga á þessari öld. Þá var glimt við afleiöingar heimskrepp- unnar miklu, en til viðbótar kom aflabrestur um margra ára skeið. Þá flæddu öfgastefnurnar tvær, kommúnisminn og nasisminn, yfir löndin og fundu frjóan jarð- veg í atvinnuleysi og kjara- rýrnum, sem hlutust af völdum kreppunnar. Sum riki misstu fjárhagslegt sjálfstæði sitt á þessum tima, t.d. Nýfundnaland, en önnur urðu einræðisstefnunum að bráð. Hér á landi munaði mjóu aö breiöfylking, sem hafði sterk nasistisk áhrif innanborðs, næði völdum i þingkosningunum 1937. Miklar horfur voru þá jafnframt á þvi, að þjóðin skiptist i tvær öfgafylkingar, þar sem það gerðist annars vegar, að kommúnistar efldust og Alþýðu- flokkurinn tók róttækari stefnu en áður, en hins vegar var breið- fylkingin undir forustu Sjálf- stæðisflokksins. Gisli Guðmunds- son gengdi þá þvi sögulega hlut- verki að eiga mikinn þátt i þvi.að Framsóknarflokkurinn markaði sér skýrari stefnu sem frjáls- lyndur miðflokkur en hann hefur gert fyrreða siðar. 1 stefnuskrár- yfirlýsingu flokksþingsins 1937 er hann skilgreindur sem „frjáls- lyndur miöflokkur, er starfar aö alhliða framförum, menningu og bættum kjörum vinnandi stétta”. Hlutverk milliflokksins I grein, sem Gisli Guðmunds- son ritaði i Timann 16. mai 1937, er þessi afstaða Framsóknar- flokksins skilgreind á eftir- farandi hátt: „Einmitt nú á þessum timum, þegar öfgarnir magnast til hægri og vinstri viða um heim, er þörfin á sterkum milliflokkum alveg sérstaklega brýn. Hlutverk milli- flokksins er að lægja ofsann og hinar fjarstæðustu kröfur til beggja handa. Og undir þvi er öryggi þjóðfélagsins komið, að einmitt milliflokkurinn hafi til þess nægilegt afl að gera sina stefnu ráðandi i meginatriðum i löggjöf landsins og stjórnarfram- kvæmdum. Ef islcnzka þjóðin ber gæfu til aö draga úr afli ihaldsflokksins og láta áhrif sosialista ekki vaxa til muna frá þvi, sem nú er þá er jafnframt tryggð sú milliflokks- aðstaða Framsóknarflokksins, sem nauðsynleg er til verndar og viðhalds friðsamlegri þróun i landinu. En svo framarlega sem þjóðin ekki skilur, hversu mikilsvert er hlutverk milliflokksins i landinu, þá fer hér á sömu leið og viða annars staðar, aö landsfólkið greinist smátt og smátt sundur i tvær harðandstæðar fylkingar, hina svörtu fylkingu til hægri og hina rauðufylkingu til vinstri. Þá magnast stig af stigi nasista- áhrifin I Sjálfstæðisflokknum og kommúnistaáhrifin i Alþýöu- flokknum, og biliö milli fylk- inganna stækkar, Þá fara baráttuaðferðirnar stöðugt harðnandi, og að sama skapi minnka möguleikarnir til þess að málum verði til lykta ráðið á frið- samlegan hátt. Hlutverk milliflokksins er að brúa bilið. En þá verður milli- flokkurinn að vera sterkur og voldugur flokkur”. Þess ber að sjálfsögðu að gæta, að þessi ummæli eiga viö annað stjórnmálaástand i landinu en það, sem nú er, eins og lika sést á þvi, sem rakið er hér á undan. Þjóðin hlustaði vel á boðskap Gisla Guðmundssonar og félaga hans. Framsóknarflokkurinr hefur aldrei unniö glæsilegri sigur en i kosningunum 1937 Sigur hans tryggði, að hin frið . samlegaþróun hélt áfram i land inu. Það er sannfæring min, at það hafi samrýmzt vel hug sjónum og skapgerö Gisla Guð- mundssonar að flytja boöskap friðsamlegrar þróunar og að vara við öfgum og einræði Þvi miður veiktist Gisli skömmu siðar, og hans naut þvi ekki við á stjórnmálasviðinu næstu árin, þótt jafnan væri leitað til hans ráða af samherjum hans meöan veikindin hindruðu beina þátttöku hans i stjórnmálum. Eftir aö Gisli kom til starfa aftur, lét hann byggðastefnuna mest til sin taka og hefur haft meiri áhrif til framgangs hennar á siðari áratugum en nokkur annar maður. En jafnan var hann tals- maður hinnar friösamlegu þróunar og hófsemi og jafnvægis i stjórnmálum. Dýrmætasta eignin Gisli Guðmundsson ritaði bók um Framsóknarflokkinn fyrir 20 árum. Þótt margt sé breytt siðan, þykirrétt að rifja hér upp nokkra kafla úr henni, sem jöfnum höndum lýsa bæði viðhorfi Gisla og vissum grundvallarsjónar- miðum Framsóknarflokksins. t eftirfarandi kafla lýsir Gisli afstöðu Framsóknarflokksins til byggðamálanna: „Dýrmætasta eign þjóðarinnar er landiöi Landinu er það að þakka, að tslendingar eru sérstök þjóð og eiga sérstaka þjóðtungu, þúsund ára norrænt mál, sem lifir á vörum hennar, en aðrar Norðurlandaþjóðir hafa glatað. Aðrar þjóðir hafa viðurkennt eignarrétt islenzku þjóðarinnar á landinu og fullveldi rikisins. Þjóöinni ber að sýna að hún hafi vilja og getu til að hagnýta það og sé þvi vel að eignarréttinum komin. Hún verður að byggja landið. Itéttur þjóða til óbyggðra eða lítt byggðra landa getur verið veikur a.m.k. siöferðilega, ekki sizt, er þröngbýli eykst i hinum byggilega heimi. Þegar af þessari ástæðu mun F'ramsóknarflokk- urinn hér eftir sem hingað til leggja þvi fólki lið i lifs- baráttunni. sem innir af liendi það hlutverk að byggja landiö sem vlðast og lielga þannig þann rétt, seni landnámsmenn unnu tii lianda þjóðinni I öndverðu. Hann mun vinna aö þvi af öllu megni, að nytjagróður landsins verði aukinn og öll héröð þess gerð byggileg fleira fólki en þar er nú, enda beri það ekki skarðan hlut frá borði”. Dreifbýli og þéttbýli t framhaldi af þessu fórust Gisla þannig orð: „En „föðurland vort hálft er hafið”. Land- grunnið, hið næsta oss og auðæfi þess eru hluti af þjóðararfi vorum, og hið starfandi fólk á fiskimiðunum verndar rétt þjóðarinnar til þessa arfs á sama hátt og hinir, sem moldina erja. En hvorki land né sjór verður nytjað svo að vel sé, nema lands- ins börn vilji hafa byggð sina þar sem skammt er til náttúru- gæöanna og tcngja lif sitt og menningu við þau. Ekki svo að skilja, að nauðsyn beri til að dreifa byggðinni svo sem fyrr var gert. Sums staðar á að vera þétt- býli, bæði til lands og sjávar. Ýmsir staðir hafa lagzt i eyði af eðlilegum orsökum. Afstaðan til vega, sima og rafmagnskerfa hefir nú orðið allmikla þýðingu fyrir staðsetningu byggðarinnar. Viða munu, er stundir liða, verða byggð iðnaðarþorp i sveitum og vmsir fá bar verkefni, sem að öðrum kosti myndu hverfa úr átt högum sinum. En til þess að byggðin dreifist hæfilega, þarf að dreifa fjármagninu, og að þvi mun Framsóknarflokkurinn vinna. Það er óþarfi að tala um dreifbýli og þéttbýli sem and- stæður. Hvort tveggja þarf að vera til jafnhliða. En hitt er hláleg þóun, að mikill hluti lands- manna safnist saman i eina borg eða svo. Slikt er óhagkvæmt af mörgum ástæðum bæði fyrir þjóðarheildina og borgarbúa, en þar að auki næsta áhættusamt á meðan friður er enn ótryggur milli þjóða og landið i alfaraleið. Framsóknarflokkurinn mun, eftir þvi sem tækifæri gefst til, beita sér fyrir þvi, að efldir verði til , stækkunar nokkrir bæir i lands- fjórðungunum utan höfuðstaðar- ins, þar sem atvinnu- og náttúru- skilyrði eru bezt, jafnvel á stöðum. þar sem litil eða engin byggð hefur áður verið, ef ný framfaraskilyrði hafa komið til sögunnar eða vakið athygli manna. Jafnframt þarf að vinna að þvi að gera höfuðborgina þannig úr garði. og efla svo menningu hennar, að til sannrar fyrir- myndar megi verða og þjóðinni sæmdarauki". Réttldtt þjóð- félag Þá vikur Gisli að málum þjóð- félagsins og segir: „Framsóknarflokkurinn telur það nú sem fyrr meginskilyrði sjálfstæðis og friðar og varan - legrar framfarar i landinu, að þjóðinni takist að skapa ser rétt- látt þjóðfélag, að svo miklu leyti, sem slikter á valdi manna. Með réttlátu þjóðfélagi er i fyrsta lagi átt við það, að allir séu jafnir fyrir lögunum, án tillits til ættar, efnahags eða metorða. Það verður að visu löngum álitamál, og fer nokkuð eftir þjóðfélags- legri nauðsyn á hverjum tima, hversu hart skuli tekið á yfir- troðslum manna gegn lögum og hversu refsingum skuli háttað, sbr. t.d. hina geysihörðu dóma fyrri alda i sauðaþjófnaðar- málu m, sem byggðust á þvi, að sauðfjárbúskapur var aðalat- vinnuvegurinn, en tiltölulega auðvelt aö misbjóða eignarrétt- inum á þvi sviði. I seinni tið hefur hins vegar verið að þvi stefnt að gera refsingar mildari en fyrr, en þá fremur litið á þær sem betrunaraðferð eða nauðsynlega einangrun hættulegra einstak- linga en endurgjald fyrir illt at- hæfi. Ættu og flestir að geta verið sammála um það, að meira máli skipti að koma i veg fyrir lögbrot en að koma fram refsingum fyrir það, sem orðið er. Rétt er þó, að sérhver maður beri ábyrgð verka sinna á þann hátt, sem þvi verður eðlilegast fyrir komiö. En hvaö sem þessu liður, þarf þjóðin aö geta verið sér þess meðvitandi, að ekki sé einum látið haldast uppi það, sem öðrum er refsað fyrir, og að hvorki ráði vinátta né óvild meðferð slikra málar- Það er annað einkenni á réttlátu þjóð- félagi að hæfileikar og samvizku- semi ráði sem mest frama manna og trúnaði, sem þeim er veittur. Þvi ber valdhöfum að varast eftir mætti að kveðja til slikra starfa skoðanabræður, vandamenn eða aðra nauðleitar- menn, nema þeir standi a.m.k. öðrum jafnfætis að veröleikum. Og jafnframt þarf að tryggja það, sem unnt er, að einstakir þegnar þjóðfélagsins hafi ekki aðstöðu til að skara óeðlilega eld aö sinni köku i fjárhagsmálum eða hlifa sér við þeim byrðum, sem mönnum almennt er talið skylt að bera, og verður þetta aö sjálf- sögðu bezt tryggt. ef þjóðfélags- þegnarnir sjálfir almennt viður- kenna nauðsyn þess og eiga eða ávinna sér siðferðisþroska til að leggja á sig eðlilegar hömlur i þvi sambandi". Jafnrétti Gisli segir ennfremur: „Frægur stjórnmálamaður á 19. öld gerði það að kjörorði sinu, að þjóð hans teldi jafnrétti meira virði en frelsi. 1 þessum orðum felst sá sannleikur, að menn sætta sig fremur við margs konar óþægindi, þar á meðal nokkra skerðingu i þjóðarþágu á at- hafnafrelsi sinu og lifskjörum, ef þeir verða þess varir, að allir verði að þola hið sama að þessu leyti. Þess eru jafnvel dæmi, að menn hafi átt auðveldara með að sætta sig við dauða sinn, ef þeir sáu að sömu örlög biðu margra samtimis. tslenzkur málsháttur segir: „Sætt er sameiginlegt skipbrot”. Slikt á þó e.t.v. ekki við um þá er náð hafa þvi þroska stigi, að hafa gleði af þvi að leggja meira á sig en aðrir i al- mannaþágu. En einnig slikir menn kunna að meta réttlætið og þrá raunar hið réttláta þjóðfélag engu siður en aðrir. I smáriki með veiku fram- kvæmdaveldi er styrkur hins • réttláta þjóöfélags alveg sérstak lega nauðsynlegur tii að halda uppi virðingu rikisvaldsins, hafa hemil á’ óþegnlyndum einstak- lingum og kveða niður andstöðu þeirra, sem vilja lýðræðið feigt. Að uppbyggingu sliks þjóðfélags munu eldri og yngri kynslóðir mætast til starfa i Framsóknar- flokknum á komandi árum”. AAannbætandi stefna Bók sinni lýkur Gisli með þessum orðum. Segja má, að hlutverk stjórn- málaflokka sé tviþælt og þar með möguleikar þeirra til áhrifa i landinu. Annar þáttur þessa hlut- verks, og sá, sem oftast er um rætt, er að móta þjóðfélagið og at- hafnir þess. Hinn þátturinn er fólginn i þeim andiegu áhrifum, sem stefna flokksins, lifsskoðun og starfsaðferðir hafa á einstakl ingana,og þá fyrst og fremst þá sem i flokknum starfa eða með honum. Ef meta skal gildi stjórn- málaflokka, ætti fyrst og fremst að gefa þvi gaum, hvort eða i hve rikum mæli stefna hans sé niannbætandimeðal þjóðarinnar. Stjórnmálaflokkur, sem hefur holl áhrif á hugsunarhátt manna, sambúð og störf, hlýtur einnig að verða til góðs fyrir þjóð- félagið i heild jafnvel þótt hann væri valdalaus i venjulegum skilningi þess orðs. Það ætti að vera augljóst mál , að Framsóknarflokkurinn sem vinnur að þvi alveg sérstaklega að boða þegnskap samvinnu óg samhjálp, se liklegastur til að hafa þau mannbætandi áhrif með þjóðinni, sem um er rætt hér að framan. Flokkar, sem tigna hina skefjalausu samkeppni og rétt hinna sterkustu til að njóta lifsins gæða umfram aðra menn, eru ekki liklegir til slíkra áhrifa. Ekki heldur þeir flokkar, sem hvetja menn til að koma vilja sínum fram með ofbeldi og virða lög þjóðarinnar að vettugi eða inn- ræta meðlimum sinum, að allar aðferðir séu leyfðar til að ná þvi marki, sem að er stefnt af hálfu flokksins. Það verður á valdi hinna ungu og komandi kynslóða Fram- sóknarmanna að sanna samtiðar- mönnum sinum hið mannbætandi hlutverk flokksins með lifi sinu og starfi. Með þvi inna þeir af hendi þá þjónustu við flokkinn, sem aldrei verður ofmetin- Og þá eru lika mestar likur til, að þjóöfélag framtiðarinnar feli þeim forystu i málum þjóðarinnar”. Svo hljóða ráðin, em Gisli Guð- mundsson gaf ungum Fram- sóknarmönnum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.