Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 37

Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 37
Sunnudagur n. nóvember 1973. TÍMINN 37 Til að binda óskiljanlegan endi á söguna, fékk skipstjórinn tor- kennilegan sjúkdóm. sem dró hann til dauða, rétt eftir að Bacchante kom til hafnar. Árin 1893, 1905, og 1911 mátti lesa i blöðum. að Hollendingurinn fljúgandi hefði sézt. Ein þeirra frásagna, sem trúverðugust þykir, er frá 1890. og enn var það skip. sem hvarf með dvrmætan farm. Gufuskipið Hannah Regan var á leið heim með nokkrar milljónir dollara i gullstöngum. og skammt utan við Okinawa bilaði skrúfan og skipið skemmdist mikið, þar sem það var i miklum vindi þarna. Siðan brotnaði öxull. og Hannah Regan sökk. Nokkrum vikum siðar fundust lik skip- stjórans, fyrsta stýrimanns og fjögurra háseta á reki i lifbát. 1 dagbók skipstjóra mátti lesa söguna um slysið. Dráttarbátur fra San Fransisco fann flak Hannah Regan á haf- botni. og björgunarleiðangur var sendur af stað. Eftirfarandi er úr opinberri skýrslu um leið- angurinn: Þetta var kyrr og rólegur dagur, veðrið var gott, og þar sem allir höfðu lagt hart að sér siðustu dagana, ákváðum við að hvíla okkur fyrir næsta dag. Sjálfur var ég i þann veginn að ganga til hvilu, þetar mér datt i hug að fá mér gönguferð um þil- farið. Ég hafði gengið nokkrar ferðir og það eina sem sást var merkjaduflið, sem áyndi hvar flakið lá undir. Ég var að hugsa um skipið og alla, sem með þvi höfðu farizt, þegar ég tók eftir einhverju, sem ekki hafði verið þarna áður. Það var eins og skuggi, um hálfa milu frá skipinu. Ég stóð og horfði á þetta og sá það breytast i einhvers konar skip, sem áreiðanlega hafði ekki verið i notkun siðustu tvær aldirnar. Það kom i áttina að okkur, og var eins og það ræki áfram fyrir öflugu veðri, þó að engin segl væru uppi. Þó að sjórinn væri sléttur eins og stofugólf, valt skútan mikið. Ég ætlaði að fara að hrópa á hjálp, þar sem ég sá ekki fram á annað en árekstur, þegar ég vissi allt i einu, að þetta var ekkert venju- legt skip, heldur draugaskip... Skipstjórinn stóð kyrr og horfði á þetta: Draugaskipið kom að okkur. Skutur þess var rétt i vatns- borðinu, og sjórinn fossaði yfir hann öðru hverju. Skipið kom alveg upp að siðu mins skips, og þá varð ég þess var, að þótt ég sæi hvern hlut á þilfarinu greinilega, sá ég gegnum allt saman. Tveir lifbátar héngu úti og drógust niður i sjóinn. Skipið fór framhjá og hvarf siðan niður i sjóinn. Frekar flota bandamanna Björgunarleiðangurinn hélt áfram störfum sinum daginn eftir, og þá hófust óhöppin, sem sett voru i samband við drauga- skipið. Skipstjórinn segir frá: Þetta var ekki auðvelt verk, þó að flakið væri minna en tiu fetum fyrir neðan okkur og sjórinn kristalstær. Ég sá kafara klifra eins og kött eftir flakinu og upp á brúna. Hann var á leið að káetu skipstjóra til að komast að skápnum með gullstöngunum. Hnan hvarf, og minútur liðu. En minúturnar urðu að klukku- stundum, og við biöum alltaf eftir sprengingunni. sem átti að opna skápinn. En þegar hún kom ekki, sendi ég annan kafara niöur. Hann sagði, aö súrefnisslanga hins hefi festst i flakinu og rifnað sundur. Siðan fór hann niður aftur og tvær klukkustundir liöu, áður en við gátum viðurkennt. að þeir voru báðir látnir. Hinir hjátrúarfullu um borð þóttust vissir um, að yfir Hannah Regan hvildi bölvun Hollend- ingsins fljúgandi. Dráttar- báturinn fór aftur heim og skildi flakiö eftir. þar sem það rotnar á sjávarbotni og gullið sigur niður i sandinn. Nú á okkar timum hefur einnig orðið vart við Hollendinginn. Karl Dönitz, yfirmaður kafbátaflota Hitlers. skrifaði eftirfarandi hjá sér: Nokkrir af áhöfn kafbátsins sögðust hafa séð Hollendinginn fljúgandi. eða eitthvert drauga- skip, á leiðinni til Súez. Þegar þeir komu aftur til stöðvarinnar, sögðust þeir heldur vilja mæta öllum flota bandamanna, en að hitta svona fleytu fyrir aftur. (Þýtt SB) Klukkan 9 á morgnana opnar auglýsingastofa Tímans, Aðalstræti 7. Tekið er á móti auglýsing- um, sem birtast eiga næsta dag, til klukkan 4 siðdegis. Auglýsingar í sunnudags- blöð þurfa að berast fyrir klukkan 4 á föstudögum. Þeir auglýsendur, er óska aðstoðar við gerð aug- lýsinga, eru beðnir að skila handritum tveim sólar- hringum fyrir birtingar- dag. Símanúmer okkar eru 1-95-23 & 26-500 ENN HEFUR nýr þáttur Islenzks útflutningsiðnaðar haslað sér völl, þótt i smáu sé, enn sem komið er. Fyrirtækið Bflrúðan hf. i Garðahreppi hóf starfsemi um mittsiðasta sumar, en það fram- leiðir fullkomna gerð af framrúð- um i bila, og hefur til þessa ein- göngu framleitt fyrir innanlands- markað, en hann er stærri en margur hyggur að óathuguðu máli. Sé haft í huga hve framrúðu- brot i bílum eru óhugnanlega tið hér á landi, sést, að hér er mikill markaður fyrir þessa vöruteg- und, en reikna má með, að milli 5 þúsund og 6 þúsund framrúður brotni hér árlega. Fyrirtækið hyggur einnig á út- flutning framleiðslu sinnar, og s.l. fimmtudag var fyrsta sendingin afgreidd til Sviþjóðar. Erþar um að ræða 115 framrúður i Volvo og Saab bila. Útflutnings- verðmæti þessarar sendingar er 250 þús. kr. BÖrúðan h.f. framleiðir ein- göngu rúður úr limdu öryggis- gleri i flestar gerðir bila. Limt öryggisgler er þannig, að verði það fyrir höggi, koma i það sprungur, en það mölbrotnar ekki, og litil hætta er á að gler- brot valdi slysum. Hver rúða er tvöföld og á milli glerja er plast- lag, sem glerin eru limd saman með og varnar þvi, að glerbrot kastist i allar áttir, þótt rúðan brotni. Auk framrúðna i bila framleiðir Bilrúðan limt öryggis- gter i skifum fyrir glerslipanir, bilasmiðjur, o. fl. Þá er á til- raunastigi framleiðsla á mjög þykku öryggisgleri fyrir skart- gripaverzlanir, fangelsi og fleiri stofnanir, þar sem mönnum er ymist varnað að komast inn eða út. Að sögn forráðamanna fyrir- tækisins er eingöngu bezta fáan- legt gler notað til fram- leiðslunnar. Er glerið svokallað Float-gler, sem er slipað og veitir fullkomið öryggi gegn spémyndun, þegar horft er gegn- um það. Einnig er hægt að fá litaðar og skyggðar rúður, ef óskað er. Allar rúður Bilrúðunnar hf. eru framleiddar með sérstöku leyfi sænsku verksmiðjunnar Kubex, og er miöað við gæðamat og kröfur sem gerðar eru til fram- rúðna i þeim löndum, þar sem mestar kröfur eru gerðar til sliks, svo sem i Bandarikjunum, Sviþjóð og Þýzkalandi. Vonir standa til a fyrirtækið geti brátt annað allri eftirspurn eftir framrúðum hér á landi, og einnig að það geti flutt út allt að 10 þúsund rúður á ári , en enn er verið að bæta tækjakost verk- smiðjunnar. Framkvæmdastjóri Bil- rúðunnar hf. er Friðrik Theodórs- son, en verksmiðjustjóri er Hallgrimur Einarsson. Limd öryggisrúða framleidd i Bilrúðunni hf. Hamarinn skall á rúðunni af miklum krafti, og sprakk hún við höggið en muldist ekki. nn Hallgrimur Einarsson verksmiöjustjóri og Friörik Theodórsson framkvæmdastjóri í verksmiðjusal Bílrúðunnar hf. Timamynd GE. Útflutningur hafi á límdu öryggis- gleri AUKIINI AFKÖST Í VÉLRITUIM tll -IfeW: POSTUR OG SIAAI óskar að ráða birgðavörð bifreiðastjóra Nánari upplýsingar verða veittar i starfsmannadeild Pósts og sima. DENTAX er ný gerð handrita- haldara, sem rannsóknir sýna að auki afköst í vélritun um 20 - 30$, auk þess að fækka villum, og síðast en ekki síst, kemur í veg fyrir hina algengu atvinnusjúkdóma vélritunarstúlkna. GISLI J JOHNSEN HF vesturgötu 45 sími 12747 n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 263. Tölublað (11.11.1973)
https://timarit.is/issue/264959

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

263. Tölublað (11.11.1973)

Aðgerðir: