Tíminn - 11.11.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. nóvember 1973.
TÍMINN
5
f
Agætis
veiðisaga
Veiðimenn eru vanir að geta
sagt fyrirmyndarveiðisögur, að
minnsta kosti þegar þeir eru að
segja frá eigin veiðiferðum.
Hver trúir þó þessari sögu og
myndinni,sem henni fylgir. Það
trúir þvi enginn heilvita maður
að geddan hafi verið á lengd við
bílinn, og þó! Myndin er þó
alltaf til sem sönnunargagn.
Annars hefur ljósmyndarinn
viðurkennt fyrir okkur, að hann
hafi fyrst tekið mynd af bilnum,
og siðan af geddunni, og sett
þessar tvær myndir saman af
einstakri nákvæmni, og
árangurinn varð auðvitað eftir
þvi.
☆ ☆ ☆ ☆
Plytja brdtt í húsið
Senn fer að iiöa að þvi, að Anna
Bretaprinsessa og Mark vænt-
anlegur eiginmaður hennar
flytjist i þetta myndarlega hús,
sem þið sjáið hér á myndinni.
Húsið er kallaö Waterlane
House og er gamall herragarður
i Cotswoldbergen i vestanverðu
Englandi. Unga parið festi kaup
á húsinu, skömmu eftir að
trúlofunin var opinberuö.
Nokkrar breytingar hafa verið
geröará húsinu, svefnherbergin
máluð ljósrauö, og búið er að
koma fyrir sundlaug i
garðinum. Þess má geta, að
hesthúsin á herragaröinum eru
00
00
Enn um
Pablito
Picasso
☆ ☆
stór og rúmgóð, enda veitir ekki
af, þar sem hjónin hafa bæði
janmikinn áhuga á hestum, svo
sennilega verða ófáir gæðingari
hesthúsunum i framtiðinni.
Brúðkaupið fer fram 14. nóvem-
ber næst komandi, svo það
styttist i þvi að húsið standi
autt, en segja má, að það sé
nokkuð dýrt að nota það ekki,
þvi það mun hafa kostað hátt i
tuttugu milljónir. Það er ef til
vill ekki mjög há upphæð fyrir
raunverulegan herragarö,
þegar einbýlishús á Islandi, sem
enga forsögu eiga, eru seld á 10
milljónir og jafnvel meira.
Fær að
sjd pdfann!
Fyrir skömmu sögðum við frá
þvi, að sonarsonur Pablo
Picasso hefði framið sjálfs-
morð. Sorgin vegna dauða
meistarans bar unga manninn
ofurliði - og hann drakk fulla
flösku af vitriol, sem leiddi hann
til dauða eftir miklar þjáningar,
og harða baráttu lækna fyrir lifi
hans.
Pablo var 23 ára gamall, son-
ur Paul Picasso, uppáhaldsson-
ar málarans, og Emilienne
Lotte konu hans. Emilienne og
Paul skildu eftir nokkurra ára
stormasama sambúð. Lotte
flutti þá með börn sin, Marinu
og Pablito til St. Paul de Vence,
en maður hennar fyrrverandi
hætti fljótt að greiða með börn-
unum, og fjölskyldan lifði við
sult og seyru. Ýmsir listamenn,
sem voru vinir Picassos, urðu
svo miður sin, þegar þeir sáu og
heyrðu, hversu aumt lif þessar-
ar fjölskyldu var, að þeir tóku
sig til og seldu málverk, og gáfu
siðan Lotte og börnunum tveim-
ur andvirði þeirra. Þá gerðist
það, að þessir listamenn, sem
höfðu þannig veitt aðstoð af eig-
in frumkvæði, fóru að fá
hótunarbréf og þeim var sagt,
að héldu þeir þessu áfram, ætti
eitthvað ilit eftir að koma fyrir
þá. En það var ekki fátæktin,
sem fór verst með Pablito, held-
ur það, að fá ekki að hafa eins
mikið samband við afa sinn, og
hann langaði til, þvi hann elsk-
aði gamla manninn mikið.
Picasso hafði nefnilega hætt að
heimsækja Lotte og börnin eftir
skilnaðinn, af tryggð við son
sinn. Þegar Picasso dó og
Pablito kom til Mougins til þess
að kveðja hann i hinzta sinn,
fékk hann hvergi að koma.
Hann varð enn þunglyndari af
þessu og fylltist örvæntingu.
Hann drakk svo þessa ólyfjan,
sem leiddi hann til dauða.
Enginn kom til jarðarfarar hans
utan ættingjar móður hans.
önnur myndin er af Pablito með
hinum heittelskaða afa sinum,
Picasso. Myndin er tekin á með-
an allt lék enn i lyndi, og fjöl-
skyldan bjó i Mougins. Hin
myndin er af systur og móður
syrgja soninn látna.
Joseph Bastianelli, sem er 89
ára gamall Frakki, nefur gengið
frá Vichy i Frakklandi til
Hómar til að fá að sjá páfann.
Þetta er um 1000 km löng leið.
Hann fór að heiman frá sér þann
3. september og þremur vikum
seinna var hann kominn til
Rómar, eftir að hafa gengið alla
leið. Bastianelli var ættaður frá
Korsiku og var áður fyrr járn-
brautarverkamaður. Hann
hefur alltaf talað um að hann
langaði til að fara þessa göngu-
ferð einhvern tima áður en ævi
hans væri öll, en það hafði nú
dregizt þetta lengi hjá honum að
fara ferðina. 1 vatikaninu rikir
hrifning yfir afreki gamla
mannsins og hefur hann fengið
loforð um að páfinn taki á móti
honum fljótlega, svo að loks fær
Joseph Bastianelli að sjá
páfann.
Lögreglan
kemur með
skærin!
1 Indónesiu hafa yfirvöld hafið
mikla herferð gegn þviaðungir
menn hafi sitt hár. Nýlega
gerðist lögreglan svo röggsöm i
Djakarta, . stærstu borg
Indónesiu (með um 3 millj.
ibúa) að lögregluþjónar höfðu
skæri og klippur I pússi sinu á
götum úti, og tóku með valdi
stúdenta og aðra unga menn,
sem voru meö of sitt hár að
þeirra dómi og klipptu þá
nauðuga. Þetta var ókeypis
klipping, en ekki að sama skapi
vinsæl þjónusta, en sagt er að
rakarar hafi fengið allt i einu
mikið að gera, þvi að ungu
mennirnir vildu heldur láta þá
klippa sig en lögregluþjóna, þvi
að þeir voru vist ekki mjúk-
hentir við verkiö og áhorfendur
söfnuðust alltaf saman við
þessar athafnir.
■f