Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.12.2004, Qupperneq 4
4 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Hæstiréttur staðfestir fangelsisdóm: Þrír í tveggja ára fangelsi DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal í júlí á síðasta ári. Húsráðendur, maður og kona, voru inni í íbúðinni þegar kveikt var í. Mennirnir þrír voru sakfelldir fyrir brennu með því að hafa sparkað upp útidyrahurð og hellt tíu lítrum af bensíni í anddyri hússins og á tröppur og veggi utandyra sem þeir kveiktu síðan í. Taldi dómurinn að mennirnir hefðu hlotið að sjá að bersýni- legur lífsháski og almannahætta væri af verknaðinum. Sakborningarnir þrír segjast hafa átt sökótt við húsráðanda vegna þess að hann hafi skuldað þeim haglabyssu. Sérstaklega hafi hann átt í útistöðum við einn þeirra og skotið á hann. Morgun- inn sem íkveikjan var gerð höfðu þremenningarnir verið við áfeng- is- og fíkniefnaneyslu á heimili eins þeirra, að sögn sakborning- anna. Þá hafi húsráðandi komið til tals og þeir ákveðið að kveikja í utan við hús hans. - hrs Miltisbrandssýktu hrossin brennd Búið er að brenna hrossin sem sýktust af miltisbrandi á Reykjanesi. Sýni úr tjörn eru til rannsóknar en litlar líkur á því að upptök sýkingarinnar finnist. Dýralæknir segir mikilvægt að menn vakni til vitundar um þá hættu sem leynist undir yfirborðinu. MILTISBRANDUR Hræ fjögurra hrossa sem greindust með miltis- brand við eyðibýlið Sjónarhól á Vatnsleysuströnd voru brennd í gær. Tíu manns hafa fengið læknis- meðferð vegna hugsanlegrar miltisbrandssýkingar. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sótt- varnarsviði Landlæknis, segir fólkið ekki vera veikt en það fái sýklalyf í skamman tíma sem fyrirbyggjandi meðferð. Guðrún segist ekki gera ráð fyrir fleiri svona tilfellum í dýr- um en fólk eigi samt að vera með- vitað um einkennin. Hún segir mjög litlar líkur á því að sýkingin berist í fólk en ef það komi niður á dýraleifar í jarðvegi beri því að hafa samband við dýralækni. Athygli vakti að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna hafði verið flutt austur í Þing- vallasveit án athugasemda heilbrigðisyfirvalda. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að ekki hafi verið vitað að hrossið væri sýkt af miltisbrandi þegar grafan var flutt austur. Auk þess séu engin líkindi á því að grafan flytji smit þar sem dýr verði að komast í snertingu við sýkt dýr eða jarðveg til að veikjast. Svæðið í kringum Sjónarhól er ennþá afgirt og umferð um það verður áfram takmörkuð. Búið er að taka sýni úr tjörn sem verður rannsakað en Magnús segir litlar líkur á því að finna upptök sýking- arinnar nema að menn rambi á hræ, hugsanlega í fjörukambin- um. Yfirleitt kemur sýkingin upp við jarðvegsrof. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir auglýsti nýlega eftir upp- lýsingum frá almenningi um hvar miltisbrandssýkt dýr væru graf- in. „Það er mikilvægt að menn vakni til vitundar um þessa hættu sem leynist undir yfirborðinu,“ segir Sigurður. Hann biður þá sem vita um slíka staði að láta sig vita. Á milli þrjátíu og fjörutíu manns hafa hringt í hann með upplýsingar. Meðal annars hefur komið í ljós að sýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú og honum hefur verið greint frá nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði. Sigurður biður menn um að vera á varðbergi gagnvart þessu, sérstaklega verktakar sem grafa fyrir húsum. ghg@frettabladid.is Ertu sátt(ur) við útkomu íslenskra barna í alþjóðlegu skólakönnun- inni (Pisa)? Spurning dagsins í dag: Er nauðsynlegt að bæta samgöngur til Vestmannaeyja? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 55% 45% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun LAGFÆRINGAR Á MÝRINNI Bygging íþróttahússins Mýrinnar í Garða- bæ hófst í mars 2003 og kostaði rúmar 600 milljónir króna. Mýrin í Garðabæ: Mistök við byggingu NÝBYGGING Verið er að skipta um klæðningu á íþróttahúsinu Mýr- inni í Garðabæ. Húsið var tekið í notkun í byrjun september- mánaðar. Eiríkur Bjarnason bæjar- verkfræðingur segir að í ljós hafi komið við eftirlit um mitt sumar að klæðningin uppfyllti ekki kröfur sem birtust í útboðs- gögnum. Íslenskir Aðalverktak- ar, sem byggðu húsið, hafi ákveðið að ljúka byggingu þess og skipta plötununum út síðar í samstarfi við birgjann sinn, Byko, sem ekki hafi afhent rétt efni. Bærinn beri ekki skaða af mistökunum. - gag KERRY TIL ÍRAKS John Kerry, fyrrverandi forsetaframbjóð- andi demókrata, fer til Íraks í byrjun næsta árs. Kerry mun meðal annars heilsa upp á bandaríska hermenn og ferðast til annarra landa í Mið-Austur- löndum. Kerry gagnrýndi George W. Bush forseta mjög harðlega fyrir stríðsreksturinn í Írak í aðdraganda forseta- kosninganna. VIÐ SJÓNARHÓL Á VATNSLEYSUSTRÖND Slökkvilið Suðurnesja brenndi hræin í gær. Fyrst var olíu sprautað á eldköstinn sem slökkviliðsmaður bar síðan eld að. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI HÚSIÐ SEM KVEIKT VAR Í Þrír menn kveiktu í heimili manns sem þeir segja hafa skuldað þeim haglabyssu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ BANDARÍKIN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 04-05 9.12.2004 21:03 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.