Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 37

Fréttablaðið - 10.12.2004, Side 37
FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 Jindalee Estade er fjölskyldufyrirtæki í eigu Littore bræðranna David og Vince og saga þess nær allt aftur til 18. aldar. Með fullum yf- irráðum yfir 1050 ekrum, ólíkt mörgum öðr- um framleiðendum annarra vína sem ekki eiga sínar eigin vínekrur heldur kaupa af öðr- um framleiðendum, getur Jindalee boðið stöðugleika og gæði. Jindalee er staðsett í suðausturhluta Ástralíu og er stærsta vínrækt- arland á svæðinu sem er orðið frægt fyrir ein- föld og góð ávaxtarík vín. Nafnið Jindalee kemur úr máli frumbyggja. Hver víntegund er skreytt með mynd af dýri frá þessu gjöfula svæði. Í Kringlunni og Heiðrúnu eru nú fáan- legar fjórar tegundir vína frá Jindalee: chardonnay, cabernet, merlot og shiraz. Vínin úr þrúgunum shiraz og cabernet eru í jólavínsúrvali Vínbúða. Jindalee Shiraz lyktar af hvítum pipar og kryddjurtum og er bragðið fullt af plómum og sólberjum sem sameinast vel vanillunni frá amerískri eik. Jindalee Cabernet Sauvignon er með ríkulegum sultulegum ávaxtakeim. Fínlegt tannin og er í mjög góðu jafnvægi. Verð í Vínbúðum 1.190 kr. Jindalee Nafnið úr máli frumbyggja Vín vikunnar Kuku Paka með hrísgrónabollum og bananasalati Hér er uppskrift að austur-afrískum rétti sem Guðmundur Annas Árna- son, matreiðslumaður í Café Cultura í Alþjóðahúsinu, gefur lesendum Fréttablaðsins. Fyrir 4 2 -3 msk. olía 1 laukur fínt saxaður 2 grænar paprikur 3 hvítlauksrif saxað 1 msk. saxað engifer ferskt 1 tsk. af hverju - cayennepipar, kórí- ander, cumin, turmeric, karrý 1 ferskur chili saxað 1 tsk. salt 1 tsk. hvítur pipar 4 kjúklingabringur 2 bolli vatn 3 tómatar nota bara tómatkjötið 2 dósir kókosmjólk 2 msk. ferskt kóríander 1 msk. sítrónusafi 4 bollar hrísgrjón Bananasalat 1 banani saxaður 1/2 agúrka skorin í litla teninga 2 jógúrt (hreint) 1 hvítlauksrif saxað 1 msk. saxað kóríander Öllu blandað vel saman, látið standa aðeins í kæli áður en borið er fram. Steikja lauk og papriku í olíu þar til orðið mjúkt en ekki brúnt, bæta svo hvítlauk og fersku engifer saman við í um eina mínútu. Setjið þá allt krydd út í og blandið vel saman, tak- ið svo til hliðar og geymið. Steikið kjúklinginn á annarri pönnu og brúnið kryddað með salti og pipar. Bætið síðan út í kryddblönduna, blandið vel saman, hellið síðan vatni út í svo að flæði rétt yfir kjúklinginn látið sjóða við vægan hita í um 15 mínútur og hellið þá kókosmjólk út í og látið sjóða aftur við vægan hita í um 10 mínútur og smakkið til. Bætið við chilli, hvítlauk og cayennepipar ef þið viljið hafa réttinn mjög sterkan. Bætið tómatkjöti og sítrónusafa í lokin og sjóðið í 2 -3 þrjár mínútur í viðbót. Borið fram með hrísgrjóna- bollum, bananasalati og naan brauði. Skreytt með fersku kóríander. Hrísgrjónabollur Hrísgrjón soðin aðeins lengur en venjulega eða þar til þau klístrast saman. Mótað í bollur, má setja sax- aða steinselju saman við svo verði fallegra. Hægt að gera klárt fyrir fram og hita síðan í örbylgjuofni með því að skvetta smá vatni yfir þær áður. 36-37 (02-03) Allt matur ofl 9.12.2004 14.17 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.