Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 64

Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 64
44 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Íslandsvinurinn Keith Vassel og fé-lagar hans í sænska körfuknatt- leiksliðinu Jamtland Basket sigruðu Norrköping Dolp- hins í tvíframlengd- um leik, 117-109, í fyrrakvöld. Jamtland hafði gengið illa fram til þessa og tapað 10 leikjum í röð í sænsku úrvals- deildinni. Norrköp- ing hafði forystuna lengst af en vítanýt- ing Keiths á lokamínútum hélt Jamtland á floti og tryggði þeim framlengingu. Keith átti ágætis leik, skoraði 15 stig tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Í þeim fjórum leikjum sem hann hefur leikið hefur hann gert 14,8 stig að meðaltali og tekið 6 fráköst. Jamtland vermir enn botns- æti sænsku deildarinnar og þarf því að rífa sig upp af afturendanum. Mia Hamm og Julie Foudy lékusinn síðasta leik fyrir bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar liðið lék við Mexíkó í fyrrakvöld. Leik- urinn endaði 5-0 fyrir Bandaríkin. Þær stöllur þykja hafa dregið vagn landsliðsins undan- farin ár í boltanum. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að þessu er lok- ið. Við grétum báð- ar,“ sagði Hamm þegar hún yfirgaf völlinn í hinsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt kvöld og mér leið eins og ég væri að heyra þjóðsönginn í síðasta sinn,“ sagði Hamm hlæjandi. Indverska knattspyrnusambandiðhefur vikið markverði Mohuh Bag- an tímabundið úr deildinni fyrir að gefa Cristiano Junior, leikmanni Dempo SC, högg á andlitið. Junior lést skömmu seinna á spítala af áverkum sínum. Arman Colaco, þjálfari Dempo var heitt í hamsi að markvörðurinn hafði ekki fengið að- vörun fyrr á ferlinum. „Hann er þekktur fyrir skap sitt og við viljum harðar aðgerðir gegn honum. Með því erum við samt ekki að segja að hann hafi drepið Cristiano,“ sagði Colaco. Hnefaleikakappinn fyrrverandi,Mike Tyson, er enn og aftur kominn í kast við lögin. Í þetta sinn olli hann vandræð- um fyrir utan skemmtistað í Arizona fylki í vik- unni og skemmdi bíl í látum sem fylgdu í kjölfarið. Var hann handtekinn og færður á næstu lög- reglustöð en látinn laus skömmu síðar. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Tyson lendir upp á kant við lögreglu- yfirvöld en hann hefur fengið alls um tólf ákærur á sig gegnum tíðina. Kylfingurinn Ernie Els hefur for-ystu eftir fyrsta dag Dunhill golf- mótsins sem fram fer nánast í bak- garði kappans í S.Afríku. Var hann fimm undir eftir fyrsta hringinn en leikið er alla helg- ina. Sigurvegara síð- asta árs, Marcel Siem, gekk illa og var fjóra yfir eftir fyrstu átján holurnar. Heimsmeistarakeppnin í sundiárið 2006 gæti verið í uppnámi eftir að í ljós kom að ekki hefur tekist að safna því fé sem til þarf í Kanada en keppnina á að halda í Montreal. Miðasala hefur einnig verið talsvert undir væntingum og óttast skipuleggj- endur að hætta þurfi við keppnina nema meira fjár- magn komi til. Hollendingurinn Arjen Robbenslapp með skrekkinn á dögunum þegar hann gekkst undir krabba- meinsskoðun. Óttast var að hann væri með krabbamein í eistum en læknisrannsókn leiddi í ljós að svo var ekki. Robben hefur verið frábær í liði Chelsea í vetur og var valinn leik- maður nóvembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Háskólameistarinn Guðrún Sóley Gunnarsdóttir: Sá erfiðasti á ferlinum FÓTBOLTI „Leikurinn var skemmti- legur en jafnframt sá erfiðasti sem ég hef nokkru sinni leikið,“ segir Guðrún Sóley Gunnarsdótt- ir, varnarmaður úr KR. Um síðustu helgi upplifði hún sína stærstu stund á ferlinum þegar háskólalið það sem hún spil- ar með úti í Bandaríkjunum, Notre Dame, sigraði háskóla- keppnina eftir æsispennandi leik við Háskólann í Los Angeles. Úrslitaleikurinn vakti mikla at- hygli ytra enda áhuginn svo mikill á hann var sýndur um gervallt landið en það gerist eingöngu þeg- ar um virkilega stóra íþróttavið- burði er að ræða. Fór hann fram í Norður Karólínu fylki en Guð- rúnu Sóleyju varð vart um sel þegar liðið sneri heim til Indiana aftur. „Það var ótrúlegt að upplifa þessa stemningu. Við komum aft- ur til baka í rútu og um leið og við nálguðumst borgina fengum við lögreglufylgd gegnum miðborg- ina og út á íþróttaleikvang. Okkur leið þarna eins og stórstjörnum tímabundið og fjölmargir sem komu og fögnuðu með okkur á íþróttavellinum. Þetta var heljar- mikil upplifun.“ Leikurinn sjálfur var ekki í daprari kantinum og þurfti víta- spyrnukeppni til að knýja fram úrslit eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framleng- ingu. Lið Notre Dame sigraði 4-3 eftir vítakeppnina. ■ GUÐRÚN Í ÚRSLITALEIKNUM Hún segir að leikurinn sjálfur hafi verið sá harðasti og erfiðasti sem hún hefur nokkurn tíma spilað. Hún lýkur námi nú í vor og næsta öruggt að þessi titill mun lifa lengi í minningunni. 64-65 (44-45) sport 9.12.2004 14.15 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.