Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 74

Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 74
54 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Nemendur í Listaháskóla Ís- lands og Háskólanum í Reykja- vík hafa undanfarnar fimm vikur sótt námskeið nemenda í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Mark- miðið með námskeiðinu var að byggja brú á milli viðskipta ann- ars vegar og lista og hönnunar hins vegar. Hópunum var bland- að saman og lærðu því nemar í hönnun sitthvað um markaðsmál á meðan að nemar í viðskipta- fræðum kynntust undirstöðu- atriðum vöru- og auglýsinga- hönnunar. Námskeiðið var kennt af kennurum beggja skóla og gestum úr atvinnulífinu. „Verkefnið er samstarfsverk- efni á milli skólanna og unnu krakkarnir að því að hanna og búa til prótótýpur, útbjuggu markaðs- plan og gerðu auglýsingar fyrir viðkomandi vöru. Þetta er fimm vikna verkefni og það eru nem- endur á öðru ári sem taka þátt. Það er mikilvægt fyrir krakkana að vinna saman og kynnast hvern öðrum. Þarna þurfa þau að kafa ofan í aðra hluti en þau gera venjulega og tóku nemendur beggja skólanna virkan þátt í námskeiðinu,“ sagði Sigríður Sigurjónsdóttir kennari í Vöru- hönnun í LHÍ. Um helgina verður svo sýning í Hafnarhúsinu þar sem nemendur sýna afrakstur námskeiðsins. Þarna má sjá ýmsar skemmti- legar hugmyndir frá nemendun- um eins og nýja gerð húsa sem er hentug fyrir stækkandi fjölskyld- ur, leikvöll fyrir fullorðna, straujárn fyrir karlmenn, vel- líðunargleraugu, handhægt próf til notkunar við skyndikynni til þess að kanna kynsjúkdóma, bangsa sem veitir hita, nudd og almenna vellíðan og samvisku- debetkort sem breytir um lit eftir stöðu reiknings. Hópurinn sem hannaði vel- líðunargleraugun hannaði þau í þeim tilgangi að finna lausn á síð- degisþreytu sem oft lætur á sér kræla nú í svartasta skamm- deginu. Gleraugun virka þannig að á örmunum eru ljós sem lýsa á augun frá hliðunum. „Þegar farið er að rökkva á kvöldin og á morgnana lýsa gleraugun upp skammdegið. Þetta er aðferð sem hefur líka verið notuð við þung- lyndi og ljósið hefur áhrif á efna- sambönd í líkamanum. Gleraug- un eru líka mjög flott og þægileg og þetta er því vara sem allir ættu að geta hugsað sér að eiga,“ segir Ólafur Freyr Halldórsson nemandi í þrívíðri hönnun í Lista- háskóla Íslands. hilda@frettabladid.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR: NEMENDUR HR OG LHÍ SÝNA AFRAKSTUR FIMM VIKNA SAMSTARFSNÁMSKEIÐS Markaður og form í Hafnarhúsinu Vellíðunargleraugu vinna á síðdegisþreytu. SÝNINGIN „MARKAÐUR OG FORM“ Í HAFNARHÚSINU Nemendur á öðru ári í Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands sýna afrakstur fimm vikna námskeiðs um helgina. ADOPT A SHEEP Ættleiðing kinda. STRAUJÁRN FYRIR KARLMENN Karlar strauja líka. SEXAM Handhægt kynsjúkdómapróf. 74-75 (54-55) fólk 9.12.2004 20:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.