Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2004, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 10.12.2004, Qupperneq 77
FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 57 Bókaforlagið Pjaxi gefur út tólfbækur þetta haustið, fimm barnabækur og sjö sem ætlaðar eru fullorðnum. Meðal þeirra eru: Úr koppalogni í hvirfilbyl, end-urminningar Guðmundar G. Haldórssonar frá Kvíslarhóli á Tjörnesi. Guð- mundur hefur frá mörgu skemmti- legu að segja, enda brallað margt um ævina. Hann hefur, meðal annars, starfað sem bóndi, sjómaður, útgerðarmaður og heildsali, auk þess að vera liðtækt skáld. Ljósberar oglögmáls- brjótar eftir Þorstein Ant- onsson. Bókin hefur að geyma mann- lýsingar allt frá 14. öld til okk- ar daga, til dæmis um Sigurð Guð- mundsson málara og Eystein Ásgrímsson munk sem orti kvæðið Lilju sem allir vildu kveðið hafa. Iceland - Colours of the Rainbow,landkynningarbók á ensku með áttatíu ljósmyndum úr náttúru Íslands sem sýnir hana í nýju og spennandi ljósi. Myndirnar eru úr safni Björns Hróarssonar. Smaladrengur-inn eftir Vig- fús Björnsson sem fjallar um Þór, ungan dreng frá Akureyri. Hann er sendur í sveit að Björgum í Köldukinn snemma á síð- ustu öld þar sem hann lendir í ýmsum ævintýr- um. Bókin segir frá heimi sem að eilífu er horfinn í aldanna skaut. NÝJAR BÆKUR ARNAR JÓNSSON INGVAR E. SIGURÐSSON HILMIR SNÆR GUÐNASON FRUMSÝNT Á STÓRA SVIÐINU ANNAN Í JÓLUM Anna Kristín Arngrímsdóttir Arnbjörg Hlíf Valsdóttir Atli Rafn Sigurðarson Elva Ósk Ólafsdóttir Erlingur Gíslason Gunnar Eyjólfsson Hjalti Rögnvaldsson Jóhann Sigurðarson Kjartan Guðjónsson Kristján Franklín Magnús Nanna Kristín Magnúsdóttir Rúnar Freyr Gíslason Sólveig Arnarsdóttir Þórunn Lárusdóttir Þórhallur Sigurðsson Þorvaldur Davíð Kristjánsson Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Leikgerð og leikstjórn: Hilmar Jónsson eftir Ólaf Gunnarsson Gjafakort Þjóðleikhússins – gleðileg jólagjöf! Upplýsingar og miðasala Sími: 551 1200 midasala@leikhusid.is GILDIR Í TVÖ ÁR FRÁ ÚTGÁFUDE Seiðandi gjöf! Annar tími, annar heimur... Gjafakort Þjóðleikhússins gildir í tvö ár á allar sýningar Þjóðleikhússins á almennu miðaverði. Handhafi kortsins velur sér sýningu og pantar sæti. Einfaldara getur það ekki verið! Lauflétt gjöf! Við bjóðum upp á heimsendingarþjónustu ef pantað er fyrir 15. desember. Gjafakortin eru sett í fallegar gjafaöskjur og send þangað sem þú óskar. Með jólakveðju... Öðruvísi gjöf! Gjafakort Þjóðleikhússins kostar einungis 2.600 krónur. Að sjálfsögðu bjóðum við sérkjör ef keyptur er ákveðinn fjöldi gjafakorta. www.leikhusid.is Hjá Iðunni eru komnar út Land-námsöldin. Minnisverð tíðindi 874-1000 og Öldin ellefta. Minnis- verð tíðindi 1001-1100 eftir Óskar Guðmundsson. ÍLandnámsöldinni eru sagðar sög-ur af fólkinu sem nam landið og þjóðinni sem varð til. Við sögu koma konungar og þrælar, ambáttir og hefðarmeyjar, víkingar og trú- boðar. Glímt er við grundvallar- spurningar: Hvað- an komum við í raun og hver erum við? Kastljósi er beint að trú- ardeiglunni, sambúð heiðni og kristni, þinghaldi hinnar ungu þjóðar og hetjum sem riðu um héruð. Öldin ellefta tekur við þegarlandnámi er að mestu lokið og samfélagið festir sig í sessi. Ein- kenni aldarinnar eru þróun valdsins, höfðingjaveldið tekur á sig skýrari mynd og kirkjan festir rætur. Íslend- ingar eru ævintýra- gjarnir og gerast víðförlir, Vínland - París - Róm. Þetta er öld fólksins sem varð söguefni allt til okkar daga, vettvangur Njáls og Kára, Guðrúnar Ósvífursdóttur og Guðríðar Þorbjarnardóttur, Sæ- mundar fróða og Gissurar biskups. Hjá Vöku-Helgafellier komin útbókin 100% Nylon í ritstjórn Mörtu Maríu Jónasdóttur. Sjöundi mars árið 2004 markaði upphaf sögu stelpnahljóm- sveitarinnar Nylon. Þann dag fóru fram áheyrnarpróf á Nordica Hótel þar sem vel á annað hundrað stúlkna mættu og létu ljós sitt skína. Alma Guðmundsdóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir voru þar á meðal. Þær voru boðaðar í annað áheyrnarpróf og síðan valdar til að syngja í Nylon. Fjórða stúlkan, Emil- ía Björg Óskarsdóttir, bættist í hóp- inn nokkrum vikum síðar og saman mynduðu þær fyrstu raunverulega stelpnahljómsveitina í íslenskri popptónlistarsögu. NÝJAR BÆKUR Hjá bókaútgáfunni Skruddu erkomin út bókin Með köldu blóði, um rannsókn- arlögreglumannin Rebus, eftir skoska spennusagnahöfund- inn Ian Rankin. Tveir unglingar eru myrtir í skóla og morðinginn, upp- gjafahermaður og einfari, fremur síðan sjálfsmorð. Málið leiðir John Rebus lögreglu- varðstjóra ofan í fortið morðingjans en einnig ofan í sína eigin fortíð. Þýðandi er Anna María Hilmars- dóttir. Skjaldborg hefur sent frá sér tværbækur eftir Barböru Taylor: Fíla í þýðingu Björns Jónssonar og Mannapa í þýðingu Örnólfs Thor- lacius. ÍFílum er brugðið ljósi á líkamsgerðog lífshætti fílanna, þeirra gáfuðu og dularfullu dýra sem ráða ríkjum í náttúru Afríku og Asíu. Fjallað er um flóknar leiðir fíla til samskipta innbyrðis, auk helgisagna og þjóðasagna af fílum frá ýmsum tímum. ÍMannöpum kynnist lesandinn lík-amsgerð og hátterni mannapa og sækir heim afskekkt búsvæði þessara merku dýra. Margt er líkt með skyldum og sjá má margvís- legan samanburð sem sýnir furðuná- inn svip með mönn- um og frændum þeirra af apaætt. JPV útgáfa hefur gefið út bókinaÞriðja gráða eftir spennumeistar- ann James Patterson. Rannsóknarlögreglu- maðurinn Lindsay Boxer er að skokka eftir götu í San Francisco þegar gríð- arleg sprenging skekur hverfið. Hús í eigu netmilljónamærings stendur í ljósum logum og þegar Lindsay stekkur inn til að vita hvort einhver hafi komist lífs af finnur hún þrjú lík. Ungbarn sem bjó í húsinu finnst hvergi og Lindsay og lögregl- an í San Francisco standa gjörsam- lega ráðþrota þegar þau finna dular- full skilaboð á vettvangi. 76-77 (56-57) menning 9.12.2004 20:11 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.