Fréttablaðið - 12.01.2005, Side 31

Fréttablaðið - 12.01.2005, Side 31
Ljóst er þó að for- sætisráðherra hefur klúðrað fyrsta skrefinu í átt til endurskoðunar stjórnar- skrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarand- stöðuna um það hvernig standa ætti að endurskoðun. Forsetinn hafi áfram málskotsrétt Eitt mikilvægasta ákvæði stjórnar- skrárinnar er það ákvæði, að forseti Íslands geti synjað lögum staðfest- ingar og skotið þeim til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur þetta ákvæði verið nefnt öryggis- ventill. Ef stjórnmálamenn gera ein- hver glappaskot eins og gerðist í fjölmiðlamálinu getur forseti Ís- lands leiðrétt þau. Samkvæmt stjórnarskránni öðlast lög, sem for- seti synjar staðfestingar, eigi að síð- ur lagagildi en skylt er þá að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur aðeins einu sinni verið notað en það var á sl. ári.Það sýnir, að for- setar Íslands hafa gert sér það ljóst, að þetta ákvæði á aðeins að nota þegar mjög brýnar ástæður eru fyrir hendi. Strax eftir að forseti Ís- lands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar á sl. ári fóru leiðtogar ríkisstjórnarinnar að tala um nauð- syn þess að endurskoða stjórnar- skrána og þá einkum ákvæði hennar um málskotsrétt forsetans. Ljóst var, að ríkisstjórnin vildi endur- skoða stjórnarskrána í þeim tilgangi að taka málskotsréttinn út. Ég tel, að halda eigi þessu ákvæði áfram í stjórnarskránni. Ég tel, að forseti Ís- lands eigi áfram að hafa málskots- rétt. Samt sem áður er ég fylgjandi því, að sett verði ákvæði í stjórnar- skrána um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tel ég, að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið fram þjóðar- atkvæðagreiðslu svo og ákveðinn minnihluti alþingis. Forsætisráðherra hefur nú skip- að nefnd til þess að endurskoða stjórnarskrána. Hafa orðið nokkrar deilur um skipunarbréf nefndar- manna. Áður var talað um nokkuð almenna endurskoðun stjórnar- skrárinnar, þar sem allt væri undir, en nú bregður svo við, að í skipun- arbréfinu er talað um að einkum eigi að endurskoða ákvæðin um for- seta Íslands og alþingi. Formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarp- héðinsson, hefur mótmælt þessu og telur að öll stjórnarskráin eigi að vera undir. Hafa formenn hinna stjórnarstöðuflokkanna, VG og Frjálslynda flokksins, lýst yfir stuðningi við sjónarmið Samfylk- ingarinnar í þessu efni. Össur Skarphéðinsson telur, að Halldór Ásgrímsson hafi látið Davíð Odds- son ráða ferðinni varðandi það hvað ætti að endurskoða en áður hafi Halldór haft frjálslyndari viðhorf í því efni. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna ætla að taka sæti í stjórnar- skrárnefndinni enda þótt þeir séu óánægðir með skipunarbréfið. Áskilja þeir sér rétt til þess að fjalla í nefndinni um öll atriði stjórnar- skrárinnar og segjast ekki munu láta framkvæmdavaldið skipa sér fyrir verkum í því efni hvað eigi að endurskoða. Ljóst er þó að forsætis- ráðherra hefur klúðrað fyrsta skref- inu í átt til endurskoðunar stjórnar- skrárinnar. Skynsamlegra hefði verið að hafa víðtækt samstarf við stjórnarandstöðuna. ■ 19MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2005 Fagleg hæfni ráði Gylfi Ólafsson, stjórnarmaður í Frjáls- hyggjufélaginu, skrifar: Í Silfri Egils á sunnudaginn var rætt mik- ið um erlent vinnuafl á Íslandi. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur var þar ekki sammála Friðbirni Orra Ketilssyni um að vinnuafl ætti að fá að flæða óheft milli landa. Hún spurði með vand- lætingartóni hvort ekki ætti þá bara að ganga alla leið og „fá lækna frá Rúmen- íu og háskólakennara frá Kína?“ Sann- leikurinn er vitanlega sá, og það veit kvenfrelsissinninn Sigríður manna best, að eini réttláti mælikvarðinn við manna- ráðningar er fagleg hæfni, en ekki önn- ur eigindi s.s. þjóðerni, kyn eða trú. Öllu fólki ætti að vera frjálst að gera samn- inga við sína vinnuveitendur og þeim síðarnefndu jafnfrjálst að gera samn- inga við það starfsfólk sem þeim býðst. Þeim samningum verða aðrir að una þó þeim falli ekki launakjör, vinnutímatil- högun eða annað. Eða hvað segði Sig- ríður ef hún frétti af því að á opinberum vettvangi í Rúmeníu væri talað um það sem vott um hnignun samfélagsins ef flokkar íslenskra heimspekinga tækju að streyma inn í landið til ýmissa starfa? Með gott skopskyn Nokkuð hefur verið rætt um kostnað við nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en áfram er peningum eytt í óþarfa vit- leysu. Þrátt fyrir að einhverjir 1000 fermetrar í húsinu standi auðir er nú verið að byggja neðanjarðargöng úr höfuðstöðv- unum yfir í annað hús. Út frá neðanjarð- argöngunum er svo verið að byggja tómstundaaðstöðu fyrir starfsmenn sem inniheldur meðal annars sérstakt neðanjarðarherbergi fyrir hljóð-, ljós- og vatnsbylgjulistaverk sem Orkuveitan lét hanna fyrir sig. Fólk spyr sig kannski hvort ég sé að grínast, hvort Orkuveitan sé í raun og veru að búa til neðanjarð- argöng með tómstundaaðstöðu og neð- anjarðarlistaverkum. Ég er ekki að grín- ast gott fólk, en ég hef á tilfinningunni að Alfreð Þorsteinsson sé með gott skopskyn. Sævar Guðmundsson á uf.is Göng til Eyja Nú er kostnaður þeirra Magnúsar Krist- inssonar og Árna Johnsen við göng til Vestmannaeyja kominn niður í 20 milljarða króna. Hvað ætli myndu margir aka svona göng dag hvern? 100 bílar – kannski 300 í mesta lagi. Boð- uð er endurkoma Árna í stjórnmálin með þetta mál á oddinum. Annars er ekki furða að þeir hafi áhyggjur – íbú- um Eyjanna fækkar stöðugt. Þeir eru nú um 4200. Þeir sem muna eftir Vest- manneyjagosinu vita að kappsmálið var að ná íbúatölunni aftur yfir 5000 að gosinu loknu. Það tókst. Vitaskuld á að tryggja góðar og reglulegar sam- göngur milli lands og Eyja. Það er skylda okkar, hvað sem líður Sturlu og co. Hins vegar hefur maður nokkrar efasemdir um göngin. Kostnaðurinn við þau myndi slaga hátt upp í verð Millau-brúarinnar sem opnuð var í Frakklandi fyrir jól. Hún kostaði 394 milljónir evra – um 33 milljarða ís- lenskra króna. Brúin tengir saman þétt- býlisstaðina París og Barcelona. Egill Helgason á visir.is BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN STJÓRNARSKRÁIN ,, BRÉF TIL BLAÐSINS AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.