Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 20
Sterkustu rökin í sjálfstæðisbar- áttu Íslands voru efnahagsrök: þau voru hryggjarstykkið í bar- áttu Jóns Sigurðssonar við dönsku nýlendustjórnina og þeirra manna, sem stóðu við hlið hans og studdu hann, og einnig hinna, sem tóku upp merki Jóns forseta að honum látnum. Rökin voru þessi: sjálfs er höndin holl- ust. Danmörk er of langt í burtu, sögðu þessir menn, og það er Dönum þess vegna um megn að lyfta því Grettistaki, sem þarf til að hefja Ísland upp úr fátækt fyrri alda. Það geta engir gert aðrir en Íslendingar sjálfir. Þannig hugsuðu Valtýr Guð- mundsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson og þeir alda- mótamenn aðrir, sem mest kvað að í sjálfstæðisbaráttu Íslands. Reynslan hefur sýnt, að þeir höfðu á réttu að standa. Sjálfstæðisbarátta Færey- inga tók aðra stefnu á 20. öld. Annar tveggja helztu stjórn- málaflokka eyjanna, Sambands- flokkurinn, barðist og berst enn gegn sjálfstæði Færeyja. Sam- bandsmenn telja, að Færeyjum sé bezt borgið í óbreyttu ríkja- sambandi við Danmörku. Það er ekki sízt þeirra verk, Sambands- manna, að Færeyingar hafa ánetjazt fjárhagsaðstoð Dana – aðstoð, sem átti mikinn þátt í að steypa færeysku efnahagslífi í djúpa kreppu 1989-1994. Aðrir hafa óskað eftir auknu sjálf- stæði, og þeim hefur vaxið ás- megin undangengin ár. En Danir taka sjálfstæðiskröfurnar ekki alvarlega, og þeir hafa það fyrir sér, að færeyska þjóðin er enn sem fyrr þverklofin í afstöðu sinni til málsins. Núverandi fyrirkomulag ríkjasambandsins milli Dan- merkur og Færeyja meinar Fær- eyingum að gerast aðilar að al- þjóðasamtökum á eigin spýtur. Þetta er skiljanlegt, úr því að Færeyjar eru hluti danska kon- ungdæmisins. Ýmsum Fær- eyingum hefur að undanförnu þótt það heldur lakara að geta ekki á eigin vegum gengið t.d. í Sameinuðu þjóðirnar til jafns við ýmis önnur fámenn eyríki víðs vegar um heiminn. Fær- eyingum hefur þó ekki fundizt breyting á þessu fyrirkomulagi vera knýjandi, þar eð aðild Fær- eyja að SÞ myndi ekki breyta miklu um afkomu eyjanna, a.m.k. ekki í bráð. En bíðum við. Núverandi fyrirkomulag ríkjasambandsins meinar Færeyingum með líku lagi að ganga inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, enda þótt Færeyjar gætu verið í Evrópusambandinu eins og Dan- mörk. Þetta er stórmál, úr því að reynslan sýnir, að EES-samning- urinn hefur skipt sköpum fyrir Íslendinga síðan 1994. EES- samningurinn er höfuðupp- spretta þeirrar uppsveiflu, sem hefur riðið yfir íslenzkt efna- hagslíf undangenginn áratug. Það kostar Færeyinga mikið fé að eiga ekki kost á að fylgja dæmi Íslendinga og gerast aðil- ar að samningnum með öllu því hagræði, sem í því felst. Málið þolir í rauninni ekki öllu lengri bið, eins og allt er í pottinn búið. Færeyingar þurfa því sjálf- stæði, án frekari tafar – af fjár- hagsástæðum. Setjum nú svo, að meiri hluti Færeyinga fallist á þetta sjónar- mið. Hvað gera Danir þá? Þeir ættu að réttu lagi að sjá sér hag í að koma til móts við sjálf- stæðisóskir Færeyinga. Með því að hætta að flækjast fyrir myndu Danir hjálpa Færeying- um að standa á eigin fótum, án styrkja. Þetta er grundvallar- atriði. Æ fleiri Færeyingar gera sér grein fyrir því, að þeir geta ekki verið þekktir fyrir að halda áfram að þiggja fjárhagsaðstoð af Dönum: þeir skilja, að Danir ættu heldur að styðja fátæk þriðjaheimslönd til sjálfshjálp- ar. Árlegt fjárframlag Danmerk- ur til Færeyja hefur numið 10% af landsframleiðslu Færeyinga undangengin ár, og þeir þurfa því að vera vel í stakk búnir til að mæta svo miklum fjármissi. Danir ættu því að greiða götu Færeyja inn á Evrópska efna- hagssvæðið í stað þess að vera þeim Þrándur í Götu. Einn hópur manna mun trú- lega berjast gegn þessari lausn málsins og þá um leið gegn sjálf- stæði Færeyja: færeyskir útvegsmenn. Þeir hafa haft tögl og hagldir í efnahagslífi lands- ins um langt skeið. Vandi þeirra er þessi: ef færeyskt efnahagslíf vex og dafnar, þá minnkar hlut- deild sjávarútvegsins í atvinnu- lífinu, af því að fiskurinn í sjón- um er föst stærð. Ör hagvöxtur í krafti aðildar að EES mun smám saman svipta þá völdum eins og raunin hefur orðið á Íslandi. Enginn hefur þó tekið undir frá- leitar hugmyndir þess efnis, að Íslendingar hugleiði nú að segja EES-samningnum upp, ekki einu sinni LÍÚ. ■ U m áramótin tóku gildi ný lög um raforkumál. Þessi löghafa verið lengi í undirbúningi, og enn lengra er síðanreglur Evrópusambandsins, sem lögin byggja á, gengu í gildi. Meginatriði þeirra er að framleiðsla og dreifing raforkunnar má ekki vera á sömu hendi, þar þurfa að vera skýr skil á milli. Þess vegna var stofnað nýtt félag, Landsnet, sem á að sjá um dreifingu á raforku um allt land og kerfis- stjórnun. Eigendur Landsnets eru Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða og tilheyrir dreifikerfi það sem þessi fyr- irtæki höfðu komið sér upp nú hinu nýja fyrirtæki. Það vekur athygli að stór orkufyrirtæki sem hafa verið að hasla sér völl utan sinna hefðbundnu svæða, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja, eru ekki með í Landsneti. Í umræðu seint á síðasta ári um hin nýju orkulög var því haldið fram, bæði af iðnaðarráðherra og Orkustofnun, að ekki væri að vænta mikilla hækkana á raforku með gildis- töku hinna nýju laga og tilkomu Landsnets. Annað hefur komið á daginn á ákveðnum landsvæðum hjá þeim sem nota raforku til húshitunar. Þetta eru íbúar á hinum svokölluðu „köldu“ svæðum sem búið hafa við hæsta húshitunarkostn- aðinn. Yfirleitt eru þetta íbúar í dreifbýli sem ekki eiga þess kost að hita hús sín með heitu vatni. Nefndar hafa verið mjög háar tölur varðandi hækkun hitunarkostnaðar hjá þessu fólki – og var hann þó ærinn fyrir. Þessi hækkun er al- gerlega óviðunandi, eins og margir sveitarstjórnarmenn hafa bent á eftir gildistöku laganna. Það er jafnframt furðu- legt ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir þessu þegar lög- in voru sett. Íbúar á þessum svæðum máttu síst við því að húshitunarkostnaður hjá þeim hækkaði. Margir þeirra eru sauðfjárbændur sem búa við kröpp kjör og geta ekki veitt auknum kostnaði út í verðlagið. Þá kemur þetta illa við garð- yrkjubændur, fiskeldisstöðvar og fleiri sem eru með rekst- ur á landsbyggðinni. Þessi lagasetning vekur upp spurningar um það hvort við þurfum að taka allt hrátt upp sem samþykkt er í Brussel. Þótt við séum með viðskiptasamning við Evrópusambandið, er þá sjálfgefið að við tökum sjálfkrafa allt upp sem þar er ákveð- ið? Íslendingar eru með fjölmennt lið stjórnarerindreka í Brussel sem eiga að fylgjast með því sem þar er að gerast. Var ekki hægt að fá undanþágu fyrir okkur vegna þessa máls? Það er eilíflega verið að semja um undanþágur á alls konar reglum innan sjálfs Evrópusambandsins og því ekki fyrir okkur? Eru íslensku stjórnarerindrekarnir í Brussel nógu vel á verði? Þá er það líka umhugsunarvert að Landsnet er í eigu þriggja stórra raforkufyrirtækja, sem hljóta að hafa hags- muna að gæta í framleiðslu, sölu og dreifingu á raforku. Var ekki markmiðið með lagasetningunni að aðskilja framleiðslu og dreifingu? Svo þegar upp er staðið er þetta allt meira og minna tengt og í eigu þeirra sömu. Væntanlega fást skýr svör við þessum málum á Alþingi í dag, jafnframt því að upplýst verði hvernig bættur verði hlut- ur þeirra á landsbyggðinni sem nota rafmagn til upphitunar. ■ 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Þessi hækkun er algerlega óviðunandi, eins og margir sveitarstjórnarmenn hafa bent á. Verð á rafmagni til húshitunar FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG FÆREYJAR ÞORVALDUR GYLFASON Æ fleiri Færeyingar gera sér grein fyrir því, að þeir geta ekki verið þekktir fyrir að halda áfram að þiggja fjárhagsaðstoð af Dönum: þeir skilja, að Danir ættu heldur að styðja fátæk þriðjaheimslönd til sjálfs- hjálpar. ,, Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Stór humar og risarækjur opið laugardaga frá 10-14.30 Súr hvalur Harðfiskur að vestan og hákarl frá Bjarnarhöfn Færeyjar þurfa sjálfstæði Moore á Skjá einum Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore, sem þekktur er fyrir beinskeytta pólitíska ádeilu frá vinstri í verkum sín- um, á ekki síður fjölmarga aðdáendur hér á landi en á heimaslóðum vestan- hafs. Nú ætlar Skjár einn að gera út á þessar vinsældir og tekur í byrjun febrúar til sýningar nokkra gamla sjónvarpsþætti Moore sem sýndir voru undir heitinu „The Awful Truth“. Stytting náms Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir að láta ekki nægilega til sín taka á málefnasviði ráðuneytisins. Rúmt ár er liðið síðan hún tók við embætti og ekki hefur sést til neinna stórra mála eða ákvarðana á þeim tíma sem liðinn er. Spurt hefur verið: Hvar eru stefnumálin? Hvar eru frumvörpin? Nú virðist sem ráðherrann ætli að reka af sér slyðruorðið með myndarlegum hætti á yfirstandandi vorþingi, með frumvarpi um framhaldsskóla sem áreiðanlega á eftir að verða tilefni mikilla umræðna og líklega deilna. Að undanförnu hefur Þor- gerður Katrín ferðast á milli framhalds- skóla landsins til að kynna skýrslu nefnd- ar um styttingu náms til stúdentsprófs um eitt ár. Telja flestir að það sé undanfari væntanlegs frumvarps um sama efni. Í stúdentapólitík? Þó að mikill meirihluti há- skólastúdenta sé um tvítugt eða á þrí- tugsaldri er æ algengara að þeir sem eldri eru stundi háskólanám. Og ekkert er því til fyrirstöðu að þessir eldri stúd- entar taki þátt í félagslífinu eins og hinir yngri. Sigursteinn Másson, fyrrverandi fjölmiðlamaður, sem er kominn vel á fer- tugsaldur, stundar nú nám við félagsvís- indadeild HÍ og skipar heiðurssæti á framboðslista Röskvu, lista félagshyggju- fólks við stúdentaráðskosningarnar sem fram undan eru. Þetta hefur vakið upp þá spurningu hvort vænta megi þess að fleiri eldri stúdentar feti í fótspor Sigur- steins, t.d. Pétur Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari, Kristján Pálsson, fyrr- verandi alþingismaður, Edda Andrésdóttir fréttaþula eða Elín Hirst fréttastjóri, svo nokkrir þjóðkunnir stúdentar séu nefndir. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.