Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 10
BURT FRÁ ÍRAK BANDARÍKJAMENN Vera Bandaríkjahers í Írak var gagnrýnd í gær á götum Porto Alegre í Brasilíu þar sem ársfundur Alþjóðasamtaka félags- hreyfinga hófst í gær. Baráttumenn fyrir auknum félagslegum réttindum og gegn misskiptingu komu frá fimm heimsálfum til að taka þátt í fundinum. 10 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR JERÚSALEM, AP Ísraelsk stjórnvöld ákváðu í gær að hafa samskipti aftur við palestínsk yfirvöld eftir tveggja vikna hlé og hafa frestað áformum um að ráða þrjá palest- ínska skæruliða af dögum eins og stóð til. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis samþykkt að gera hlé á árásum á ísraelsk skotmörk. Undangengin vika hafði verið róleg þar til í gær en þá kom til skæra milli deilenda á Gaza- strönd, þar sem þriggja ára palestínsk stúlka lét lífið. Þrátt fyrir það þykir líklegra en ekki að þróun næstu vikna verði í friðar- átt. Ráðuneytisstjóri Palestínu hittir aðstoðarmann Ariels Sharon í dag og munu þeir ræða um fyrir- hugað vopnahlé og undirbúa væntanlegan fund milli Sharons og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu. Sharon hafði slitið öllu sambandi við Palestínumenn fyrir hálfum mánuði eftir að sex Ísra- elsmenn féllu í árásum palest- ínskra skæruliða. Ísraelsk yfirvöld hafa þó þann fyrirvara að ef hryðjuverkamenn láta á sér kræla munu þeir gera alvöru úr ætlunum sínum og ráða þekkta skæruliða af dögum. ■ SNJÓ MOKAÐ ÚR ÖGNINNI Í AKUREYRARHÖFN Einn besti sölutími ársins, hvað varðar salt- fisk, er í tengslum við páskahátíðina í löndunum við Miðjarðarhafið. Norðurland: Erfitt hjá smábátum SJÓSÓKN Það sem af er ári hefur tíðarfarið á Norðurlandi verið smábátasjómönnum fremur erfitt og fyrir vikið hefur aflinn verið með minna móti. Smábátasjó- menn á Húsavík hafa lítið komist á sjó í janúar en afli stærri línu- báta hefur þó nægt til að hægt hefur verið að halda uppi fullri vinnslu hjá GPG á Húsavík. Grímur Kárason, verkstjóri hjá GPG, segir að þar á bæ megi ekki tæpara standa svo náist að framleiða upp í saltfiskpantanir fyrir páskana. „Þetta verður auð- vitað svolítið kapphlaup við tím- ann en ef að líkum lætur munum við klóra okkur fram úr þessu,“ segir Grímur. - kk Mörg hundruð munu flytja á Laugaveginn Tvö byggingarfyrirtæki hafa keypt upp fjölda lóða í miðbænum. Fimmtán þúsund fermetra húsnæði rís milli Laugavegar og Hverfisgötu. Búist er við mikilli fjölgun íbúa í miðbænum. HÚSBYGGINGAR Byggingarfyrir- tækið Stafna á milli hefur keypt allar húseignir frá og með Lauga- vegi 41, niður Frakkastíg og til og með Hverfisgötu 58. Fyrirtækið ÁF-hús hefur fest kaup á eignun- um að Lauga- vegi 33a og 35 auk Vatnsstígs 4. Bæði fyrir- tækin hyggjast byggja að nýju á lóðunum eftir deiliskipulagi. Verslanir og fjöldi íbúða verða í húsun- um. E n g i l b e r t R u n ó l f s s o n , eigandi Stafna á milli, segir hönnun svæðis- ins ekki lokið en eins og greint hefur verið frá á að reisa fimmtán þúsund fermetra hús á reitnum. Sex þúsund fer- metra bílageymsla verður undir byggingunni. Ágúst Friðgeirsson, eigandi ÁF-húsa ehf., segir hönnun nýju húsanna á byrjunarstigi. Stefnt sé að því að rífa þau sem fyrir séu og byggja ný fjögurra hæða. Ágúst segir það í skoðun að kaupa fleiri hús á svæðinu en enn sé óljóst hvað verði. „Þessi hús eru í það minnsta komin komin í hendi og duga mér í bili.“ Sigurður G. Steinþórsson, gull- smíðameistari og annar eigandi Gulls og silfurs, seldi ÁF-húsum Laugaveg 35. Fyrirtæki hans flyt- ur ofar á Laugaveginn. „Ég er búinn að vera hér í 34 ár og það er dálítið átak að selja staðinn sem maður er nánast bú- inn að búa á,“ segir Sigurður. Það hafi hann gert til að stuðla að upp- byggingunni: „Það er fullt af fyrirtækjum sem vilja koma hingað á Lauga- veginn en þau vilja ekki vera í þessum gömlu húsum. Með nýjum húsum fáum við öll bestu fyrirtækin á svæðið.“ Sigurður segir ásókn í hús- eignir þegar hafa aukist og fólk hafi öðlast endurnýjaða trú á hinn eina sanna Laugaveg sem mið- punkt borgarinnar. Þar muni þús- undir búa og hundruð flytjast í nýju íbúðirnar. „Nú verður fólk í miðbænum. Hér verður ekki bara draugaborg eftir miðnætti heldur líf og fjör með veitingastöðum, verslunum og fólki,“ segir Sigurður. „Þetta er frábær þróun.“ gag@frettabladid.is Landmælingar: Starfsfólki fækkar ALÞINGI Landmælingum Íslands verður úthlutað fjórtán milljónum til uppfærslu stafrænna landa- korta sinna. Það er sextán milljón- um minna en í fyrra. Umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, telur hið lága fjárframlag geta „haft einhver áhrif á starfsmenn til framtíðar“. Landmælingar vinni mikilvægt starf. Jóhann Ársælsson í Samfylking- unni bar málið upp á þingi, þar sem upphaflega átti ekki að leggja fé í uppfærslu kortanna. Jóhann segir gott að óvissu um framhald korta- gerðarinnar hafi verið eytt. - gag HREINDÝR Í LÓNI AUSTAN HORNAFJARÐAR Töluvert hefur verið um hreindýrahópa bæði austan og vestan Hafnar í Hornafirði að undanförnu en þetta er í fyrsta sinn í vetur sem ekið er á dýr. Austurland: Ekið á hreindýr ÓHAPP Síðastliðinn sunnudagsmorg- un var ekið á hreindýr skammt austan við Höfn í Hornafirði. Að sögn lögreglunnar á Höfn barst til- kynning frá vegfaranda um hrein- dýrshræ á veginum en ekki er vitað hver ók á dýrið. „Það er ljóst að bíl- inn var á austurleið og líklega er hann stórskemmdur því dýrið var mjög illa farið, allt tætt og rifið,“ sagði lögreglumaður á Höfn. - kk ■ BANDARÍKIN LAUGAVEGURINN TEKUR BREYTINGUM Skyggðu húsin eru þau sem hafa verið keypt. Sum húsanna verða rifin og önnur flutt burt. Í staðinn rísa ný með verslunum og íbúðum. Ítalirnir skulda laun og brjóta alla samninga Íslenskir verka- menn neyddir til að borga yfirmanni Impregilo brennivín til að fá yfirvinnu – hefur þú séð DV í dag? M YN D /B O RG AR VE FS JÁ SIGURÐUR G. STEINÞÓRSSON Vildi sjá uppbyggingu verða á Laugavegin- um og ákvað því að selja húsnæði Gulls og silfurs að Lauga- vegi 35 gegn því að fá að flytja inn í nýtt húsnæði sem þar risi. Flyst fyrirtækið ofar á Laugaveginn á meðan. Landsvirkjun um Íslandskort: Gefur ekki rétta mynd UMHVERFISMÁL „Ég lít á þetta kort sem áróður. Hann getur í sjálfur sér verið réttur eða rangur en hann er fyrst og fremst pólitísk- ur en ekki fræðilegur og það finnst mér einkenna þetta kort,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, um Íslandskortið „Ísland örum skorið“ en tíu náttúruverndar- samtök stóðu að útgáfu þess. Að þeirra sögn sýnir kortið áhrif stóriðjustefnu stjórnvalda eftir fimmtán ár ef orkufyrirheit þeirra ná fram að ganga sam- kvæmt fyrsta á f a n g a Rammaáætl- unar. Ragnheiður segir það ekki rétt að það eigi að virkja allar jökulár landsins. Á kortinu séu ár sem engar r a n n s ó k n i r hafi verið unn- ar á og í gær hafi verið stað- fest að Jökulsá á Fjöllum yrði innan þjóðgarðs. „Hugmyndafræðin sem liggur að baki þessu korti er komin úr náttúruverndarlögum frá 1999 en á kortinu sem er þeim til grundvallar eru dregin sambæri- leg svæði í kringum öll mann- virki. Það mætti því lita allt Ís- landskortið svart ef mannvirki og vegakerfið væru tekin með í reikninginn, eins og stendur í náttúruverndarlögum,“ segir Ragnheiður. - bs FRÁ GAZA Hamas-samtökin stóðu fyrir fjöldafundi á Gaza-ströndinni á þriðjudag en samtökin hafa samþykkt að gera ekki fleiri árásir í bili. Ísrael og Palestína: Þíða milli stjórnvalda Skatastaðavirkjun Villinganesvirkjun Brúarvirkjun Urriðafossvirkjun Holtavirkjun Hvammsvirkjun Blönduvirkjun Krafla-Námafjall Reykjanes og Svartsengi Hengill Brennisteinsfjöll Krýsuvík Hrafnabjargavirkjun Þeistareykir Blanda Jökulsá austari Skjálfandafljót Jökulsá á Fjöllum Jöku lsá á Da l Jök uls á í F ljó tsd al Sk af tá Tu ng na á M ar ka rfl jó t Þj ór sá Þjó rsá Ka lda kv ísl K ví sl av ei ta Norðlingaölduveita Kárahnjúkavirkjun Markarfljótsvirkjanir Laxárvirkjun Skaftárveita Selvogsbanki Mikilvægasta hrygningarsvæði þorsks við Ísland H ólm sá V es tu rö ræ fi Hvítá H ví tá A ldeyjarfoss Hágönguvirkjun Fljótshnjúksvirkjun Jökulsá vestari Ar na rd al sv irk ju n Þjó rsá rve r Búrfell I og II Núpsvirkjun Sultartangavirkjun Búðarhálsvirkjun Hrauneyjafossvirkjun Vatnsfellsvirkjun Sigölduvirkjun Langisjór Torfajökulsvirkjanir Skaftárvirkjun Hólmsárvirkjun 10 km Áhrifasvæði jarðvarmavirkjana Lón í rekstri Fyrirhuguð lón Háhitasvæði Miðhálendið skv. Skýrslu Samvinnunefndar um skipulag miðhálendisins. Fyrirhugaðar háspennulínur - áhrifasvæði raflína og vega eru ekki sýnd á kortinu. Orkuver Umhverfisáhrif vatnsaflsvirkjana ná út í haf og geta haft áhrif á hrygningar- og uppeldissvæði nytjafiska. Möguleg áhrifasvæði vatnsaflsvirkjana afmörkuð skv. skilgreiningu á ósnortnum víðernum í lögum um náttúruvernd nr. 44 1999. Viðmið löggjafans er að til þess að hægt sé að njóta einveru og náttúru, þurfi að vera „í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og þjóðvegum“. Í reynd yrði sjónrænt áhrifasvæði oft víðáttumeira á miðhálendinu, en stundum innan við 5 km þar sem ár renna í þröngum dölum. ÍSLANDSKORTIÐ Aðstandendur kortsins segja það sýna áhrif stóriðju ef áætlanir stjórnvalda ná fram að ganga. DÝR AFSÖKUNARBEIÐNI Karlmað- ur sem saknaði eiginkonu sinnar sem hafði yfirgefið hann keypti auglýsingu í dagblaðinu The Florida Times-Union fyrir eina milljón króna til að biðja hana af- sökunar og fá hana til að snúa heim. Hún hafði ekki svarað sím- hringingum hans eftir að hún flutti út, og hafði ekki haft samband við hann í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.