Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 50
Á árunum 1977 til 1982 voru í Reykja-
vík tveir ólíkir hópar sem skiptu borg-
inni sín á milli og vildu ekki hvor af
öðrum vita. Þetta voru annars vegar
pönkararnir og hins vegar andstæðing-
ar þeirra, diskóliðið. Hóparnir höfðu
sín yfirráðasvæði og skemmtistaði,
pönkararnir áttu Borgina, diskóliðið
Hollywood.
Ármann Agnarsson gerði þessum
tveimur fylkingum myndræn skil með
bók sinni Diskó Pönk. „Þessir tveir
hópar voru jafn ólíkir og dagur og
nótt, höfðu ólík viðhorf að ekki sé tal-
að um klæðaburðinn og skemmtana-
venjur.“
Hann segir að í stað þess að leita
uppi þekkta einstaklinga frá þessu
tímabili og notast við myndir sem hafi
birst áður hafi hann farið á stúfana og
leitað þetta fólk uppi og fengið mynd-
ir að láni úr einkasafni þess. „Þetta eru
því myndir sem aldrei hafa sést opin-
berlega,“ segir hann og bætir því að
hann hafi alls staðar mætt miklum
skilningi. „Flestir höfðu ótrúlega gam-
an af því að rifja þetta tímabil upp, og
áttu ennþá helling af hlutum frá því.
Fólk komst í svona nostalgíustuð,“
segir hann.
Hann segist alveg eins hafa búist
við því að hitta einstaklinga sem enn
væru fastir í tímabilinu, en flestir hafi
verið vaxnir upp úr því. „Fulltrúar
pönkaranna voru jarðbundnir, og lifðu
hversdagslegu lífi, á meðan diskóliðið
gerði mikið úr hamingju sinni og var á
fullu í lífsgæðakapphlaupinu,“ segir
hann og bætir því enn fremur við að
pönkararnir hafi verið tilbúnir að segja
frá dökku hliðunum.
„Diskóliðið sagðist bara hafa
drukkið vatn og dansað, enda var
dansinn mjög mikilvægur hjá því.“
Bókin var lokaverkefni Ármanns í
grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands, og fæst hún nú í mjög tak-
mörkuðu upplagi í búðinni Ranimosk
á Klapparstíg.
F2 18 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Fröken Freyja leysir vandann
Fýlan að drepa allt
Lífið er ekki alveg að leika við mig
þessa dagana. Ekki veit ég hvort það
er vetrarkuldinn eða hvað en mér
lyndir bara hrikalega illa við fólk
þessa dagana. Það er alveg sama
hvort ég er í vinnunni eða með vin-
unum, það fer alltaf allt í háa loft.
Nú er svo komið að ég kvíði fyrir að
mæta í vinnuna því þar eru allir á
móti mér. Það nennir enginn að tala
við mig í mötuneytinu og vinnu-
félagarnir eru hættir að láta mig vita
ef það er teiti. Það sama er að gerast
í vinahópnum. Ég er orðin mjög
pirruð á þessu og finnst þetta alls
ekki vera mér að kenna, það er bara
eitthvað að þessu fólki sem ég um-
gengst.
KH í Hafnarfirði
Iss, þetta er nú bara væl í þér góða, það
vantar bara ljós inn í líf þitt. Keyptu
þér ferð til Kanarí og hugsaðu þinn
gang. Liggðu á ströndinni með kokk-
teila í hönd, vertu dugleg að fara á bar-
inn og taktu nokkur salsaspor við inn-
fæddu gæjana. Ég er alveg viss um að
þú verður ný manneskja þegar þú kem-
ur til baka. Ef þetta virkar ekki skaltu
leita þér hjálpar eða skipta um vinnu.
Eitthvað af þessu hlýtur að duga vin-
an.
Vandræði hjá miðaldra manni
Ég er í mikilli klípu. Ég er mið-
aldra karl og konan mín er búin að
vera brjáluð út í mig um nokkurt
skeið því hún heldur því fram að ég
eigi viðhald. Þessi leiðindi hennar
hafa gert það að verkum að mig er
farið að dreyma um að halda fram-
hjá í alvörunni. Helst langar mig í
unga og ferska stúlku, en svoleiðis
hugsanir höfðu aldrei hvarflað að
mér áður. Nú er svo komið að sama
hvert ég fer, mér finnst ég alstaðar
sjá æðislegar þokkadísir og mig
dreymir um að kynnast þeim betur.
Mér finnst stelpurnar á kössunum
í matvöruverslunum horfa til mín
hýru auga og þegar ég fer í bank-
ann finnst mér nýútskrifaði gjald-
kerinn haga sér eins og hún vilji
eitthvað meira. Er ég orðinn rugl-
aður eða er eiginkonan að fara yfir-
um?
BB í Mosfellsbæ
Þetta kallast að vera með gráa fiðring-
inn minn kæri og þú gætir jafnvel ver-
ið haldinn ranghugmyndum. Hvernig
dettur þér í hug að barnungar stúlkur
hafi áhuga á ellilífeyrisþegum? Það eina
sem dugar fyrir þig er vegleg sálfræði-
ráðgjöf. Verst er að ég veit ekki um
neinn sálfræðing
sem er að leita sér
að fullri vinnu
með einn
skjólstæðing.
Sendið fyrirspurnir og vandamál til
fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Rvk
eða sendið henni tölvupóst á netfangið
frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda
verða ekki gefin upp í blaðinu.Sendu SMS skeytið JA ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Golden Globe
VERÐLAUN3
tilnefningar til
BAFTA verðlauna
Vinningar eru:
Miðar á myndina • DVD myndir
geisladiskar og margt fleira.
9. hver vinnur.
Pönkarar og diskólið sameinast
Sviffluguskyrtur
og leðurjakkar
Diskóliðið „Það er kannski meira upptekið af lífsgæðakapphlaupinu í dag.“
Pönkarar „Þeir eru í dag mjög jarðbundnir og lifa hversdagslegu lífi.“
DISKÓ
P
Ö
N
K
D
IS
K
Ó PÖNKDISKÓ
Dansinn var mjög mikilvægur
fyrir diskóið.
Pönkarinn var með sín eigin lög og
reglur.
Mugison Fáir hafa skotist jafn
hratt upp á hinn íslenska stjörnu-
himin og allralandshlutamanninum Mug-
ison. Hann var þegar orðinn hálfgerð
költhetja í þröngum hópi tónlistaráhuga-
manna eftir fyrri plötu sína Lonely
Montain, sem kom út 2002, en þegar
Mugimama is this Monkeymusic? kom út
síðasta haust opnuðust dyrnar upp á gátt
í Kastljósið, Gísla Martein og Ísland í dag
og hann varð umsvifalaust eftirlæti þjóð-
arinnar.
Bjarni Benediktsson Hefur slegið í gegn
eftir að hann tók nokkuð óvænt sæti á Al-
þingi 2003. Einhverjir fótboltanördar hafa eflaust
munað eftir honum fyrir þann tíma sem sæmileg-
asta varnarmanni í Stjörnunni en hann hefur sýnt
á þingi að hann er betri þingmaður en fótbolta-
maður. Bjarni hefur staðið sig vel í stormasömu
hlutverki sem formaður allsherjarnefndar og ekki
spillir fyrir bjartviðrinu yfir honum að hann er í
sérstöku eftirlæti hjá kvenþjóðinni.
Nylon Sú hugmynd Einars Bárðarsonar
að stofna íslenskt stelpuband þótti nú
ekki sérlega líkleg til að bera blómlegan ávöxt
en nú ættu flestir að vera farnir að kannast við
andlit þeirra Ölmu, Emelíu, Klöru og Steinunnar
þótt þeir séu nú eflaust ekki margir sem viti hver
er hvað.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Það er af sem áður var þegar titillinn ungfrú Ís-
land var ávísun á frægð meðal þjóðarinnar. Í seinni tíð
hafa fegurðardrottningar fallið hratt í gleymsku en þó
ekki Ragnhildur Steinunn sem sýndi í söngleiknum Fame
að hún er hörkudansari og er auk þess sérlega skjávæn í
þættinum Óp á RÚV.
Svala Björgvinsdóttir Er horfin úr sviðsljósinu.
Svölu til hróss má segja að hún lagði allt undir og
gerði alvöru atlögu að heimsfrægðinni, sem er
meira en hægt er að segja um flesta sem eiga sér þann
draum.
Fjölnir Þorgeirsson Var fremur þekktur af konunum
í lífi sínu en eigin afrekum. Fjölnir er fluttur út á land
og horfinn af síðum Séð og heyrt.
Var ekki annars alltaf meira framboð af
Fjölni en eftirspurn?
Teitur Þorkelsson Sjónvarpsfréttamaðurinn glað-
hlakkalegi átti sínar 15 mínútur af frægð og tímarita-
forsíðu á hlýrabol. En Teitur er ekki svo heitur enn þá.
Hann starfar nú í breska sendiráðinu og er búinn að skipta út
bolnum fyrir skyrtu og bindi.
Iceguys Hverjir? Jú, þetta er „boybandið“
sem spratt upp úr fyrsti Idol-keppninni.
Ólafur Már, Einar Valur og Kjartan Arnalds
ákváðu að láta ekki deigan síga þótt þeir
féllu snemma úr Idolinu og ætluðu að slá í gegn
saman. En það varð svona „No-hit-wonder“.
Loftvog
Frægðarinnar