Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 29
makkaði ekki rétt. Ef borgarstjórinn er með umboð frá fólkinu í flokkunum á bak við sig horfir málið allt öðruvísi við og því er leiðtogaprófkjör góður kostur,“ segir Ingibjörg. Framsókn bara með umboð frá Sjálfstæðisflokknum „Ég vil taka það fram að ég hef átt mjög gott samstarf við framsóknarmenn, meðal annars innan Reykjavíkurlistann, og mér hefur þótt mjög gott að starfa með þeim sem einstaklingum. Flokkur- inn hagar sér eins og 30-40 prósenta flokkur og skirrist ekkert við að taka allt það vald sem hann kemur höndum yfir án tillits til þess umboðs sem hann hef- ur frá kjósendum. Í rauninni hefur hann umboð frá Sjálfstæðisflokknum, en ekki frá kjósendum, til þess að gera það sem hann er að gera. Þetta verð ég að segja þótt ég viti að það kæti ekki mína ágætu vini í flokknum,“ heldur Ingibjörg áfram. „Annað finnst mér athyglisvert við þessa menn, bæði varðandi forystu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, að þeir bregðast alltaf ókvæða við gagnrýni og eru svo móðgunargjarn- ir. Þetta lýsir því bara að þeir eru búnir að vera of lengi við völd. Það hangir alltaf einhver hótun í loftinu gagnvart þeim sem gagnrýna þá. Það hefur til dæmis verið látið að því liggja að gagn- rýni mín, sem vissulega er stundum harkaleg en ég leyfi mér að halda fram að sé málefnaleg, muni koma mér í koll. Þeir eru í pólitík og ég er ekki í sama flokki og þeir. Ég er pólitískur andstæð- ingur þeirra og því skyldi ég ekki gagn- rýna þá? Ég væri að bregðast hlutverki mínu ef ég segði ekki skoðanir mínar. Mér finnst þetta ekki bera vott um mjög lýðræðislegan þankagang,“ segir Ingi- björg. Fjölskyldukosningabarátta Ingibjörg og Össur hafa þekkst í um þrjátíu ár og eru gift systkinum. Að- spurð segir Ingibjörg ekki auðvelt að heyja kosningabaráttu þegar fjölskyldu- tengslin eru jafn náin og raun ber vitni. „Þetta er engin óskastaða, en maður getur hins vegar ekki látið það yfir- skyggja allt annað. Ég get ekki séð af hverju ég ætti að sitja á hliðarlínunni í fjögur ár og afskrifa möguleika mína til að láta reyna á þann stuðning sem ég hef í Samfylkingunni vegna fjölskyldu- tengsla. Það hljóta allir að sjá að í mínu tilviki er það spurningin um að gefa kost á mér núna eða alls ekki. Ekki má heldur gleyma því að Össur hefur marg- sinnis sagt í viðtölum að hann vildi sjá mig sem framtíðarleiðtoga Samfylking- arinnar,“ segir Ingibjörg. „Það er enginn áfellisdómur yfir okkur sem einstaklingum þó að annað okkar nái ekki kjöri sem formaður. Í því felst bara mat flokksmanna á því hvað teljist best fyrir flokkinn í næstu kosn- ingum. Allir hafa til síns ágætis nokkuð. Össur hefur verið mjög mikilvægur fyrir Samfylkinguna. Það er alveg rétt sem sagt hefur verið, hann varð formaður þegar enginn vildi taka að sér þetta verkefni. Hann hefur verið ákveðinn frumkvöðull og tekist að ná fólki saman til þessa samstarfs. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að núna þurfi að eiga sér stað ákveðin kaflaskipti í Samfylk- ingunni. Í því felst ekkert vanmat á hans störf og engin gagnrýni á hann eða hans persónu,“ segir Ingibjörg. „Ég er að bjóða krafta mína fram vegna þess að ég veit að ég treysti mér til þess að leiða flokkinn í gegnum næsta skeið, en svo er það flokksmanna að taka ákvörðun í málinu,“ segir Ingi- björg. Hún segist ekki vita hvað hún muni taka sér fyrir hendur ef svo fer að hún tapi kosningunum. „Ég veit það ekki. Ég ætla hins vegar ekki að vera varafor- maður áfram. Ég veit það bara eitt að ég er tilbúin núna. Mér finnst ég vel undir það búin að takast á við þetta verk.“ F29FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005 Evrópurúta 1 Páskaferð 17. – 29. mars kr. 99.500 plús kr 18.000 fyrir einbýli Evrópurúta 2 Portúgal – Spánn 5.- 12. apríl kr. 79.500 plús 15.000 fyrir einbýli Evrópurúta 3 Portúgal – Spánn 12. – 20. apríl kr. 84.500 plús 15.000 fyrir einbýli Evrópurúta 4: Eystrasaltslöndin 13. – 28. maí 2005 Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson Íslendingar eru vel kynntir í Eystrasaltslöndunum og sérstaklega velkomnir þangað. Þessi ferð var farin í fyrsta skipti árið 2003 og tókst frábærilega vel, hreint ævintýri. Það sem fæstir vita er að þessi þrjú litlu ríki við Eystrasalt eiga sér langa sögu og merkilega menningu. Til viðbótar við þessi þrjú fyrrum ríki Sovétríkjanna gistum við Gydansk eða Danzig í Póllandi og Kaliningrad eða Königsberg, sem nú tilheyrir Rússlandi. Að lokum er dvalið í því landi Skandinavíu, sem fæstir Íslendingar hafa heimsótt, en það er Finnland. Það verður eingöngu búið á fyrsta flokks hótelum og innifaldir eru 12 kvöldverðir með fararstjóra. Verð kr 154.500 plús kr 34.000 fyrir einbýli Fararstjórinn Friðrik G. Friðriksson mun veita nánari upplýsingar á ferðunum í aðalskrifstofu Úrvals Útsýnar að Lágmúla 4, alla mánudaga og miðvikudaga milli 14 og 17 í febrúar til 15. mars. Portúgal og Spánn Upplýsingar er líka hægt að sækja á heimasíðu Úrvals Útsýnar: www.uu.is undir “sérferðir” og Evrópurútur, en þar er einnig hægt að skoða myndasafn úr fyrri ferðum. Beint samband við fararstjóra á öðrum tíma er í síma 551 7538 og með tölvu: frissigf@mmedia.is Á þessum árstíma er gróðurinn í Evrópu kominn lengst í Portúgal og syðst á Spáni enda er veturinn mildastur á þessum slóðum eins og á Kanaríeyjum. Yfirleitt hlýrra en við Miðjarðarhafið. Hótelið heitir Iberotel (www.iberotel.pt) og er í portúgalska fiskimannabænum Monte Gordo syðst á landa- mærum Portúgals og Andalúsíu á Suður-Spáni. Hótelið er 4 stjörnu lúxus hótel við ströndina, bæði morgunverður og glæsilegt kvöldverðarhlaðborð eru innifalinn. Allir drykkir með mat eru innifaldir. Tvær útisundlaugar og ein upphituð inni- sundlaug. Uppákomur og skemmtun standa til boða flest kvöld á hótelinu. Á kvöldin er leikin tónlist svo taka má sporið. Fjölbreytilegar skoðunarferðir eru einnig innifaldar. Flogið er beint til Faro í Suður-Portúgal með leiguflugi þannig að heildar- verð ferðarinnar er mjög hagstætt. Þrjár ferðir verða farnar í ár, fararstjóri í þeim öllum verður Friðrik G. Friðriksson. Sími 585 4000 Fyrir þá sem vilja njóta útsýnis og standa á skíðum lengur en í korter ættu að hafa samband við Sigurbjörn Hösk- uldsson í Grýtubakkahreppi, en hann stendur fyrir útsýnis- og skíðaferðum í Grenivík. „Ég fer með snjótroðara upp á Kaldbak, og held þar smá tölu um það sem fyrir augu ber. Síðan rennir fólk sér niður í Grenjárdal, þar sem ég sæki það, og keyri með það upp á Grenivíkurfjall, þar sem skíðamennirn- ir geta rennt sér frjálst niður.“ Sigur- björn hefur staðið fyrir þessu síðan 1998 og hefur aðsóknin yfirleitt verið mjög góð, og þá sérstaklega um pásk- ana. „Það hefur verið rólegt að undan- förnu enda veðrið ekki verið upp á marga fiska.“ Það tekur eingöngu hálftíma að keyra frá Akureyri til Grenivíkur. „Að- eins styttra en til Dalvíkur,“ segir Sigur- björn en þessi útsýnisferð tekur um tvo og hálfan tíma og kostar tvö þúsund og fimm hundruð krónur fyrir fullorðna, en helmingsafsláttur er veittur fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára. „Þetta er um sex kílómetra skíðaferð og samsvarar því, að fara frá toppi Hlíðarfjalls og alveg niður á bryggju,“ segir Sigurbjörn og bætir því við að ekki sé um neinar fastar ferðir heldur geti áhugasamir einfaldlega haft samband við hann. Kaldbakur, Grenjárdalur og Grenivíkurfjall Sex kílómetra skíðaferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.