Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 12
WASHINGTON, AP Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti fari fram á fimm þúsund milljarða aukaframlag úr ríkissjóði vegna stríðsins í Írak og Afganistan, yrði það einungis lítill hluti fjárlaga- hallans í ár, hann gæti orðið allt að 26.500 milljarðar. Háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu segir að þrátt fyrir að svo verði, sýni það fram á batn- andi stöðu ríkissjóðs. Þetta sé mun betri afkoma en rúmlega 25.500 milljarða króna hallinn sem var á fjárlögum fyrir 2004, sé tekið mið af vaxandi efnahag Bandaríkj- anna. Þetta er þó þriðja versta af- koma sem verið hefur á banda- rískum ríkissjóði. Í gær kom einnig fram í til- kynningu frá efnahagsdeild Sam- einuðu þjóðanna að þrátt fyrir almennan hagvöxt í heiminum, ógni veik staða dollarans og mikill viðskiptahalli Bandaríkjanna efnahagslegum stöðugleika um allan heim. Þrátt fyrir spár um að fjárlaga- halli þessa árs verði allt að 26.500 milljarðar, eru ekki allir svartsýn- ir. Meðal þess sem bent er á er að í febrúar í fyrra var því spáð að fjár- lagahallinn fyrir 2004 yrði um 32.300 milljarðar. Hann reyndist nokkuð minni, eða 25.500 milljarð- ar. Fjárlagaskrifstofa þingsins hefur einnig spáð því að fjárlaga- hallinn muni fara minnkandi, ár frá ári til 2012, þegar ríkissjóður verður rekinn með afgangi. Fáir taka þá spá alvarlega, því sam- kvæmt lögum getur skrifstofan ekki gert ráð fyrir breytingum á núverandi sköttum eða útgjalda- heimildum í sínum spám. Því er ekki gert ráð fyrir auknum hernað- arútgjöldum, eða nokkrum kostn- aði vegna stefnu núverandi stjórnar. Ef stríðsrekstur í Íran og Afganistan minnkar ekki á næsta ári, gæti það kostað um 36.580 milljarða á næstu tíu árum. Skatta- hugmyndir stjórnarinnar eru tald- ar kosta um 142.600 milljarða. Breytingar á almannatryggingum gætu kostað á bilinu 62.000 til 124.000 milljarða. Aukinn fyrirsjá- anlegur kostnaður á næsta áratug, sem ekki er gert ráð fyrir í spám er því á bilinu 241.000 -303.000 millj- arðar. Á móti kemur að haldist önnur útgjöld við verðbólgumið, gæti það minnkað fjárlagahallann um 80.600 milljarða. ■ Aðeins tvisvar verri afkoma Gert er ráð fyrir fjárlagahalla upp á rúma 16.700 milljarða á ríkissjóði Bandaríkjanna. Fáir trúa að við það verði staðið. RABBÍNAR Í ÚTRÝMINGARBÚÐUM Rabbínarnir Shlomo Marmor, Seth Bronstein og Ethan Mintz heimsóttu í gær Birkenau-búðirnar þar sem nasistar myrtu meira en milljón gyðinga í seinni heims- styrjöld. Þeir mótmæltu kirkjubyggingu í útrýmingarbúðunum og sögðu rétt að láta þær standa eins og þær voru. 12 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Hlutafélagavæðing á landsbyggðinni: Blásið til sóknar á Héraði KNATTSPYRNA Stofnað hefur verið hlutafélag um rekstur meistara- flokks karla, meistaraflokks kvenna og 2. flokks í knattspyrnu hjá íþróttafélaginu Hetti á Egils- stöðum. Félagið hefur hlotið nafn- ið Rekstrarfélagið Höttur ehf., hluthafar eru 117 talsins og stofn- fé 5,3 milljónir króna. Markmiðið með stofnun félags- ins er að efla starf meistaraflokka Hattar í báðum kynjum og vera alltaf með 2. flokk á vegum Hattar. Stefnt er á að reka félagið með hagnaði og nýta hann til frek- ari uppbyggingar á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á Héraði eða starfsemi félagsins. Rekstrarfélagið hefur gert samning við knattspyrnudeild Hattar þess efnis að hlutafélagið taki yfir allan rekstur umræddra flokka og um leið öll verkefni er lúta að rekstri þeirra. Rekstrarfé- lagið fær allar fjáraflanir sem til- heyra þessum flokkum og eignir knattspyrnudeildarinnar renna til rekstrarfélagsins, sem um leið skuldbindur sig til að greiða allar skuldir knattspyrnudeildar. - kk Samfylkingin: Varaformað- ur af landinu STJÓRNMÁL Stjórn Samfylkingar- innar á Akureyri telur farsælast fyrir flokkinn að næsti varafor- maður Samfylkingarinnar komi af landsbyggðinni. Kosið verður um formann Samfylkingarinnar í póstkosn- ingu, sem hefst 30 dögum fyrir landsfund, og er útlit fyrir að for- mannsslagurinn standi á milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Úrslit í formannskjörinu verða tilkynnt í upphafi landsfundar en kjör í varaformannsembættið fer fram á landsfundinum sjálfum. - kk Dæmdur í fangelsi: Stal bók og geisladiskum DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað og skjala- fals. Maðurinn stal tveimur geisladiskum og einni bók úr versl- unum auk þess sem hann fram- vísaði fölsuðum lyfseðli. Maðurinn var einnig ákærður fyrir innbrot í íbúð og fyrir að selja muni úr innbrotinu. Þótti dóminum ekki sannað að hann hefði framið innbrotið en hann var dæmdur fyrir hylmingu því ljóst var að hann hafði þýfið í sinni vörslu. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir auðg- unarbrot og skjalafals. - hrs ÞRÓTTUR NES. SÆKIR HÖTT HEIM Við mat á eignum knattspyrnudeildar Hatt- ar reyndist verðmæti þeirra nokkru meira en skuldir og eignaðist knattspyrnudeildin því hlut í rekstrarfélaginu sem því nam. Síðasti skiladagur á skráningum í Símaskrá 2005 er mánudagurinn 31. janúar. Skráning í Símaskrá 2005 E N N E M M / S ÍA / N M 14 9 4 6 LEIGUMARKAÐUR Til að leysa árleg- an húsnæðisvanda nemenda við Háskólann á Akureyri (HA) er Félagsstofnun stúdenta á Akur- eyri að kanna möguleika á að breyta atvinnuhúsnæði að Gler- árgötu 36 í íbúðarhúsnæði með 36 litlum íbúðum. Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir bæjaryfirvöldum en endanleg afstaða þeirra liggur þó ekki fyrir. Ríkið á húsnæðið en bæjaryf- irvöld þurfa að gefa grænt ljós þar sem húsið stendur á atvinnusvæði. Nemendum við Háskólann á Akureyri fjölgar árlega og á hverju hausti er mikill skortur á leiguhúsnæði fyrir utanbæjarnemendur. - kk Háskólanemar á Akureyri: Mikill skortur á húsnæði GLERÁRGATA 36 Allt húsnæðið hefur staðið autt frá því í haust er starfsemi Háskólans á Akureyri fluttist í hið nýja rannsókna- og ný- sköpunarhús að Borgum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Heimild: Fjárlagaskrifstofa þingsins SAMGÖNGUR Øyvind Kvaal, tals- maður sænska verktakafyrir- tækisins NCC, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekkert væri til í því að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Hópur Eyjamanna með Árna Johnsen í fararbroddi kynnti slíka kostnaðaráætlun í nafni fyrirtækisins í síðustu viku. Árni Johnsen segir fréttina byggða á misskilningi þar sem spurt væri út í skuldbindandi til- boð. „Það sem liggur fyrir og er undirskrifað af fulltrúa þeirra er bara kostnaðaráætlun út frá ákveðnum verkþáttum sem þeir hafa skoðað og þekkja.“ „Nei, og hann hefur enga kostnaðaráætlun frá NCC,“ sagði Kvaal hins vegar í fréttum Stöðvar 2. ■ Kostnaðaráætlun: NCC afneitar áætlun Árna ÁRNI JOHNSEN Segir kostnaðaráætlun liggja fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.