Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 36
Fæðingarvottorð barna Lög kveða á um að barn skuli hafa sitt eigið vegabréf þegar ferðast er milli landa en ágætt er að hafa einnig meðferðis fæðingarvottorð eða staðfestingu á forræði þess sem ferðast með barnið. Vegna tíðra barnsrána erlendis er fylgst með því á flugvöllum að barnið sé hjá réttum aðilum, en þar sem Íslendingar eru ekki með ættarnöfn nægja vegabréfin oft ekki sem sönnun þess.[ ] ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 27 00 4 0 1/ 20 05 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald Verð frá 36.900 kr.* Netsmellur til USA Bandaríkjaferðir á frábæru verði Bókaðu á www.icelandair.is Vinsældir Kína sem ferðamannalands hafa aukist gríðarlega og er það komið á topp fimm listann yfir mest sóttu lönd í heimi. Það er ákveðin upplifun að skoða sig um mitt í eyðimörkinni í Ástralíu en þegar sólin er hæst á lofti er fátt kvikt að sjá utan ferðamanna sem láta sig hafa að þvælast um í rútum eða á bílum í 40 stiga skraufþurrum hitan- um. Það er þó ýmislegt á sig lagt til að upplifa Uluru sem er stærsti stærsti steindrangur í heimi og eitt af helstu kennileitum Ástralíu. Uluru trjónir tignarlega yfir rauðri eyðimörkinni en hæsti punktur fjalls- ins er 348 metrar og ummál þess er 9,4 km. Uluru er þýðingarmikill stað- ur í menningu frumbyggja Ástralíu sem telja Uluru einn af heilögustu stöðum Ástralíu en Uluru markar upphaf lífsins í menningu frum- byggja. Margir ferðamenn vilja klífa Uluru en frumbyggjarnir mælast gegn því af trúarlegum ástæðum, auk þess sem það er stóhættulegt ferðamönn- um sem geta hreinlega dáið vegna ofhitnunar við klifur. Kata Tjuta er einnig þýðingarmikill staður en Kata Tjuta er samsafn 30 stakra kletta og einnig vinsæll viðkomustaður ferða- manna. Uluru og Kata Tjuta eru sí- breytileg, allt eftir því hvar sólin er á lofti og því er sérlega vinsælt meðal ferðamanna að fylgjast með sólar- upprás og sólsetri í þjóðgarðinum. Í þjóðgarðinum búa Anagu frum- byggjarnir en fornleifar benda til að Anagu frumbyggjar hafi búið í ná- grenni Uluru og Kata Tjuta í um 25.000 ár en þó er ýmislegt sem gef- ur til kynna að þeir hafi búið þar mun lengur. Þegar evrópskir land- nemar hófu innreið sína í Ástralíu misstu margir frumbyggjahópar Ástr- alíu landsvæði sín og síðan þá hafa frumbyggjar oft sætt miklu misrétti. Árið 1958 var Uluru og Kata Tjuta þjóðgarðurinn stofnaður án samráðs við Anagu frumbyggjana og það var ekki fyrr en 1985 að ríkistjórn Ástralíu viðurkenndi rétt frumbyggjana og þeir fengu landsvæðið aftur til baka. Í dag er þjóðgarðurinn rekinn í nánu samstarfi Anagu frumbyggjana og samtaka þjóðgarða í Ástralíu en frumbyggjarnir sjá alfarið um rekstur þjóðgarðsins. Heimsreisa BRYNJA DÖGG FRIÐRIKSDÓTTIR SENDIR PISTLA ÚR HEIMSREISU SINNI Eyðimerkurfjallið Uluru Uluru er stærsti steindrangur í heimi og eitt af helstu kennileitum Ástralíu. Ævintýraheimur Kína Í kjölfar aukinna vinsælda Kína má segja að orðið hafi sprenging á framboði íslenskra ferðaskrifstofa á ferðum til Kína. Vestræn áhrif hafa gjörbreytt Kína á síðustu áratugum en hið gamla asíska menningarsamfélag er enn við lýði. Í flestum ferðunum er farið á þjóð- legar slóðir þar sem fólki gefst kostur á að upplifa hina gömlu menn- ingu, andstæður gamla tímans og hins nýja. Hér er listi yfir flestar þær ferðir sem eru í boði fyrir Íslendinga en hann er þó ekki tæmandi og bjóða margir upp á fleiri en eina ferð. Ef til stendur að ferðast til Kína er ráðlegast að kynna sér hverja ferð fyrir sig því víst er að hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ferðaþjónusta bænda: Ævintýraheimur Kína 14 daga ferð þar sem Kínamúrinn og Terrakotta herinn eru skoðaðir og siglt er á skemmtiferðaskipi um Yangtse-fljót sem er þekkt fyrir gljúfr- in þrjú. Helstu borgir Kína, Shanghai og Peking, verða sóttar heim og gefst fólki kostur á að sjá þær gríðarlegu breytingar sem hafa átt sér stað í Kína á síðustu áratugum. Verð: 269.000 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið í verði. Næsta ferð: 24. mars Prima Embla Heimsklúbburinn: Til móts við nýja dögun 10 daga ferð þar sem þrír áhugaverðustu staðirnir í Kína eru skoðaðir mjög vel. Borgin Peking er skoðuð, Xian og Guilin-héraðið sem er staðsett við Li-fljótið. Staldrað er lengi við á hverjum stað þannig að fólki gefst kostur á að kynnast svæðinu vel. Prima Embla sérhæfir sig í sérferðum af þessu tagi og leggur áherslu á að gist sé á mjög góð- um hótelum og flogið með góðum flugfélögum. Verð 219.000 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið í verði. Næsta ferð: 6. maí Heimsferðir: Perlur Kína 19 daga ferð þar sem heimsóttir verða þekktir ferðamannastaðir, eins og Kínamúrinn, Forboðna borgin, Torg hins himneska friðar, Terrakotta her- inn, hallir, skrautgarðar og silki- og perluverksmiðjur. Þá verða helstu borgir Kína sóttar heim, svo sem Peking, Shanghai og Suzhou. Kynnis- ferðir verða um Guilin-héraðið í Suður-Kína og siglt á ánni Li. Verð: 269.900 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið í verði nema fæði (fyrir utan morgunverð í Hong Kong). Næsta ferð: 21. október Exit.is: Allt það besta 14 daga ferð á vegum ferðaskrif- stofunnar Intrepid sem ferðaskrifstof- an Exit.is er í samstarfi við. Ferða- menn þurfa að koma sér sjálfir til Shanghai en þaðan er haldið til Nanj- ing og Yangtse áin skoðuð. Terracotta herinn í Xian er skoðaður, auk Kína- múrsins og Peking er heimsótt. Há- mark 12 manns komast í þessa ferð. Verð: 88.700 kr. á mann. Flug til og frá Íslandi er ekki innifalið í verði. Næsta ferð: Farið er alla laugardaga frá Shanghai Langferðir ehf. – Kuoni: Peking og sigling á Yangtse-fljóti 16 daga ferð sem hefst í höfuðborg- inni Peking (Beijing) þar sem þátt- takendum gefst kostur á að taka þátt í kynnisferðum að vild. Næst tekur við fjögurra daga sigling eftir Yangtse-fljótinu í hótelskipi þar sem færi gefst á fjölbreyttum kynnisferð- um á viðkomustöðum. Siglingunni lýkur í Yichang þaðan sem flogið verður til baka til Peking. Verð frá 138.970 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið í verði. Ekki er innifalið flug til og frá Kaupmannahöfn. Næsta ferð: 26. júlí Kínaklúbbur Unnar: Ár hanans 22 daga ferð undir leiðsögn Unnar Guðjónsdóttur. Fyrri ferðin á þessu ári er farin í maí og verður það 20. hópferðin sem Unnur fer með til Kína. Unnur fékk sérstakt leyfi hjá kínverskum yfirvöldum að skipu- leggja ferðir sínar sjálf og vera undanþegin þeirri reglu að hafa þjóðarleiðsögumann með í ferðum. Hún sýnir helstu staðina auk þess sem hún fer með fólk á staði sem eru alls ekki til sýnis fyrir útlendinga. Unnur leggur áherslu á að sýna Kína og hið daglega líf, en þjóðlegi menn- ingarheimur Kína er enn við lýði þó að margt hafi breyst. Verð: 350.000 kr. á mann í tvíbýli. Allt innifalið í verði. Næsta ferð: 13. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.