Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 46
F2 14 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Pantanir í síma 5116030 www.hotelcabin.is, booking@hotelcabin.is ÞORRABLÓT 20 - 80 manna hópar Tökum að okkur Þorrablót fyrirtækja, félagasamtaka, vinahópa, átthagasamtaka o.s.frv. Súðin á 6. hæð Hótel Cabin er einstaklega huggulegur veislusalur þar sem hópar njóta næðis en þó er stutt í ys og þys miðborgarinnar. Salatbarinn - ávallt ferskur í hádeginu. Opinn virka daga frá klukkan 11.30 til 14.00 Hótel Cabin, Borgartúni 32 Hvar og hver er staðurinn: Grænn kostur, Skólavörðustíg 8, 101 Reykjavík. Við Bílastæðahúsið í Bergstaðastræti. Stemningin: Það er heimilisleg stemning á Grænum kosti og mikið af fastakúnnum sem hafa sótt staðinn stíft um margra ára skeið. Grænn kostur er kjörinn fyrir þá sem búa einir því það er svo auðvelt að droppa við, fá sér að borða, kíkja í blöðin og eiga notalega stund. Staðurinn var hannaður af Guðjóni Bjarnasyni arkitekt og hafa innréttingarnar sannarlega staðist tímans tönn. Gólf- in eru flotuð og það er skemmtilegt samspil milli viðar, steypu og svarta litarins sem er allsráðandi ásamt ljós- um. Þegar staðurinn opnaði fyrir tíu árum var hann sá eini sinnar tegund- ar. Fyrsti græni skyndibitastaðurinn sem býður upp á mat sem er laus við hveiti, sykur, ger og mjólkurvörur. Maturinn er einnig án allra aukefna eins og MSG. Grænn kostur er op- inn frá 11.30 til 21.00 alla virka daga og á laugardögum. Á sunnudögum er opið frá 13.00 til 21.00. Matseðillinn: Matseðillinn er fjöl- breyttur frá degi til dags. Grænmetis- og baunabuff eru fastir liðir á mat- seðlinum ásamt bökum, lasagne og öðrum smáréttum. Með rétti dagsins eru alltaf hýðishrísgrjón ásamt fersku salati sem einnig er breytilegt frá degi til dags. Nær eingöngu er notast við lífrænt hráefni á Grænum kosti. Vinsælasti rétturinn: Blanda af báðum réttum dagsins er vinsælasti rétturinn á Grænum kosti en þá gefst viðskiptavinum tækifæri til að bragða sitt lítið af hvoru. Hvað kostar: Venjulegur skammtur kostar 1000 krónur en 1200 krónur með ábót. Bökurnar og smáréttirnir eru flestir á 800 krónur. Seint á áttunda áratugnum þrá- aðist ástralski víngerðarmaðurinn Peter Lehmann við þegar vín- gerðarhúsið sem hann starfaði hjá gekk á bak orða sinna við bændur á svæðinu og neitaði að kaupa þrúgur sem fyrirtækið hafði áður lofað að kaupa. Lehmann vildi vera maður orða sinna, keypti þrúgurnar samt og hætti hjá fyrir- tækinu og stofnaði eigin víngerð. Í fyrra sýndi Lehmann enn einu sinni hvað hann getur verið sauð- þrár þegar hann stóð staðfastur gegn óvinveittri yfirtöku eins stærsta vínfyrirtækis heims. Guði sé lof, segja margir vinunnendur því vín Lehmann eru einstök og handbragð meistarans leynir sér ekki. Rauðvínið Futures Shiraz er toppurinn í Ambassador línunni, ákaflega höfugt vín sem einkenn- ist af mildri notkun eikar við framleiðsluna og flauelsmjúkum berjum. Lehmann framleiddi fyrsta árganginn af shiraz árið 1980 og honum fannst hann lofa það góðu að hann ákvað að nefna það „Futures“, svo mikla trú hafði hann á framtíðarmöguleikum shiraz-þrúgunnar í Barossa- dalnum. Verð í Vínbúðum 1.790 kr. Grænn kostur Lífrænn og lifandi Hvaða matar gætir þú síst verið án? Í matargerð myndi ég síst vilja vera án sítróna því það er hægt að nota þær í svo ákaflega margt. Hvítlaukur, smjör, ólífuolía og svartur pipar eru líka ómissandi því það er hægt að gera ansi margt ef ég hef þessa hluti við höndina. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Eiginlega ekki og þó, ég sækist ekkert sérlega eftir því að borða reykta ýsu. Það er þó ekki vegna bragðsins held- ur tengist reykt ýsa atviki á mínum ung- lingsárum sem ég vil alls ekki fara nánar út í. Fyrsta minningin um mat? Fyrsta til- raun mín í matargerð var framkvæmd þegar ég var sex ára. Ég var búin að lesa mikið um bráðinn ost en hann hafði ég aldrei smakkað. Þegar mamma var í fjós- inu tók ég ostbita og bræddi hann í gam- alli niðursuðudós á kolaeldavél. Þegar osturinn fór að bráðna spratt upp þessi ógeðslega lykt og því fór ég með niður- suðudósina út og faldi mig þangað til lyktin var farin úr eldhúsinu. Ég smakkaði ekki bráðinn ost fyrr en mörgum árum seinna. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Það er ýmislegt undarlegt í ísskápnum, en ég veit ekki hvort það skiptir sköpum í matargerð, það er annað mál. Ég passa mig á að eiga alltaf góðar svartar ólífur, helst saltaðar, ekki í legi. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Ég elda Risotto því það er svo róandi að búa það til og róandi að borða það. Það er ekki til meira ró- andi matur. Hvað áttu alltaf í ís- skápnum? Ég á yfirleitt alltaf ferskar kryddjurtir, hráskinku, egg, mjólk og smjör. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? ég myndi taka með mér vænt hangilæri, tað- reykt að norðan. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég borðaði ýmislegt sem krakki sem þætti skrítið núna. Eitt af því er til dæmis blóðkássa sem er búðing- ur sem er búinn til úr kálfablóði og borðaður með kanilsykri. Matgæðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir matargúru á Gestgjafanum Bræddi ost í gamalli niðursuðudós Sumir velta fyrir sér heimsmálun-um, aðrir sökkva sér niður ííþróttirnar. Jón Reykdal mynd-listarmaður les uppskriftir en ekki til þess að fara nákvæmlega eftir þeim, heldur til þess að fá hugmyndir. „Ég er enginn bókstafstrúarmaður á uppskriftir og hleyp ekki upp til handa og fóta ef mig vantar eitthvað, það kem- ur „maður í manns stað“ í gerð matar.“ Hann segist vera mjög hrifinn af frönskum og ítölskum mat, sem hann blandi oft á tíðum saman. „Ég reyni þó eftir fremsta megni að hafa matinn hollan, vegna þess að ég er haldinn for- dómum gagnvart fitu,“ segir hann og hlær. Hátíðir eins og þorrinn eru ekki beint uppáhald Jóns og hann segist varla geta þolað þorramatinn en lætur sig þó hafa það að fara á eitt og eitt þorrablót. „Að lykta af hákarli er eins og að lykta af gröfnu líki. Ég vel miklu frekar að ilma af hvítlauk,“ segir hann. Þrátt fyrir að hafa náð góðum tökum á gerð aðalrétta, þá segist Jón vera mjög lélegur í gerð eftirrétta. „Ég kýs þá miklu frekar ferska ávexta,“ segir Jón Reykdal sem gefur hér uppskrift að ekta frönskum kjötrétti. Provence nautalundir á kartöflubeði Fyrir 4-6 eftir atvikum þarf 1kg nautalundir, helst miðbita, 150 gr af smjöri, góða lúku af steinselju, tvo geira af hvítlauk, salt, svartur pipar. kartöflur Blandið smjöri, hvítlauk, steinselju, salti og pipar og rúllið þessu upp t.d., inn í smjörpappír, og geymið í ísskáp, jafnvel frysti ef smjörið er lint. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og steikið á pönnu eða ofnsteikið í ofnföstu fati, saltið léttilega. Takið nautalundina, snyrtið hana til ef með þarf og brúnið á pönnu allan hringinn, piprið og saltið. Minnkið síðan hitann og leyfið henni að malla í ca. 10 mínútur og snúið einu sinni. Þá er lundin tekin af pönnunni og sett til hliðar og látin jafna sig. „Ef ýtt er á hana með fingri, og hún gefur eftir, þýðir það að hún er ekki gegnumsteikt,“ segir Jón og bætir því við að hver og einn verði að meta fyrir sig hversu vel steikta lund hann vill bera fram. Í fram- haldi af þessu á að hella 1/2 -1 dl vatni yfir pönnuna og sjóða upp kraftinn frá kjötinu, smakka til soðið og geyma. Jón segir að þegar kartöflurnar séu tilbúnar er þeim raðað í ofnfast fat. Steikina eigi að skera í sentimetra þykkar sneiðar og sneiðunum raðað yfir kartöflurnar. „Svo er kjötkraftinum hellt yfir og hvítlauks- smjörið skorið kalt í sneiðar og þeim raðað ofan á eða á milli kjötsneiðanna,“ segir hann. Þetta er síðan sett í 250 gráðu heitan ofn þar til smjörið bráðnar og kjötið er orðið vel heitt án þess að því sé ofgert. Jón segir það vera mjög gott að bera fram með þessu strengjabaunir, steikta tómata og grænt salat. „Og ekki má gleyma góðu rauðvíni sem hæfir nautakjöti.“ Provence nautalundir á kartöflubeði Það er ekki amalegt að bjóða upp á þennan rétt í miðjum þorranum Jón Reykdal myndlistarmaður þolir ekki þorramat Franskur klassíker Jón Reykdal myndlistarmaður Er ekki bókstafstrúarmaður á uppskriftir. Lehmann verst óvinveittri yfirtöku FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.