Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 56
Fyrir 98 árum í dag komu saman nokkrar konur að Þingholtsstræti 18. í Reykjavík, heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Þarna var stofnað Hið íslenska kvenrétt- indafélag og var Bríet Bjarnhéð- insdóttir fyrsti formaður þess. Þorbjörg Inga Jónsdóttir gegnir því starfi í dag. Á þessum 98 árum hefur kvenréttindafélagið átt stóran þátt í að stuðla að jafn- rétti kynjanna og segir Þorbjörg að fyrsta baráttumál félagsins hafi verið að koma á kosninga- rétti kvenna. „Í ár, þann 19. júní, eru 90 ár síðan konur fengu í fyrsta sinn að kjósa og er þetta því stórafmæli kosningaréttar kvenna. Í gegnum árin hefur félagið einnig unnið að því að jafna laun kynjanna. Fyrst var unnið að því að setja lög sem gerir það óheimilt að greiða kon- um lægri laun en körlum og nú erum við að reyna að jafna þetta að fullu en það hefur ekki enn tekist. Félagið hefur einnig unnið að málefnum fjölskyldunnar og í því að jafna hlut kynjanna hvað varðar ábyrgð á fjölskyldu,“ segir Þorbjörg. Í tilefni af afmælinu mun félagið halda ráðstefnu laugar- daginn 5. febrúar. Ráðstefnan verður helguð jafnréttisstarfi í þrjátíu ár eða frá árinu 1975 þegar kvennafrídagurinn var haldinn. „Þarna munum við fjalla um jafnréttisstarf síðustu þrjátíu ár og hvað það er sem enn þá er ábótavant. Í fyrstu setti félagið stöðuna upp þannig að ef konur myndu fá jöfn tæki- færi til menntunar þá myndi launajafnræði verða, en það er hins vegar ekki enn orðið. Við munum einnig ræða um stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, að- komu kvenna að jafnréttismál- um og stöðu kvenna í pólitík.“ Ráðstefnan fer fram í Ráðhús- inu í Reykjavík, Tjarnarsal, laugardaginn 5. febrúar klukkan ellefu. ■ 24 27. janúar 2005 FIMMTUDAGUR WOLFGANG AMADEUS MOZART Tónskáldið magnaða fæddist á þessum degi árið 1756 fyrir 249 árum síðan. Stórafmæli kosninga- réttar kvenna HIÐ ÍSLENSKA KVENRÉTTINDAFÉLAG: VAR STOFNAÐ Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1907 „Snillingur verður ekki til þegar miklar gáf- ur og ríkt ímyndunarafl koma saman. Ást- in, ástin, ástin er sál snilligáfunnar.“ Það blandast fáum hugur um að afmælisbarn dagsins hafi verið séní, þannig að hann ætti að vita hvað hann var að syngja. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Geir Sveinsson handboltahetja er 41 árs. Jón Ásgeir Jóhannesson viðskiptajöfur er 37 ára. ANDLÁT Hlíf Jónsdóttir, frá Búðardal, Mánagötu 14, lést föstudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Friðgeir Kristjánsson húsasmíðameist- ari, Bröttuhlíð 14, Hveragerði, lést mið- vikudaginn 19. janúar. Birgitta Hrönn Einarsdóttir lést á Land- spítalanum, föstudaginn 21. janúar. Bogi Brynjar Jónsson, Ljósheimum 20, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. janúar. Christian Patt, Malic, GR., Sviss, lést sunnudaginn 23. janúar. Ingibjörg Þorleifsdóttir, Álfaborgum 15, Reykjavík, lést mánudaginn 24. janúar. John Larsen, Flintevænget 9, Fredrik- sværd, Danmörku, lést mánudaginn 24. janúar. JARÐARFARIR 13.00 Davíð Guðmundsson, Kristni- braut 43, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 14.00 Ari Guðmundsson, Lækjargötu 1, Hvammstanga, verður jarðsung- inn frá Hvammstangakirkju. 15.00 Friðgeir Kristjánsson húsasmíða- meistari, Bröttuhlíð 14, Hvera- gerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju. 15.00 Kristín J. Þorsteinsdóttir, frá Eski- firði, síðast búsett í Reykjavík, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju. ÞORBJÖRG INGA JÓNSDÓTTIR er nú- verandi formaður félagsins. Í tilefni 98 ára afmælis þess mun félagið halda ráðstefnu hinn 5. febrúar næstkomandi. Á þessum degi árið 1993 hand- tók lögreglan Bandaríkjamenn- ina Donald Feeney og James Brian Grayson en þeir höfðu rænt tveimur dætrum Ernu Eyj- ólfsdóttur af hóteli í Reykjavík. Erna átti aðra stúlkuna með Grayson en hann greip til þess úrræðis í harðri forræðisdeilu að ráða Feeney til þess að ræna dóttur sinni og systur hennar frá Íslandi. Donald Feeney var fyrrum sér- sveitarmaður í Bandaríkjaher og sérhæfði sig í að ná börnum af forræðislausum foreldrum. Leið- angur Feeneys til Íslands var all- ur hinn ævintýralegasti þar sem hann sigldi undir fölsku flaggi og þannig „skúbbaði“ Tíminn sálugi því að Feeney, sem þóttist vera kvikmyndaframleiðandinn Mario Kassar, væri hingað kominn til að gera mynd með Sylvester Stallone. Feeney var dæmdur í fangelsi á Íslandi og mátti dúsa á Litla- Hrauni en þaðan gerði hann eina misheppnaða flóttatilraun og var handtekinn með íslensk- um samfanga sínum þar sem þeir reyndu að komast um borð í leiguflugvél sem átti að flytja þá til Færeyja. 27. JANÚAR 1993 Donald Feeney var handtekinn. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1943 Bandaríkjamenn gera sína fyrstu loftárás á Þýskaland í seinni heimsstyrjöldinni þegar um 50 sprengjuflug- vélar ráðast á Wilhlems- haven. 1944 Rússar tilkynna að tveggja ára umsátri Þjóðverja um Leníngrad sé lokið. 1945 Rússneskir hermenn frelsa fanga í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz og Birkenau í Póllandi. 1973 Friðarsamningar vegna Víetnam-deilunnar eru undirritaðir í París. 1981 Ronald Reagan Bandaríkja- forseti tekur á móti 52 gísl- um frá Íran í Hvíta húsinu. 1992 Fyrrum hnefaleikaheims- meistarinn Mike Tyson kemur fyrir dómara ákærð- ur um að hafa nauðgað 18 ára stúlku sem keppti í feg- urðarsamkeppni árið 1991. Barnaræningjar gómaðir Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar móður okkar, Þórunnar Sveinsdóttur Fljótakróki, Skaftárhreppi. Hlýjar kveðjur til starfsfólks Klausturhóla, Magnhildur Ólafsdóttir, Hávarður Ólafsson, Margrét Ólafs- dóttir, Guðlaug Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Heiðar Rafn Baldvinsson lést að kvöldi 21. janúar. Útför verður auglýst síðar. Aðstandendur. Úr kaffihúsi í gistiheimili Olga Óla Bjarnadóttir, eigandi Café Nielsen á Egilsstöðum, er að gera upp gamalt hús við Tjarnarbraut 3, í næsta húsi við kaffihúsið, og hyggst í vor opna þar gistiheimili með fimm vel búnum herbergjum. Olga gerði á sínum tíma upp hús- næði Café Nielsen og hefur rekið þar kaffihúsið í tæp níu ár en starf- ið er annasamt og hyggst hún því minnka við sig vinnu. Olga ætlar því að selja kaffihúsið en reka gisti- heimilið sjálf. Hún hefur haft kaffihúsið opið daglega frá 11.30 fram undir mið- nætti og lengur um helgar eftir að framkvæmdir hófust á Kárahnjúk- um. Áður var hún með lokað yfir vetrarmánuðina. Starfið er mjög annasamt á sumrin og með framkvæmdunum á Kárahnjúkum hefur það aukist líka yfir veturinn því að starfsmenn framkvæmdafyrirtækjanna setjast gjarnan inn hjá henni þegar þeir koma í bæinn. „Það er heilmikil traffík, það fer ekki á milli mála. Aukningin hefur verið stöðug og góð,“ segir Olga og telur að aukningin hafi kannski numið hátt í helming síðustu ár. - ghs OLGA ÓLA BJARNADÓTTIR Selur Café Nielsen og gerir upp gistiheimili í nágrenn- inu. CAFÉ NIELSEN Í næsta nágrenni við þetta huggulega kaffihús er gistiheimilið. BRÍET BJARNHÉÐINSDÓTTIR var fyrsti formaður Hins íslenska kvenréttindafélags og jafnframt einn stofnenda þess hinn 27. janúar 1907. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.