Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 47
F215FIMMTUDAGUR 27. janúar 2005 Elsass-hérað í Frakklandi er eitt besta hvítvínssvæði heims. Vínin þaðan eru jöfn og áreiðanleg og fremur einfalt fyr- ir vínáhugafólk að velja vínin, þar sem þeim er einfaldlega skipt eftir þrúgum og kaupandinn veit hvað hann er að fá. Vín úr norðurhluta héraðsins eru ferskari en eftir því sem sunnar dreg- ur og hlýnar eru vínin þykkari og feit- ari. Gaman er að gera samanburð á vínum úr tokay pinot gris og gewürz- traminer. Pinot gris-vínin eru léttari, sýrumeiri og auðdrekkanlegri ein og sér. Fá vín eru eins góð með fiski og léttum mat og með ostum á borð við camenbert, brie og yrju. Gewürztraminer-vínin eru aftur á móti feitari, sætari og kryddaðri, kalla á bragðmeiri mat og feitari og osta eins og stilton, gor- gonzola og roquefort. Willm Pinot Gris er ákaflega góður fulltrúi tokay-vína frá Elsass. Það er fremur þurrt, með hnetusmjörskeimi í bland við suðræna ávexti og langt silkimjúkt eftirbragð. Vínið nýtur sín vel með sus- hi, gufusoðnum eða bökuðum laxi, hvítu kjöti og foie gras. Verð í Vínbúðum 1.390 kr. Rene Mure Pinot Gris virkar sætt við fyrstu kynni en svo dettur inn sýra í eftirbragði. Þroskað vín sem virkar vel með karríréttum, krydduð- um kjúklingi, paté og auðvitað flest- um fiskréttum. Verð í Vínbúðum 1.590 kr. Rene Mure Gewürztraminer er kryddað, þykkt og mikið úr suðurhluta héraðsins. Gefur af sér gríðarlega skemmtilega angan af hunangi, aprikósum og sætu kryddi sem einnig endurspeglast í bragðinu. Feikilegt eftirbragð, langt og viðvarandi með örlítilli sætu í byrjun en endar í þurrum ávöxtum. Afbragð með aust- urlenskum mat en hentar einnig með ýmsum ostum. Verð í Vínbúðum 1.490 kr. Willm Gewürztraminer er öllu léttara og ferskara en Rene Muré enda úr norðurhlutanum. Býður upp á allt það sem einkennir gott vín úr þrúgunni: krydd, sætu af aprikósum, sveskjum og rúsinum auk skemmtilegrar góðrar sýru. Vegna ferskleik- ans er hægt að drekka þetta vín eitt og sér en það er einnig gott með ostum, mildum austurlenskum réttum og feit- um fiskiréttum. Verð í Vínbúðum 1.390 kr. Tokay pinot gris Töfraþrúga „Sú vínþrúga sem er á hvað mestri uppleið í heiminum í dag er Tokay pinot gris þrúgan sem er ræktuð í Elsass-héraði Frakk- lands,“ segir Andrés Páll Júlí- usson, vínþjónn á Hótel Holti. „Heimildir herma að á 14. öld hafi þrúgan verið flutt til Ungverjalands og ræktuð undir nafninu Szürkebarat en hún var flutt til Elsass (Alsace) aftur 200 árum seinna af hershöfðingjanum Schwendi, sem hafði verið að berja á Tyrkjum. Hann lét planta þrúgunni í Kientzheim, sem er ótrúlega fallegt þorp í miðju Elsass, og nefndi tokay. Nafnið tokay d’Alsace hélst á þrúgunni fram til 1980 en þá fóru skriffinnar í Brussel að leggjast gegn nafninu vegna tengingar við tokaji-vínin í Ungverjalandi (eina tengingin er reyndar sú að bæði vínin bera svipað nafn) og upp frá því var byrjað að tala um pinot gris eða tokay pinot gris.“ Fjölhæf þrúga Aðal „karakterinn“ við tokay pinot gris er fjölhæfnin í þrúgunni og þeim vínum sem koma úr henni, sem dæmi eru ung vín með mikið boddí og lykt sem einkennist af banana og ananas, örlitlum reyk, litlu eða engu kryddi og ferskri og frekar lágri sýru. Þegar vínin eldast þróast þau yfir í að vera flókin krydduð vín sem eru meira ristuð, kremuð og með mikinn hunangs- og hnetukeim. Tokay pinot gris er fjölhæft matarvín og er því helst að þakka að þrúgan þarf ekkert sér- staklega góð ár til að gefa af sér vín með stórt boddí, miðlungs sýru og nokkurt magn af umframsykri, en það er einmitt umframsykurinn sem gerir það að verkum að mörg- um finnst þegar þeir smakka tokay pinot gris í fyrsta sinn að þar sé komið vín sem er of sætt fyrir þeir- ra smekk. Andrés segir að það sé reyndar rétt að sum undanfarin ár hafa verið að gefa af sér of sæt tokay pinot gris vín. „Það er hins vegar vert að benda öllum á að gefa þrúgunni annað tækifæri því að í góðum árum eins og 1996 renna umframsykurinn og sýran saman og gefa af sér eitthvert besta jafn- vægi sem ég hef fundið í hvítvíni.“ Gott með hreindýri og gæs Tokay pinot gris vín er fyrst og fremst er sem er þægilegt að drek- ka hvenær sem er og hvar sem er og alltaf hægt að finna vín sem hæfir tilefninu. Stór tokay pinot gris vín úr góðum árum frá góðum framleiðenda eru til dæmis einu hvítvínin sem ég hef prófað og treyst að drekka með hreindýri og gæs, útkoman var stórkostleg þó svo að meðlætið skipti nokkru máli, sósan má ekki vera of sterk né meðlætið of brasað.“ Hvítvín frá Elsass úr tokay pinot gris og gewürztraminer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.