Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 31
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 7 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 126 stk. Keypt & selt 25 stk. Þjónusta 34 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 8 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 12 stk. Atvinna 29 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 10.22 13.41 17.00 AKUREYRI 10.22 13.25 16.30 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Það sem mér finnst ómissandi í fataskápn- um mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. Síðan er svo skemmtileg að ég hef notað þessa skó í fullt af listaverkum sem ég hef unnið. Þetta eru því meira en skór, en ég geng líka mikið í þeim. Þeir búa yfir fjöldamörgum góðum minningum,“ segir Ásdís. Ásdís opnaði sýningu sína í Gallerí Humar og Frægð föstudaginn 21. janúar en sýningin stendur til 18. febrúar. Þar koma skórnir góðu við sögu. „Ég er aðal- lega með vídeóverk en á sýningunni eru fimm vídeó sem ég hef verið að gera síð- astliðið ár. Það eru nokkur þemu í verkun- um og þetta eru eins og fimm kaflar af sama verkinu. Gullskórnir eru einmitt í einu verkinu,“ segir Ásdís og greinilegt að þessi afmælisgjöf er henni afskaplega kær. ■ Meira en skór ferdir@frettabladid.is Ferðafiðringurinn eykst í réttu hlutfalli við sólina sem hækkar á lofti. Hjá Ferðaskrif- stofu stúdenta hafa Interrail- lestarkort aldrei verið vinsælli en þau gilda fyrir alla sem hafa búið á Íslandi síðustu sex mánuði. Evrópu er skipt í átta ferðasvæði og hægt er að velja um kort sem gildir fyrir eitt svæði, tvö eða öll svæðin. Kortið gildir í 22 daga. Útivist stendur fyrir jeppaferð í Kerlingarfjöll um helgina. Hald- ið er af stað á föstudagskvöldi og ekið í Hrauneyjar. Á laugar- daginn er ekið um Sóleyjar- höfðavað, inn í Setur og áfram í Kerlingarfjöll. Ferðatilhögun á heimleiðinni fer eftir færð og veðri. Þetta er ferð fyrir mikið breytta jeppa og þátttaka háð samþykki fararstjóra. Í jeppa- ferðum Útivistar þurfa þátttak- endur að vera með VHF tal- stöð, en hægt er að leigja þær á skrifstofu Útivistar um helgina fyrir 3.700 krónur. Kúba er spennandi áfangastað- ur og nú er hægt að komast þangað í beinu flugi með Heimsferðum 6. mars. Gamla Havana er fögur borg og lífs- gleði eyjaskeggja er einstök. Þrír valkostir í gistingu eru í boði. Octopustravel býður nú í sam- starfi við Úrval Útsýn upp á að bóka gististaði og skoðunar- ferðir um allan heim, en þjón- ustan er greidd í íslenskum krónum. Octopustravel er ferðaþjónustufyrirtæki með skrifstofur í London, New York, Sydney, Osaka og Hong Kong. Fyrirtækið hefur látið skrifa ferðahandbækur um 260 vin- sælustu áfangastaðina og vef- svæðið þeirra, sem er allt á ensku, hef- ur verið hannað með það fyrir augum að vera einfalt og þægilegt fyrir hvern sem er og auðvelt er að finna og bóka gistingu við hæfi. Greinargóðar lýsingar eru á öllum gististöð- um, auk þess sem flestir eru myndskreyttir. Jafnframt er staðsetning gististaða á vinsæl- ustu áfangastöðunum sýnd á korti. Golfpakkarnir frá GB Ferðum og Iceland Express eru komnir í sölu. Boðið er upp á þriggja og fimm daga golfferðir til London en verð er frá 41.700 krónum. Innifalið er flug til Stansted, helgargisting, golf og aðgengi að heilsulind hótelsins. Nánar á vef GB Ferða, www.gbferdir.is Ásdís heldur mikið upp á skóna sem hún fékk frá for- eldrum sínum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA TÍSKA TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Þegar systir mín situr hinum megin við borðið er hún þá af gagnstæðu kyni? Flott föt í skíðaferðina BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Ásdís Sif Gunnarsdóttir er 28 ára listakona sem flutti heim til Íslands í vor og er ekki í vafa um hvað hún heldur mest upp á í fataskápnum. Lituð tæki lífga upp Víða leynast litskrúðug heimilistæki. Heimilistæki geta verið hin mesta prýði. Þótt sumir vilji einungis hafa hvít, svört eða krómuð tæki í eldhúsinu þá eru þeir líka til sem aðhyllast litskrúðugri hluti og finnst þeir lífga upp á heimilið. Við litum inn í nokkrar raftækja- verslanir og könnuðum lauslega úrval litaðra tækja og þótt þau hvítu og krómuðu séu í miklum meiri- hluta á markaðinum þá fyrir- finnast líka heimilistæki bæði í sterkum, glaðlegum litum og daufum pastellitum. Myndir af fleiri tækjum er að finna á blaðsíðu 3. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.