Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 32
Guðrún Gerður Guðrúnardóttir er sjálfmenntuð listakona sem kallar sig Gaga Skordal. Fyrir stuttu síðan opnaði hún skransölu í Skipholti 29a í Reykjavík þar sem hún selur allt milli him- ins og jarðar. „Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru al- deilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að ríf- ast um það eftir hans tíma,“ segir Guðrún og skelli- hlær enda lífsglöð og hress. „Verðið er afar sanngjarnt, allt frá tíu krónum og upp úr. Síðan er alltaf hægt að prútta því ég veit að ef ég fer á svona sölur þá reyni ég alltaf að prútta. Maður á alls ekki að vera feiminn við það svo lengi sem allir eru ánægðir. Ég er með lampa og húsgögn og eiginlega allt sem hægt er að láta sér detta í hug og það er alltaf eitthvað nýtt að detta inn,“ segir Guðrún en stemmingin í skransölunni er engu lík. Í öðrum hluta húsnæðisins er salan en í hinum er Guðrún búin að koma sér upp vinnuað- stöðu þar sem fólk getur litið inn og skoðað húfurn- ar, peysurnar og pilsin sem hún hefur verið að hanna. Guðrún lenti í alvarlegu bílslysi í nóvember árið 2002 og hefur síðan verið öryrki. „Ég gat eiginlega ekki ráðið mig í vinnu hjá öðrum því ég þarf alltaf að hvíla mig eitthvað á hverjum degi. Þá voru nú góð ráð dýr – eða ódýr og þá datt mér í hug að byrja með þessa skransölu. Ég er algjör jarðýta og ég get hreinlega ekki setið aðgerðalaus. Ég ætlaði að opna gallerí í þessu húsnæði því ég er að hanna húfur og skúlptúra en veit ekki hvenær verður úr því. Húf- urnar mínar hafa til dæmis verið seldar til Kanada og voru mjög vinsælar á Víkingahátíðinni í Hafnar- firði. Mig langar líka að virkja listamenn sem eru sjálflærðir eins og ég og eru að gera góða hluti úti um allan bæ. Þangað til það gerist prófa ég skran- söluna,“ segir Guðrún en hún opnaði söluna um miðjan mánuðinn. „Ég finn að þetta er að rúlla af stað. Fólk tekur vel í þessa hugmynd og það er mik- ið hringt í mig og spurt um einstaka hluti. Ef þetta verður mikið stuð þá held ég áfram í nokkrar helg- ar þó ég sé ekkert búin að ákveða hvað ég ætli að hafa söluna lengi opna. Það verður bara að koma í ljós.“ lilja@frettabladid.is Saumur og merking er verslun og þjónustufyrirtæki sem opnaði í Smáralind rétt fyrir jólin en var áður til húsa í Hafnarfirði. Versl- unin sem er í eigu Önnu Guð- mundsdóttir sérhæfir sig í per- sónulegri gjafavöru eins og brúð- argjöfum, skírnargjöfum og sængurgjöfum. Mest áberandi eru handklæði með ísaumuðum nöfnum eða myndum og ísaumaður sængur- fatnaður, en þessar vörur hafa verið hvað vinsælastar af annars ágætu úrvali af barnafatnaði, flísteppum, bolum og húfum. Fyrir utan ísauminn er boðið upp á áprentaðar myndir á flíkur svo ef mann vantar persónulegar gjafir með litlum fyrirvara og lágum tilkostnaði er tilvalið að koma við í Saumi og merkingu og kíkja á úrvalið. ■ Viskustykki Tilvalin leið til að lífga upp á gamla eldhúskolla er að bólstra þá með fallegum viskustykkjum. Til verksins þarftu heftibyssu, skæri, skrúfján og jafnvel nýjan svamp á setuna. Losaðu gamla efnið af og festu nýtt á með heftibyssunni.[ ] LISTASMIÐJAN KERMIK OG GLERGALLERÝ Kothúsum, Garði , s: 422-7935 Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18 Laugardaga og sunnudaga 13-18 Námskeið að hefjast í glerbræðslu og keramikmálun. Einnig fyrir hópa BLÓMÁLFURINN Vesturgötu 4 sími 562 2707 Íslandsmeistari í blómaskreytingum Mikið úrval af viðarörnum og eldstæðum Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Iris 181.000 kr. Dina 239.000 kr. Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Vi› segjum fréttir Kringlunni - sími : 533 1322 20% afsláttur af listgleri vandaðar heimilis og gjafavörur Skransala með sál Guðrúnu Gerði datt það snjallræði í hug að opna skransölu eftir að hún lenti í alvarlegu bílslysi en hér ber hún eina af húfunum sem hún hannar. Persónulegar gjafir Ísaumur og áprentun í Saumi og merkingu Handklæðin kosta frá 1500-1990 kr. með merkingu. Úrvalið á skransölunni er óneitanlega mikið og margar gersemar sem leynast þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Flísteppi 3.900 kr. með merkingu. Barnasmekkur 750 kr. með merk- ingu. Barnasængurföt 3.500 kr. með merkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.