Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 27.01.2005, Síða 32
Guðrún Gerður Guðrúnardóttir er sjálfmenntuð listakona sem kallar sig Gaga Skordal. Fyrir stuttu síðan opnaði hún skransölu í Skipholti 29a í Reykjavík þar sem hún selur allt milli him- ins og jarðar. „Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru al- deilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að ríf- ast um það eftir hans tíma,“ segir Guðrún og skelli- hlær enda lífsglöð og hress. „Verðið er afar sanngjarnt, allt frá tíu krónum og upp úr. Síðan er alltaf hægt að prútta því ég veit að ef ég fer á svona sölur þá reyni ég alltaf að prútta. Maður á alls ekki að vera feiminn við það svo lengi sem allir eru ánægðir. Ég er með lampa og húsgögn og eiginlega allt sem hægt er að láta sér detta í hug og það er alltaf eitthvað nýtt að detta inn,“ segir Guðrún en stemmingin í skransölunni er engu lík. Í öðrum hluta húsnæðisins er salan en í hinum er Guðrún búin að koma sér upp vinnuað- stöðu þar sem fólk getur litið inn og skoðað húfurn- ar, peysurnar og pilsin sem hún hefur verið að hanna. Guðrún lenti í alvarlegu bílslysi í nóvember árið 2002 og hefur síðan verið öryrki. „Ég gat eiginlega ekki ráðið mig í vinnu hjá öðrum því ég þarf alltaf að hvíla mig eitthvað á hverjum degi. Þá voru nú góð ráð dýr – eða ódýr og þá datt mér í hug að byrja með þessa skransölu. Ég er algjör jarðýta og ég get hreinlega ekki setið aðgerðalaus. Ég ætlaði að opna gallerí í þessu húsnæði því ég er að hanna húfur og skúlptúra en veit ekki hvenær verður úr því. Húf- urnar mínar hafa til dæmis verið seldar til Kanada og voru mjög vinsælar á Víkingahátíðinni í Hafnar- firði. Mig langar líka að virkja listamenn sem eru sjálflærðir eins og ég og eru að gera góða hluti úti um allan bæ. Þangað til það gerist prófa ég skran- söluna,“ segir Guðrún en hún opnaði söluna um miðjan mánuðinn. „Ég finn að þetta er að rúlla af stað. Fólk tekur vel í þessa hugmynd og það er mik- ið hringt í mig og spurt um einstaka hluti. Ef þetta verður mikið stuð þá held ég áfram í nokkrar helg- ar þó ég sé ekkert búin að ákveða hvað ég ætli að hafa söluna lengi opna. Það verður bara að koma í ljós.“ lilja@frettabladid.is Saumur og merking er verslun og þjónustufyrirtæki sem opnaði í Smáralind rétt fyrir jólin en var áður til húsa í Hafnarfirði. Versl- unin sem er í eigu Önnu Guð- mundsdóttir sérhæfir sig í per- sónulegri gjafavöru eins og brúð- argjöfum, skírnargjöfum og sængurgjöfum. Mest áberandi eru handklæði með ísaumuðum nöfnum eða myndum og ísaumaður sængur- fatnaður, en þessar vörur hafa verið hvað vinsælastar af annars ágætu úrvali af barnafatnaði, flísteppum, bolum og húfum. Fyrir utan ísauminn er boðið upp á áprentaðar myndir á flíkur svo ef mann vantar persónulegar gjafir með litlum fyrirvara og lágum tilkostnaði er tilvalið að koma við í Saumi og merkingu og kíkja á úrvalið. ■ Viskustykki Tilvalin leið til að lífga upp á gamla eldhúskolla er að bólstra þá með fallegum viskustykkjum. Til verksins þarftu heftibyssu, skæri, skrúfján og jafnvel nýjan svamp á setuna. Losaðu gamla efnið af og festu nýtt á með heftibyssunni.[ ] LISTASMIÐJAN KERMIK OG GLERGALLERÝ Kothúsum, Garði , s: 422-7935 Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18 Laugardaga og sunnudaga 13-18 Námskeið að hefjast í glerbræðslu og keramikmálun. Einnig fyrir hópa BLÓMÁLFURINN Vesturgötu 4 sími 562 2707 Íslandsmeistari í blómaskreytingum Mikið úrval af viðarörnum og eldstæðum Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Iris 181.000 kr. Dina 239.000 kr. Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Vi› segjum fréttir Kringlunni - sími : 533 1322 20% afsláttur af listgleri vandaðar heimilis og gjafavörur Skransala með sál Guðrúnu Gerði datt það snjallræði í hug að opna skransölu eftir að hún lenti í alvarlegu bílslysi en hér ber hún eina af húfunum sem hún hannar. Persónulegar gjafir Ísaumur og áprentun í Saumi og merkingu Handklæðin kosta frá 1500-1990 kr. með merkingu. Úrvalið á skransölunni er óneitanlega mikið og margar gersemar sem leynast þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Flísteppi 3.900 kr. með merkingu. Barnasmekkur 750 kr. með merk- ingu. Barnasængurföt 3.500 kr. með merkingu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.